Eins og Mac2 gerði á sínum tíma þá ætla ég að senda inn grein núna þar sem að hinn 16. ágúst verð ég búinn að vera admin hér í mánuð og fara aðeins yfir stöðuna með ykkur.

Þennan undanfarna mánuð hef ég nú aðhafst fátt á meðan ég var aðeins að læra tökin of hef frekar einbeitt mér að því að vera virkur í svörum á korkum og greinum. En núna hefði ég hugsað mér að vera aðeins meira áberandi og fara að vinna í áhugamálinu okkar hérna :)

Ég er að vinna í því að fá pláss á static.hugi.is (bíð eftir svari frá Vefstjóra með það) og ef að ég fæ það í gegn þá má búast við því að dowload kubburinn okkar stækki til muna, þar sem að við höfum ekkert svæði núna fyrir okkur þá er kubburinn okkar allt of lítill til þess að sæma alvöru cm síðu. Ef að svo óheppilega vildi til að við fengjum ekki þennan aðgang þá hef ég auga á einu svæði sem að er frekar lítið en það yrði það eina sem við ættum og yrði að duga. Það sem við græðum á því að hafa stórt og gott svæði er að þar gæti ég getum við geymt fullt af tactics,shortlists,patch og skjáskotum og gert linka hér. Ég myndi geta uppfært skjáskotið, en ég hef verið gagnrýndur fyrir að það sé ekki uppfært (athugið að ég hef alrei fengið sent neitt skjáskot).

Einnig er það fram undan að ég ætla að setja í gang smá keppni milli okkar cm hugara. Við erum ekki að tala um einhverja netspilun, heldur hver hefur fengið flest stig í leiknum. Það sem þarf að gera til að vera með í keppninni er að taka screenshot af Hall of Fame glugganum sem að sýnir bestu stigatöluna sem þú hefur náð í cm. Síðan myndum við gera okkar eigið Hall of Fame. Ok, þetta er nú engin rosakeppni en þetta ætti nú að lífga eitthvað við er það ekki? Ég segi betur frá þessu með korki á næstu dögum.

Svo er nálgast alltaf stóra stundin sem að við höfum beðið eftir, útgáfa Cm4. Ég er núna að skipuleggja smá húllumhæ í kringum það í samvinnu við Vefstjóra en vil ekki segja meira um það að svo stöddu sökum þess að það er ekki 100% að ég fái allt sem ég vil í gegn.

Nú nýlega sendi ég inn könnun um hvort að adminar væru að standa sig hér þar sem að um 30% sagði nei. Mér finnst þetta nú heldur hátt hlutfall og langar mig að vita hvað sé að. Ég tek allri gagnrýni en alls engu skítkasti!

En annars verð ég bara að segja að ég hef notið þess að vera admin og ætla ég mér að halda áfram að gera gott áhugamál betra, en til þess verð ég að fá ykkar hjálp. Þið veitið hjálpina með því að vera virkir og senda inn greinar, kannanir, myndir, korka og vera bara umfram allt skemmtilegir við hvorn annan. Ekki vera hræddir með að koma með nýjar hugmyndir eða fyrispurnir, annað hvort sendið þið mér skilaboð eða spyrjið á korkinum ef að svo ber við. Ef að við getum þetta þá verður samfélagið okkar hér frábært :)

Kveðja,
Pires-PireZ

P.s. Wbdaz á að vera admin, en hann er ekki sýndur sem slíkur í stjórnendaglugganum, ertu hættur wbdaz? Ef svo er, koddu aftur! :þ
Anyway the wind blows…