Ég hef tekið eftir því að stundum er allveg skuggalega mikið álag á liðum og ekki nógu margir dagar á milli leikja. Ég er með liverpool og ekkert rosalega stóran hóp og é lenti í því að á 10 dögum keppti ég 2 við Arsenal, einu sinni í deild og einu sinni í bikar, og 2 við Real Madrid í meistaradeildinni. Þarna eru um 2,5 dagar á milli leikja og þetta eru engir smá leikir. Í síðasta leiknum, seinni á móti Real Madrid, voru sumir orðnir svo þreytti að ég hafði þá ekki einu sinni á bekknum, t.d. Hyypia, Riise, Murphy og fleiri.
En það er vert að taka það fram að ég fékk 8 stig úr þessum 4 leikjum þrátt fyrir að geta ekki beitt öllum leikmönnunum til fulls í öllum leikjunum :)<br><br>kv. Tulipani