Þegar CM4 kemur út þá myndi ég vilja að það yrði lokað á ALLAR umræður um öfluga leikmenn í leiknum sem hægt verður að fá ódýrt og er ástæðan sú að leikurinn verður bara hundleiðinlegur ef maður veit alltaf af þeim bestu og kaupir þá í öllum sínum saveum. Sjáið t.d. með CM 01/02.. það vita nánast allir hvaða menn standa fyrir bestu kaupunum og kaupa langflestir þeirra þá þá alltaf.

Og ekki koma með ömurleg comment eins og “enginn neyðir þig til að lesa póstana um þetta” því maður kemst lítið hjá því að lesa ekki hvert einasta efni hér á þessu áhugamáli og sömuleiðis vill ég ekki heldur fá í svar “slepptu því þá að kaupa þessa menn” því það er einmitt ekki til neitt meira fáranlegt en að sleppa því að kaupa góða menn útaf maður veit af þeim.<br><br>CMorgan[mAIm]