Þessi leikur er búinn að ná fínum vinsældum á skömmum tíma, voru 34 active lið áður en greinin hérna á huga kom um þennan leik og núna eru tæp 150 lið að spila og 50 á biðlista yfir að fá lið.

Gerð var rás fyrir áhugamenn um þennan leik og er hún #hattrick.is

Þetta er mjög auðveldur leikur, þú skráir þig og færð lið eftir tæpa 4 daga sem er síðan fullt af leikmönnum með íslensk nöfn, það eru 8 lið í deild, 2 neðstu falla og liðin í 6 og 5 sæti spila við liðin í 3 og 4 sæti í deildinni fyrir neðan um að komast upp.(Ef ég las mér rétt til:)

Það eru ekki tölur eins og í cm heldur eru 8 statta og þeir eru Stamina,Playmaking,Winger,Scoring,Keeper,Passing,Defending og Set Pieces og geta þeir verið með frá non-existe (Lélegast) og til divine (best auðvitað).

Þú byrjar með 30 miljónir íslenskra króna (eða eitthvað um það) og kosta góðir leikmenn allt frá kannski 1-2 miljón til 20 miljóna.

Leikurinn spilast í svona ‘venjulegum tíma’ þannig hver leikur er 90 min og dagurinn líður bara jafn hratt og alvöru dagur. Það eru 1-2 leikir í viku, á miðvikudögum klukkan 14:30 spilast bikar/æfingarleikir og á sunnudögum spilast Deildarleikir(ekki viss á tímanum).

Vill síðan benda á greinina sem kom um daginn um þetta þarsem eru kannski meiri/betri upplýsingar um hvernig leikurinn gengur fyrir sig http://www.hugi.is/cm/greinar.php?grein_id=57366

Síðan vonandi skrá sig bara enn fleiri og mæta á rásina.<br><br>[Pr´Diddi] [Pr´ReD]