Það virðist vera svo að alltaf þegar mér gengur illa í Champ þá dettur mér alltaf í hug að skrifa grein um það, en kannski er það út af því að mér vantar ráðgjöf frá þeim sem eru betri í cm en ég.
En eftir að ég skrifaði fyrstu <a href="http://www.hugi.is/cm/greinar.php?grein_id=52077 /"> greinina mína <a> þá fékk ég góðar ráðleggingar frá cm spilurum hér en þær ráðleggingar hafa ekkert að gera með hvað er í gangi núna.
Ég er á fyrsta tímabili (2001-2002) með Liverpool og ákvað það að prófa að kaupa Tó Madeira því að ég hef aldrei keypt hann áður eða aldrei prófað hann áður svo að ég ákvað að reyna á það. Allt í lagi með það. Og svo tók ég í notkun kerfið hans wbdaz sem á að hafa gert mjög góða hluti fyrir hann. En það bara gengur ekki neitt hjá mér núna og hef ég tapað fleiri leikjum í deildinni en unnið og ég veit ekkert hvað ég á að gera. Það er ekkert að ég hef ekki keypt góða leikmenn en ég byrjaði á að kaupa,
Tó Madeira (2 millur)
Julius Aghahowa (5 millur)
Taribo West (free transwer)
Abel Xavier (3.5 millur)
Niclas Alexanderson (2 millur)
Cherno Samba (2 millur)
en svo seldi ég
Michael Owen (17 millur) sem er ótrúlegt að ég hafi ákveðið að selja hann því að ég dýrka hann í alvöru lífi,
Jamie Redknapp (3,9 millur)
Patrick Berger (3.9 millur)
Mér finnst þetta vera mjög sterkt lið og hefur Tó Madeira virkað mjög vel hjá mér en er með 10 mörk í 12 leikjum en ég veit ekki hvað ég að gera með hann. Á ég að byrja að nota hann strax eða á ég að þjálfa hann fyrst. Ef ég á að byrja á því að þjálfa hannn hvernig. Það er eitt sem ég er aldrei viss hvernig ég að að gera. Og svo að það Cherno Samba sem svo margir cm spilarar segja að verði svo geggjað góður eftir einhver tímabil. Hvernig á ég að þjálfa hann.

Ég vona að þið getið ráðlagt mér hvað ég á að gera og vona að þið haldið ekki að ég sé einhver ömó cm spilari út af því hversu illa gengur þegar ég skrifa grein hér.

P.S
Það eru öruglega einhverjar stafsetningavillur hér kannki einhverjar í nöfnun og biðst bara velvirðingar á þeim.