Þetta er fyrsta greinin mín hér á þessu áhugamáli og mun hún snúast um fyrsta tímabilið mitt með Ajax. Ég er nýbyrjaður að spila leikinn og ég hafði aldrei prófað að fara í Hollensku deildina. Mér fannst þessi deild mjög áhugaverð og ég valdi liðið Ajax. Maður byrjar með tæpar 17 milljónir til þess að kaupa leikmenn. Ég ákvað að vera ekkert að kaupa neina leikmenn því að Ajax er með mjög gott lið.

Þeir leikmenn sem ég fékk:

Taribo West - free transfer
Victor Hugo Aristizabal - free transfer
Sylvain Wiltord - 4,3 milljónir

Leikmenn sem ég seldi:

Richard Witschge - 1 milljón
Ole Tobiasen - 2,8 milljónir

Svo bauð ég Pascal Cygan samning en ég fékk hann ekki fyrr en eftir fyrsta tímabil.

Ég notaði leikkerfið 4-3-3 og byrjunarliðið mitt var svona:

Fred Grim - GK
Christian Chivu - DL
Hatem Trabelsi - DR
Abubakari Yakubu - DC
Taribo West - DC
Rafael Van Der Vaart - MC
Cedric Van Der Gun - MC
Andy Van Der Meyde - MC
Zlatan Ibrahimovic - FC
Mido - FC
Sylvain Wiltord - FC

Ég byrjaði leiktíðina vel og tók knattsveina Utrecht í bakaríið á heimavelli og leikurinn endaði 4-1. En svo fór að síga á ógæfuhliðina hjá mér því að í næsta leik þá steinlá ég á móti galvöskum og sprækum knattsparksmönnum Feyenord og sá leikur endaði 4-0. Sem betur fer lagaðist allt í næsta leik þegar ég tók á móti illa upplögðum mönnum De Graafschap en þann leik vann ég
5-0. Svo gekk mér á leiktíðnni svona upp og ofan og ég endaði í
2. sæti nokkrum stigum á eftir PSV sem unnu deildina. Zlatan Ibrahimovic hinn snjalli knattspyrnumaður varð markahæstur í deildinni með 23 mörk, hann var kosinn Fans player of the year og svo var hann leikmaður deildarinnar. Í liði ársins átti ég tvo leikmenn en þeir voru Zlatan Ibrahimovic og Rafael Van Der Vaart, sem spilaði glimrandi vel á leiktíðinni. R.V. der Vaart lagði upp 15 mörk og skoraði 7, hann var með 7,33 í einkunn yfir árið.

Þrátt fyrir að ég hafi komist í gegnum undankeppni meistaradeildarinnar gekk mér ekki eins og skyldi í keppninni sjálfri. Í undankeppninni sló ég út Wisla Krakow. Fyrri leikurinn fór 4-0 á heimavelli mínum og sá seinni fór 1-1. Í riðlakeppninni lenti ég með Man.Utd, Lyon og Levski.

Í hollensku bikarkeppninni sem ég vann örugglega féll hvert stórliðið á fætur öðru í valinn. Fyrsti leikur minn í keppninni var á móti fyrstu deildar liðinu Excelsior og ég vann þá 2-0. Í næsta leik spilaði ég á móti Feyenord og þar hefndi ég mín á þeim og vann þá 3-2. Þá var ég kominn í undanúrslit og í undanúrslitum mætti ég hinu lítt árennilega liði Heerenveen og lagði ég þá af velli 2-1. Svo í úrslitaleiknum mætti ég liði Utrecht og vann ég þá 3-0 og ég sem sagt orðinn hollenskur bikarmeistari.

Kveðja
Geithafu