TCM gagnrýni Þar sem að mikið hefur verið rætt um TCM hér undan farið ætla ég að koma með mitt review á þennan leik :)

Jæja. Fyrst að allir voru byrjaðir að tala um tcm þá keypti ég mér hann og byrjaði að spila. Þar sem að þessi leikur er gjörsamlega böggaður til andskotans (tæknilega séð) þá hef ég ekki getað spilað þennan leik eins og ég vildi og því ekki komið með eins gott review og ég hefði viljað (það getur því verið að ýmislegt sem ég kvarta yfir að sé ekki til staðar gæti einmitt verið þar o.sv.fr.).

Í fyrsta lagi þá er TCM (eins og flestir hafa gert sér grein fyrir) töluvert detail-eraði á ýmsum sviðum og virðist miklu flottari við fyrstu sýn. Allan andskotann er hægt að gera í þessum leik, þú getur ákveðið allt sem að viðkemur stjórn klúbbsins, allt frá leikskipulaginu til miðaverðins. Allt sem þú gerir hefur áhrif á liðið og hversu mikið aðdáendurnir styðja þig.

En þrátt fyrir allt þetta fína dót er þessi leikur svo langt á eftir cm3 í mörgum sviðum (og pælið í því að cm3 er 4 ára gamall). Text mode-ið t.d. er ekki nálægt því nógu nákvæmt eins og cm3 engine-ið og upplýsingarnar sem þú færð um leikmenn þína miklu minni. T.d. Er í cm3 gefinn einkunn frá 1-20 um hina ýmsu möguleika leikmannsins en í TCM er bara talað um hversu góður hann sé í örfáum hlutum. 3d mode-ið er jú ósköp kúl, en bara í fyrstu leikjunum, síðan verður það hundleiðinlegt að glápa á leikmennina spila Fifa 2002 allan daginn (Fifa 2002 var hörmung).

Því miður get ég ekki farið dýpra í leikinn í þessari grein vegna þess að ég hef svo litla reynslu af honum en þessi litli spilatími hefur sýnt mér hvað TCM er í raun og veru. TCM er eins konar fancy útgáfa af Cm3. Allt sem að gerði cm3 að svo góðum leik hefur verið tekið inn í þennan leik og allt ýkt svo mikið að það mistekst gjörsamlega. Í miðjum skilaboðum um að nýji Press room-ið sé í byggingu og að Wiltord hafi gifst kærustunni sinni gleymir maður einfaldlega kjarna málsins, að stýra liðinu. Allur sá tími sem að fór í skemmtilegar leikmannaleitir og leikkerfauppstillingar eyðist í að tala við þunglynda leikmenn og að rembast við að verða vinsælli hjá aðdáendunum. Sama hvað hver segir, þá finnst mér þessi leikur vera langt að baki cm3 sem knattspyrnustjórahermir.

Svo að ég setji þetta upp í myndlíkingu fyrir ykkur þá getum við sagt að cm3 sé eins konar Volvo eða Toyota. Kannski ekkert rosalega flottir en samt vel gerðir bílar og skemmtilegir í akstri. Á meðan líki ég TCM við Ferrari eða Porsche. Gífurlega flottir að utan, en virkilega óþægilegt að sitja inn í þeim og þeir eru svo flottir að maður gleymir kjarna málsins, hversu þægilegt sé að aka þeim.

En þegar öllu er á botninn hvolft á alls ekki að líkja þessum leik við Cm3, honum á að líkja við Cm4. Og jafnvel þó að ekkert hefur komið út um CM4 get ég sagt að ég sé 99% viss um að hann eigi eftir að vera margfallt betri en TCM. Þessi leikur minnir mig soldið á player manager leikina sem að komu út þegar cm3 tafðist. Allir voru þeir rosaflottir, miklu betri en cm2 en áttu aldrei möguleika í cm3 og það er akkurat það sem er að gerast núna.



Með fyrirvara um stafsetningarvillur,
Pires-PireZ

P.s. : Fer það ekki í taugarnar á neinum öðrum en mér að leikurinn skuli vera skamstafaður TCM? Þið vitið CM -> TCM.
Æji bara smá pæling :)
Anyway the wind blows…