Ég verð að segja það að sú reynsla sem ég hef af þessari nýju útgáfu er HRYLLINGUR.
Stærsti gallinn finnst mér fjarlæging Back takkans sem var mjög nothæfur. Einnig finnst mér leikurinn vera stirrður, eða stamur einhvernveginn. Ég spila leikinn á örgjöva sem er 1ghz, og 256 í innra minni og hann er mjög hægur. Leikmennirnir eru líka bara leiðinlegir og ég veit ekki þessi leikur er algjörlega að missa marks.
Ég bjóst við því að það ætti að bæta upp það sem væri ekki nógu gott í gamla leiknum, t.d. bæta inn möguleikanum að hrósa leikmönnum. Ef sá möguleiki er fyrir hendi þá hef ég ekki fundið hann, sem kemur mér að næsta punkti sem er uppsetning á skjá. Hún er vægast sagt hræðileg.
Leikurinn er ekki orðinn flóknari, heldur orðið flóknara að nálgast ýmsa hluti. Mikill biðtími milli leikja skemmir líka fyrir. Ég hef enga þörf fyrir Match report úr Kuwait vs. Guam, þegar ég er að þjálfa í ensku 1. deildinni.
Þessi leikur er sjálfsagt mestu vonbrigði í sögu CM leikjanna, alveg frá því að Bakayoko var sá besti í einhverri cm2 útgáfunni.