Ég hef spilað CM með hléum síðan ég átti Sinclair Spectrum (var c.a. 13 ára). Keypti mér svo CM 00/01 fyrir tveimur árum en hef reynt að halda mér frá honum og tekist nokkuð vel þar til núna um helgina að ég datt í gamla pakkann, þ.e. að spila í marga klukkutíma á dag.

Ég áttaði mig á því um helgina að í þessum nýju útgáfum þarf meira til en að stilla bara upp liðinu, kaupa og selja leikmenn. Mig vantar sem sagt “tips” um hvað sé mikilvægast að gera í smáatriðunum eins og í training o.fl.. T.d. þegar maður stillir hverjum og einum þjálfara á hans sterku hliðar => hvort er stillingin á þegar guli ramminn er yfir t.d. “tacktic” eða þegar guli ramminn er ekki á? Hvað á að setja marga af þessum fimm eiginleikum á hjá hverjum þjálfara?

Einnig væri gott að fá fleiri góð ráð í þessari hörðu framkvædastjórabaráttu. Svo ekki fari nú eins fyrir mér um helgina þegar ég var rekinn frá Stoke tvisvar sinnum eftir stuttan feril (andsk. helv.)……….