Ég þori að fullyrða að Maxim Tsigalko hjá Dinamo Minsk sé besti framherjinn i CM miðað við verð (maður fær hann á um 700.000-1.000.000 á fyrsta tímabili). Ég keypti hann til Juventus og hann skoraði í fyrsta leiknum sínum og varð markahæstur bæði á Ítalíu og í Meistaradeildinni. Núna er ég kominn á 9 tímabil og hann er ennþá geðveikur. Hann er búinn að vera markahæstur öll tímabilin nema 2 þegar Crespo hefur verið markahæstur en þá hefur Tsigalko lagt upp ófá mörkin fyrir hann. Það er reyndar frekar pirrandi að hann fær ekki atvinnuleyfi á englandi þar sem hann er svo ungur að hann hefur ekki spilað neinn landsleik. Ég ráðlegg öllum sem spila CM að prófa þennan leikmann því að hann er snillingur.
Takk fyri