Ég var að byrja með Rangers byrjaði á því að kaupa Martín Palermo á 13,25 m. Hann tók því og kom með næstu flugvél til Glasgow.

Tímabilið byrjaði á leik við Celtic í friendly leik.
Hann byrjaði ekki nógu vel og skoraði Henrik Larsson skoraði á 5 min. ég varð reiður og ákvað að stilla upp í aðra uppstillingu spilaði 4-1-2-1-2* núna fór ég að spila miklu betur og skoraði minn maður fyrir hálfleikinn hann Martín Palermo. Í seinni hálfleik byrjaði ég betur eftir að hafa sett Barry Fergusson inná og opnaði markareikning sinn og skoraði á 78 min. og þannig endaði leikurinn.

Eftir þetta ákvað ég að selja:
Lionel Charbonnier
Bert Konterman

Fékk út úr þeim sölum 14,75 millj. samtals.Svo var leiktíðin að byrja ég byrjaði vel á henni og var sterkur á heimavelli vann fyrstu 7 leikina en gerði síðan 3 jafntefli en enn taplaus.Martín Palermo var að brillera og var með hæstu einkunnina eftir hálft leiktímabilið 8,35 og var langhæstur yfir markaskorunina. Ég hafði aðeins tapað 2 leikjum en gert nokkur jafntefli til viðbótar heil 7 jafntefli en var samt á undan Glasgow Celtic sem var í öðru sæti 6 stigum á eftir mér.

Mig vantaði varnarmann í miðju varnarinnar og varð Kevin Hofland fyrir valinu ég keypt hann loks á 6,25.

Nú var janúar kominn og liðin búinn að keppa í nýársleikjunum sínum.Minn var á móti Aberdeen og vann 4-1 og var Martín Palermo með 3 mörk.Nú var ég kominn í 9 stiga forrustu þar sem Celtic tapaði sínum leik gegn Kilmanock 2-1 á útivelli.

Nú var ég kominn í góða stöðu í deildin en sama mátti ekki segja um meistaradeildina ég komst auðveltlega í gegnum fyrsta riðil og komst áfram með Bayern eftir sátu Hereenvenen og Liverpool.

Í næsta riðli var ég með mjög góðum liðum og voru Madridingar og Lazio menn með mér í riðli einnig var Spartak Moscow með mér í riðli í feb. átti ég að taka á móti Madrid á mínum sterka heimavelli og ótrúlegt en satt vann ég þann leik. Ungur og efnilegur austurríkismaður að nafni Alex Rauser sem ég hafði fundið og var búinn að spila 3 leiki hann skoraði tvennu en Raúl skoraði eitt og vann ég leikin 2-1.En síðar átti ég eftir að tapa leiknum á útivelli og datt út ásamt Moscow mönnum úr meistaradeildinni.

En nú var leiktíðin að verða búinn og hafði ég verið að auka forskotið í deildinni og vann bikarinn í úrslitaleik gegn Motherwell ég rústaði þeim 5-1 og varð að fullkomna gott tímabil með því að vinna deildina.

Nú var komið vor og var ég með frekar slappa strikera fyrir utan Palermo og Billy Dodds, þið hafið kannski tekið eftir því að ég er ekkert búinn að nefna hann í greininni en hann var strikerinn sem var frammi með Palermo.En svo var einnig Neil Mcann sem var attacking midfielder og sótti hann upp á strikerana(Dodds og Palermo).

Ég ákvað að setja boð í Kim Kallström og tók hann því að lokum og fékk ég hann á 1,25.Hann átti eftir að brillera á seinna tímabilinu en það er önnur saga.Sem sagt var ég búinn að kaupa hann Kim Kallsström og spilaði hann seinustu 5 leikina og vann ég 3 en gerði 2 jafntefli.Hann Kim hafði skorað 4 mörk í sínum 4 leikjum sem hann var inn á en 1 eftir að hafa komið af bekknum.

Ég vann leiktíðina með 8 stigum og lenti Celtic í öðru sem var nærru því búinn að tapa sæti sínu fyrir Hearts í seinasta leik sínum sem var einmitt á móti Hearts en unnu með marki frá Chris Sutton á seinustu min.

Ég fékk 4 leikmenn í Players Team of the Year og voru það þeir Stefan Klos,Palermo,Billy Dodds og Alex Reuser, ég var valinn Manager of the Year.Og var Palermo Top Goalscorer, þannig útkoman var frábært leiktímabil með Rangers.