Sala á leikmönnum í cm getur stundum verið svolítið einkennileg. Flesta leikmenn er ekkert mál að selja, það eru þeir menn sem yfirleitt eru í aðalliðinu. Útlendinga losna ég oftast líka við, þeir fara oftast heim. En svo eru leikmenn sem fá aldrei að spila hjá manni og er hent í varaliðið. Enginn vill kaupa þá þó svo prísinn á þeim sé góður jafnvel lækkaður í 0 pund. Ef tekin væru alvöru dæmi um leikmenn í úrvalsdeildarliði á Englandi þá virðist ekki vera vandamál að losna við þá ef þeir eru settir á sölulista og verðið ekki kýlt upp úr öllu valdi. Litlu liðin kaupa upp leikmenn sem eru ungir og þau sjá tækifæri á að geta gert eitthvað úr, sem og gamla jaxla sem geta verið fyrirmyndir fyrir þá yngri.