Ég veit ekki hvort þetta virki á Windows 2000 líka en ég geri allavegana ráð fyrir því, svo Win2k notendur megið prófa þetta líka og segja frá reynslu ykkar :)

Þessi lausn til að auka hraða á vinnslu CM4 hentar einungis þeim sem eru samtímis bara að spila CM4 og ekkert annað, ef þú vilt hlusta á mp3 lög, hoppa yfir á IRC og vefsíður með ALT + TAB þá er þetta ekkert sem hentar þér. En hinsvegar ef þú vilt spila CM4 og ekki pæla í neinu öðru og vilt láta leikinn ganga mun hraðar og jafnvel ráða við fleiri deildir þá er þessi lausn einmitt fyrir þig.

Þú ferð inn í leikinn og ýtir svo á ALT + TAB, ýtir svo á CTRL + ALT + DELETE og ferð í processes, mæli með til að byrja með að slökkva þar á öllu sem þú ert 100% viss um að þurfi ekki að vera í gangi því það væri alls ekki gott að fara að loka explorer.exe og þannig mikilvægum skrám en allavegana já veldu cm4.exe, hægri smellir þar á og velur Set Priority og High og lokar svo þessum glugga öllum og ferð beint í CM4 og hann mun keyra mun hraðar en venjulega. En ég vill benda þér á að fara ekki að alt tabba þig úr leiknum til að gera eitthvað annað í tölvunni, tölvan væri þá svo mikið að einbeita sér að því að keyra CM4 að allt annað sem þú ert með hlaðið mun ganga illa og verður það allt hægvirkt en um leið og þú hættir í leiknum þá verður allt normal aftur þannig þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur :)

Ég sjálfur er að keyra 11 deildir(úr 11 löndum) á 600MHz vél með 320MB vinnsluminni og processast leikurinn eins og vindurinn gegnum alla leikina og dagana sem líða í leiknum :)<br><br>CMorgan[mAIm]