Ég hafði lesið frá mörgum um hver skemmtilegt wolves væri að stýra þannig að ég ákvað að prófa og gá hvort það væri skemmtilegt.
Ég sem er frekar nýr að spila CM og byrjaði ég aðeins í sumar að spila hann hafði ekki oft spilað í neðri deildum, aðeins prófað það einu sinni eða tvisvar en gafst ég fljótt upp, þannig að ég ákvað að vanda mig virkilega við alla hluti svo sem við völ á leikkerfi, kaup og sölu á leikmönnum, uppstillingu á liði og margt fleira.

Í byrjun í save-inu sá ég að það voru margir nothæfir og góðir leikmenn í þessu liði þannig að ég keypti aðeins í byrjun þá:

Tó Madeira-90k
Toni Kallio-600k
Clint Hill-500k
Jesper Blomquist-Free transfer

Í fyrstu leikjunum var mér ekki að ganga allt of vel en ég notaði leikkerfið 4-1-3-2 og hef ég mikla trú á því leikkerfi þannig að ég ákvað að halda áfram með það þó að margir leikmenn voru að spila illa og þar var sérstaklega miðjan að bregðast.ÞAnnig að ég ákvað að kaupa nokkra leikmenn.

Amado Guevara-800k
Kim Källström-3m
Roberto Palacios-free transfer

Og seldir voru þeir:

Carl Robinsson-200k
George Ndah-1,5m
Andy Sinton-200k

Allir leikmennirnir sem ég keypti spiluðu vel og voru að skora mörk og gera helling af assistum og þar má sérstaklega nefna Amado Guevara.
Mér byrjaði að ganga betur eftir þetta og fikraðist smám saman upp töfluna og ég var í 5 sæti þegar vörnin byrjaði hrikalega að leka og alveg sama hvernig ég breytti byrjunarliðiniu í vörninni var alltaf það sama að gerast en samt var Toni Kallio að standi sig mjög vel. Þá fór ég að leita að varnarmanni sem ég var viss um að myndi standa sig og urðu fyrir valinu þeir:

Ibrahim Said-1,7m
Christian Panucci-2,9m

Seldir voru:

Ludovic Pollet-210k
Darren Bazeley-625k

Allt gekk mjög vel eftir þetta og voru framherjarinir Tó Madeira og Cedric Roussel iðnir við að skora mörk og einnig voru varnarmennirnir Ibrahim Said og Cristian Panucci ásamt þeim Toni Kallio og Sean Connely eins og einn klettur í vörninni.
Tímabilið gekk áfram vel og fyrr en varði var ég kominn upp í toppsætið með örugga forystu á Covenry þegar einungis 7 leikir voru eftir. En allt í einu meiddist Michael Oaks og hinn markmaðurinn, Marlon Beresford hætti í láni og fór aftur til Middlesbrough. þá varð ég að finna mér markmann í hverlli og fékk(ótrúlegt en satt) Sander Westerweld í láni frá Liverpool og einnig keypti ég Andreas Isaksson á 400k. Westerweld fór í markið og stóð sig einstaklega vel það sem eftir var af tímabilinu.

ég endaði tímabilið með örugga 8 stiga forystu á Coventry sem fór beint upp með mér en sætið um playoffið fór til Millwall. Toni Kallio endaði sem fan player of the year og ég var valinn manager of the year.

Kem vonandi með framhald seinna.

Thorskur:)
ViktorXZ