Mér hefur alltaf fundist gaman að spila CM og á eldri útgáfur af leiknum. Uppá síðkastið hef ég byrjað aftur að spila eftir að hafa tekið mér 6 mánaða hvíld.
En það sem er óvenjulegt að þessu sinni er að núna er ég að prófa að spila leikinn yfir netið. Og ég verð að segja að er bara hörku skemmtilegt. Við höfum nokkrir félagar prófað að spila á LANI heima hjá einhverjum sem er þræl gaman - en að spila leikinn yfir netið er ekkert síðra.
Í upphafi þegar við vorum að tengja okkur lentum við í smá vandræðum. Það var eins og oft áður gamla góða IP talan sem var að stríða okkur. CM leikurinn gaf upp IP tölu sem ég lét félag minn vita - en ekkert gekk að tengjast. Ég hafði fundið einhverjar leiðbeiningar hvernig ætti að tengjast á thedugout sem ég notaði mér til stuðnings, en ekkert virkaði.
Það var ekki fyrr en ég fór á www.whatismyip.com og þá kom allt önnur IP en CM hafði gefið mér upp. Eftir það gekk vel að tengjast og við spiluðum allan nóttina.
Sögur um gengi okkar verður ekki rakin hér, kannski síðar. Leikurinn var vistaður þannig að við munum halda áfram síðar.
p.s. þess má geta að við stjórnuðum Man. City og Fulham