Ég fékk soldið skrýtinn bug í leikinn minn, ég er búinn að spila CM í 8 ár og þetta er í fyrsta skipti sem eitthvað svona gerist. Ég var búinn að spila þvílíkt draumatímabil með Liverpool. Vann deildarbikarinn, ensku úrvalsdeildina og meistaradeild, fékk Figo og Viera frá Real Madrid og allt virtist á uppleið. Seivaði, svo þegar ég ákvað að loada seivið mitt, þá fór allt í fuck, ég ætlaði að kíkja á ferilinn hjá köllunum, það gekk ekki, fékk bara error message, (mynd fylgir), jæja, ég hélt nú að það mætti spila leikinn án þess að vita í hvaða liðum þessi og þessi hefði verið, a la CM1 og 2, en þetta var ekki nóg, ég ýtti á continue game, þá kom upp error message box aftur…… helvítis……. hefur einhver hérna lent í þessu? og ef svo er …… hvað er til ráða ? setja leikinn upp aftur ?