Ég var í langþráðu fríi á Íslandi þegar ég fékk tilboð frá Deportivo de la Coruna. Ég var ekki lengi að taka boðinu því það hafði verið lengi draumurinn að þjálfa á Spáni.Ég var þá annar Íslendingurinn sem þjálfar á Spáni á eftir Sigurði Þorláksyni.Ég stytti fríið mitt, og hætti við blaðaviðtalið við morgunblaðið og tók fyrstu vél til Spánar. Ég byrjaði á því að kaupa Tó madeira á 250k og Franco costanzo á 3,8millur. Ég rak Melo aðstoðar þjálfarann minn og réð gamlan vin í staðinn hann Giorgos Pomaski í staðinn. Reyndar fékk ég líka Taribo West á free transfer en vegna ,,transfer dedline“ þá fekk hann ekki að koma fyrr en 15. Des.
Vináttuleikirnir fóru illa, ég vann AaB 1-0 og tapaði á móti FC. Kobenhavn og AB. Fyrsti leikurinn í deildinni var orðinn staðreynd, hann var á móti Valencia á mínum heimavelli,Ég stillti upp 2-1-4-1-2 Roy Makaay skoraði tvö mörk og Diego Tristán eitt, Valencia skoraði á 56 min, en sigur minn var staðreynd, ég fyrsta leikinn vann 3-1 og varnarmaðurinn minn, Goran Djorovic var maður leiksins. Mér gekk vel fyrstu leikina og eftir 14 leiki þá var ég búinn að vinna 11, gera 1 jafntefli og tapa 2.
Í Champions cup lenti ég í riðli með Leverkusen, Lokomotiv Moscow og Nantes. Ég fór nokkuð létt með þann riðil, jafn Leverkusen að stigum með 13 stig. Og í seinni riðlinum lenti ég með Parma, Juventus og Fc Bayern.
Þótt ég hafi ekki búist við því þá komst ég uppúr þeim riðli, ég endaði efstur með 10 stig 2 sigra og 4 jafntefli. Ég komst áfram úr áttaliða með 2 sigrum á Schalke 04, En í fjagra liða úrslitunum þá tapaði ég á móti erkifjendunum á Nou camp, Barcelona. Í spænska bikarnum þá tapaði ég í fjagraliða úrslitunum á móti Barcelona. En í spænsku fyrstudeildinni þá endaði ég í öðru sæti, einu stigi á eftir Barcelona. Besti maðurinn var Roy Makaay, með meðaleinkunina 7,95, 48 mörk og 11 stoðsendingar. Hann vann ýmis verðlaun, hann var þriðji í valinu ,,world footbooler of the year” annar í ,,European footballer of the year“ hann fyrstur í ,,European midfielder of the year” hann var markahæstur í deildinni og svo var hann valinn ,,Spanish player of the year“, gott ár hjá honum. Markaskorarnir stóðu sig líka vel, Tó Maideira með 29 mörk og Diego Tristán með 17. Þeir lentu í öðru og þriðja sæti í ,,European striker of the year”. Svo vann varamarkmaðurinn minn José Francisco Molina ,,European goalkeeper of the year“. Ég lenti svo auðvitað í öðru sæti í ,,Spanish Manager of the year”. Ég seldi reyndar líka 8 menn, 6 á free úr varaliðinu og nuno á 4,7 millj. og César á 10 millj. samtals 14,7 millj.