Ég var að keppa í FA Cup á móti Crystal Palace með Man.Utd og leikurinn fór í vítaspyrnukeppni. Jæja… þeir tóku fyrsta vítið, skoruðu, svo kom Ruud Van Nistelrooy, klúðraði, hinir klúðruðu, Giggs klúðraði, hinir klúðruðu, Veron klúðraði, hinir skoruðu og svo klikkaði Saviola á síðasta vítinu og þeir unnu 2-0 í vító. Markmaðurinn varði 2 af vítunum og 2 fóru langt fram hjá. Það er ekki eðlilegt að 4 heimsklassa leikmenn klúðri allir víti í sömu vítakeppninni. RvN og Veron eru með 20 í peanalty taking, giggs með 17 og saviola með 16, og þar að auki er þetta ekkert spes markmaður. Ég er með 4.0.5 og mér finnst þetta vera nú dolldið stór galli. Það vill líka svo skemmtilega til að ég held ég hafi alldrei unnið vítaspyrnukeppni í þessum leik, þó ég hafi tekið þátt í þeim mörgum. Ég hef sjaldan verið jafn pirraður. Hefur þetta líka komið fyrir ykkur?<br><br>kv. Tulipani