Einu hef ég verið að vellta fyrir mér með leikmennina í þessu demói, ef maður kaupir t.d. Anton Ferdinand (hann er litli bróðir Rio Ferdindand og er ný orðinn 17 ára gamall og spilar með West Ham) þá er hann bara nægilega góður til þess að vera í byrjunarliði Man Utd og er stundum að spila betur en stóri bróðir sinn sem er samt þónokkuð betri. Þetta finnst mér frekar ótrúlegt því að þó að Anton sé einn efnilegasti leikmaður Englands þá ætti hann ekki að vera nægilega góður til þess að spila með aðalliðinu næstum því strax og þetta finnst mér eitt af stærstu göllum CM að maður getur tekið strák sem er 16 ára gamall og skellt honum í aðalliðið og hann stendur sig betur en reyndir varnarmenn (ég hef lennt í þessu með fleiri leikmönnum en Anton). Mig langar bara að fá að heyra skoðun annarra á þessu og vita hvað öðrum finnst um þetta.