að það byði einkaþota eftir mér á Keflavíkurflugvelli! Ralf Ragnick stjóri Hannover 96 hafði verið rekinn og ég var beðinn um að taka stöðu hans, mér fannst þetta spennandi verkefni, ég hafði nú aldrei farið til þýskalands þannig að ég sagði “já” og stökk upp í einkaþotuna og flaug til Hannover. Þegar ég var mættur á svæðið skoðaði ég leikmannhópinn og sá að ég hafði nokkra áhugaverða leikmenn innanborðs en ég vissi að ég yrði samt að versla eitthvað. Stærsta nafnið sem ég sá var Fredi Bobic og ég var vissum að hann átti eftir að koma að góðum notum og síðan sá ég að ég væri með Conor Casey sem er mjög efnilegur hægri kantmaður. Stefnan er að halda mér í deildinni!!!

Ég ætlaði að reyna að fá einhverja unga og góða og efnilega líka leikmenn og einhver jaxl með. Fyrsti leikmaðurinn sem ég keypti var Andrey Milevskiy, hann er 24 ára rússi (belarusian tilheyrir rússlandi) hann átti að sjá um vinstri bakvarðarstöðuna. Síðan skellti ég mér til portúgals til að sjá æfingarmót, þar heillaðist ég að 18 ára framherja frá portúgal sem heitir Hélder Postiga, ég keypti hann á 425K og bað hann um að koma með mér til þýskalands. Síðan fékk ég Hollendinginn Regillio Vrede frítt, hann átti að styrkja vörnina. Aðstoðarmaðurinn minn var í fríi í svíþjóð, hann fór á einhvern fótboltaleik og hringdi í mig og sagði mér frá Kristian Bergström, hann er vinstri kantmaður Norrköping og hann sagði að hann minnti á Giggs þannig að ég sagði honum að kaupa hann og senda hann til þýskaldands. Síðan var ég nokkuð vissum að Jörg Sievers hinn 35 ára gamli þýski markmaður myndi ekki duga mörg ár í viðbót í markinu þannig að ég keypti einn annann portúgala sem var eins og köttur í markinu í einum æfingarleiknum, hann heitir Hugo Pinheiro og er tvítugur! Síðan fékk ég franskan hægri kantmann að nafni Ibrahim Ba frítt. Svo vantaði mér AMC þannig að ég keypti Emmanuel Osei Kuffour frá Hearts of Oak, hann er 25 ára og frá Ghana. Síðan seldi ég Jiri Stajner til Hertu Berlin á 4,9m!!! Þegar ég kom heim frá portúgal fór ég að horfa upptökur af leikjum með Metrostars og sá þar leikmann að nafni Donovan sem var núna á free transfear svo að fékk hann frítt!!! Síðan fékk ég annan svía sem aðstoðarmaðurinn minn keypti og það var Tommy Jönsson, varnarmaður úr Halmstad. Nú var ég orðinn sáttur við liðið mitt í bili. :)

Ég átti Dortmund í fyrsta leik á heimavelli í deildinni.
Er með 4-4-2 Attacking

Postiga Bobic

Bergström Konstantinidis Donovan BA

Milevskiy Jönsson Vrede Lucic
Pinheiro (GK)

Bobic er captin (fyrirliði)

1-3 tap, Konstantinidis með markið fyrir Hannover, Dortmund skoraði 2 mörk úr vítum. Pinheiro fékk rautt á 81 min.

Kaiserslautien var næst á útivelli, Sivers fór í markið í staðin fyrir Pinheiro, Lala fór á kantinn í staðinn fyrir Ba, Backhaus fyrir Donovan og Idriusso í sóknina í fyrir Postiga.
slakur leikur minna manna, 4-1 tap, Lala með markið.

M´gladbach á heimavelli! Ég á að geta unnið þá, set í 4-3-1-2 nAkAnO* kerfið!!!
Vann auðveldan 5-0 sigur, Kuffour með þrennu í fyrsta leiknum sínum, Bobic 1 og Zuraw 1.

hinn ungi og efnilegi skoti, Mark Kerr er kominn.

næst var Wolfsburg á útivelli!!
vann 3-1, Donovan með 2 og Bobic 1

útileikur gegn utandeildarliðinu Reinickendorf í bikarinum!
6-0 sigur, Donovan 2, Kerr, Kuffour, Bobic og Zuraw eitt mark hver.

Werder Bremen á útivelli, Kuffour ekki með vegna meiðsla.
3-0 sigur, Kerr, Bobic og Donovan með mörkin!!!

Vann Schalke 2-1 á heimavelli, Milevskiy úr víti og Jönsson með mörkin. Var einum fleiri mest allan leikinn!!!

Herta Berlin á útivelli nuna
Vann 2-1, Zuraw og Casey með mörkin, þetta er ótrúlegt!!!!

Vann Cottbus 4-1 á heimavelli, Casey 2, Bobic og Zuraw eitt hvor, ótrúlegt hvað Zuraw skorar, hann er miðvörður!!! Hann er kominn með 4 mörk í 7 leikjum!!!
Ég er í 3 sæti. :)

Ég ætla að hlaupa yfir smá kafla. Én ég datt út í 8 liða úrslitum í bikarinum eftir hörku leik gegn Wolfsburg á útivelli, tapaði 2-1 þar.

Síðan seldi ég Fredi Bobic á 7 millur til Celtic, hann vildi fara þegar mörg lið fóru að bjóða í hann. Og Tó Maderia er kominn. Það er kominn Mars núna og maður er farinn að hugsa sig um hvert maður eigi að skella sér í sumarfrí en hinsvegar er ég búinn að tryggja mér þjónustu þriggja leikmanna á komandi leiktíð, ég fæ Isaak Okoronkwo sem er frá Nigeríu og hann er sterkur varnarmaður og hann kemur úr liðinu Shakhtar, Maxim Tsigalko frá Dinamo Minsk, hann er rússi (belarusian) og mikill markaskorari. Og síðan hinn gamal reyndi Romario sem maður hafði nú fylgst vel með á yngri árunum á klakanum.

Eftir 26 leiki er Hannover 96 í 4 sæti sem er alveg frábært og ég vil helst ekkert lenda ofar því að ég vil byggja liðið hægt og vel upp, óþarfi að taka of stórt skref í einu.

Ég á næst Rostock á heimavelli, þeir eru í 11.sæti!!!
Vann auðveldan 4-0 sigur, Kuffour með 2 og Madeira og Donovan með 1 mark sitthvor. Donovan maður leiksins með 10 eins og Kuffour, Casey lagði upp 2 markanna. Góður sigur!!!
Kuffour er markahæstur í liðinu með 15 mörk í 20 leikjum.

Núna er það Leverkusen á útivelli, þei eru í 3 sæti, þetta er einn af erfiðustu leikjunum á leiktíðinni.
Mendieta kemur Leverkusen 1-0 yfir á 23 mín, 1-0 undir í hálfleik. 2-0 tap, 1 mark dæmt af Madeira vegna rangstöðu.

Þá er það Bochum á heimavelli, Hannover á að geta tekið þá léttilega. Vann 2-1 með tveimur mörkum frá Kuffour.

Ég á 5 leiki eftir af deildinni, 3 heimaleiki og 2 útileiki, og þeir eru nokkuð léttir held ég.

Náði 3-3 jafntefli gegn HSV á útivelli þrátt fyrir að Kerr hafi fengið rautt í fyrri hálfleik og Pinheiro varði vítaspyrnu á 88 min! Bugri, Postiga og Kuffour skoruðu mörkin fyrir mig.

Vann Nurnberg á heimavelli í miklum markaleik 5-3, Donovan setti 2, Postiga, Kuffour og Casey eitt mark sitt hvor!

Stuttgart á heimavelli, þeir eru á botninum og löngu fallnir. Þeir eru með 11 stig, (unnið 1 og gert 8 jafntefli)
Vann 6-0, Kuffour með 2, Cherundolo með 2 og Vrede og Bugri 1 mark sitthvor.

Þá er það síðasti útileikurinn gegn 1860 Munchen. tapaði 1-0

Þá er það síðasti leikurinn á leiktíðinni á heimavelli gegn Bielefeld. Þeir eru í 16 sæti. Vann 5-3, Kuffour 2, Donovan, Postiga og Konstantinidis með 1 mark hver.

Endaði í 4 sæti með 66 stig, Vann 20, 6 jafntefli og 8 töp, markatalan er 86-54. Mjög sáttur með þessa leiktíð!!!!

Ég fékk 3 millur fyrir að lenda í 4 sæti sem var fínt. Síðan verð ég í UEFA CUP sem verður spennandi verkefni en ég stefni á 16 liða úrslit og allt betra en það er frábært. Ég stefni á 4 efstu sætin í deildinni. Kuffour var kosinn Fans Player of the year hjá liðnu og það kom mér ekki á óvart því að hann lék mjög vel og var markahæstur í liðinu með 23 mörk í 27 leikjum og hann var 4 markahæsti leikmaðurinn í deildinni. Völlurinn var stækkaður um 11418 sæti og hann tekur þá 61836 áhorfendur, 50418 í sæti. Það var ágæt aðsókn á síðustu leiktíð en mun væntanlega vera meiri núna. Síðan fékk ég 5 millur í sjónvarpstekjur og þá átti ég nóg pening til að versla þannig að ég skellti mér á leikmannamarkaðinn.

Ég keypti Sayed Abd El Hafiz frá Al-Ahly, hann er hann er 24 ára eygyptskur landsliðsmaður og spilaði vel á hægri kantinum með landsliðinu, það var ástæðan fyrir að ég keypti hann.

Síðan keypti ég Francis Bugri frá Dortmund sem hafði staðið sig einstaklega vel hjá mér á miðjunni þegar hann var í láni hjá mér þannig að ég keypti hann.

Síðan fékk ég Maxim Tsigalko á tómbólu prís, stal honum bein fyrir framan nefið á Leverkusen sem var að reyna að krækja í hann en ég náði honum en hann á að vera í frammlínunni með Donovan til að byrja með.

Síðan fékk ég Nígeríska varnarmanninn Isaak Okoronkwo frá Shakhtar á 2,9m og ef ég ekki að hann á eftir að styrkja vörnina til muna.

Næst þurfti ég að styrkja miðjunna og áhvað að reyna að fá einhverja sambatakta, ég reyndi að fá hinn sterka Rochemback frá Barcelona og mér tókst það, ég þurfti að punga út 4,7 millum fyrir hann og ég sé ekkert eftir því.

Mér fannst að ég þyrfti að fá einn annan varnarmann í viðbót til að styrkja vörnina enn meira og þar varð Ibrahim Said fyrir valinu, hann er líka egypti og kom úr liðinu Al-Ahly, hann er 22 ára varnarmaður.

Síðan sá ég að það vantaði markmann í varaliðinu því að einn markmaðurinn fór á free transfear, vildi ekki semja þannig að ég skrapp til portúgals í einkaþotunni og horfði á nokkra æfingarleiki og áhvað að bjóða leikmanni að nafni José Moreira sem er leikmaður Benfica að koma með mér til þýskalands og hann var til í það, skrifaði undir nokkra pappíra og kom upp í flugvél og flugum aftur til Þýskalands.

Síðan seldi ég Ibrahim Ba til Schalke á 6,75m.

Þá er leiktíðin að byrja, tek 2 æfingarleiki og sá fyrri er gegn M´gladbach á heimavelli.
Liðið var stillt upp svona: 4-3-1-2 nAkAnO

Donovan Tsigalko

Kuffour

Bugri Rochemback Casey

Milevskiy Said Okoronkwo Cherunlodo

Pinheiro (GK)

Vann 3-1, Kuffour, Okoronkwo og Tsigalko með mörkin, Conor Casey maður leiksins með 9.

Þá er það æfingarleikur gegn Duisburg á heimavelli, þei eru í 2 deild. Sayed Abd El Hafiz leikur í staðin fyrir Casey. Vann 3-1, Tsigalko, Said (pen) og Rochemback með mörkin. Tsigalko maður leiksins með 9

Kem með framhald síðar!!!!
BloOdDeAleR - Bluddy - GigaBytE