Ég er að stjórna Ipswich Town í fyrstu deildinni(er með update). Ég vissi að ég yrði að styrkja liðið ef ég ætlaði að komast upp strax, það voru nokkrir góðir leikmenn fyrir, Holland, Peralta, Reuser, Marcus Bent, Marcus Stewart.

Ég byrjaði á því að kaupa Andrey Milevskiy, hann er 24 ára rússi, hans hlutverk var að taka við Hermanni í vinstri bakverðinum. Hann kostaði 500K. Síðan keypti ég 2 sóknarmenn fyrir 1m, það voru Tó Madeira og Maxim Tsigalko, þá sá ég að ég hafði ekki lengur not fyrir Marcus Bent svo að ég seldi hann til Man City fyrir 8,5m. Síðan vantaði mig markmann til að taka við af Andy Marshall, ég vissi voðalega lítið um Andy þannig að ég keypti hinn unga
Hugo Pinheiro sem átti eftir að reynast mér vel. Síðan seldi ég nokkra leikmenn sem voru ekki í framtíðar áformum mínum. Síðan vildi ég kaupa varnarmenn, því að ég ætlaði að búa til unga og góða vörn með einum jaxli með. Ég keypti 3 varnarmenn á 8 dögum, það voru Ibrahim Said, 22 ára egypti frá Al-Ahly fyrir 1,3m
síðan var það svíinn Teddy Lucic frá AIK fyrir 500K og að lokum Vladimir Sorochinskiy frá Kazhakstan, hann kostaði líka 500K
frá Slavia Mozyr. Síðan vildi ég fá hægri kantmann, það var svíinn Kennedy Bakircioglu frá Hammarby fyrir valinu, hann kostaði 750K. Og þá var það fyrsti leikurinn. Hann var á móti Crystal Palace á útivelli. Liðið mitt var skipað svona: 4-4-2 Pinheiro(GK), Milevskiy(DL), Sorochinskiy og Said(DC), Lucic(DR), Le Pen(ML), Wright og Holland(MC), Bakir(MR), Stewart og Madeira(SC).
Ég tapaði leiknum 1-0. Síðan fannst mér að liðinu vantaði 1 sóknarmann í viðbót, ég fann Marcus Allback í Aston Villa sem stóð sig vel á HM í sumar með svíum, ég bauð 4,9m í hann og ég
fékk hann. Síðan vildi ég fá einn miðjumann til að hafa hliðin
á Holland, Mark Kerr var efstur á óskalistanum, ég fékk hann fyrir 1,5m frá Falkirk. Síðan vann ég 14 leiki í röð í deildinni.
Allann tímann var Derby alltaf 1-3 stigum á eftir mér, það var ekki fenar í 17 umferð sem ég náði meira en 3 stiga forksoti. Það var þegar ég vann Derby á heimavelli 1-0 með marki frá Reuser. Það má segja að þetta hafi verið hörku spennandi allann tímann.

Síðan seldi ég Marcus Stewart til Arsenal fyrir 9m og ég keypti Krisian Bergström frá Norrköping fyrir 500K og ég fékk Grégory Vignal að láni frá Liverpool. Vélin fór að ganga aftur og
ég er núna í 1.sæti eftir 37 leiki með 13 stiga forskot á Derby og ég á leik til góða á flest liðin, ég er búinn að tryggja mér sæti í úrvaldsdeildinni á næstu leiktíð.

Besta lið sem ég get haft að mínu mati er þetta: 4-4-2 Attacking

Tsigalko Allback

Bergström Kerr Holland Bakircioglu

Vignal Sorochinskiy Said Lucic
Pinheiro(GK)
BloOdDeAleR - Bluddy - GigaBytE