Sælt veri fólkið!
Þegar ég fékk mér fyrst CM4 þá fór ég að spila með Milan með 3-5-2 leikkerfi og það gekk helv… vel og skoruðu Pippó og Sjéffinn samanlagt eitthvað um hundrað mörk. Svo tók ég við Mansteftir United og ég er búinn með sex tímabil og RVN er búinn að skora um 450 mörk og Sólskjærinn eitthvað um 350! RVN skoraði til að mynda 103 mörk á einu og sama tímabilinu! Síðan skorar miðjan og vörnin sama og ekki neitt. Ég er að vinna marga leiki mjög stórt. Þetta var mjög gaman fyrst en er nú orðið grautleiðinlegt. Ég er nú bara nýbúinn að fá mér nýjasta plásturinn en var með þann fyrsta á frá upphafi. Er þetta eitthvað sem búið er að laga í nýjasta plástrinum?