Eg ákvað að vera með save í efstu deild svona aðeins til tilbreytingar og valdi vestur skinkuna eða West Ham.

Eg byrjaði að gera kaup og keypti Gareth Barry af Aston Villa á 7.75mill. og í þessi mund seldi ég gamlingjana Paolo Di Canio og Don Hutichon samtals á 8mill. til Sunderland og coventry og seldi líka Paul Kitson til Sheff Wed á 2.3mill.

Eg var að fara að keppa við Chelsea á útivelli og tapaði fyrir þeim 2:1 og Hasselbaink og Eiður með sitthvort markið og Joe Cole með markið hjá mér. Eftir þann leik breytti ég taktík minni úr 3-4-3 í 4-4-2 og seldi Trevor Sinclair til Alaves á 4.5mill og líka Fredrik Kanuté til Lille fyrir 7.25mill og ég fór á markaðin en fann engan svaka góðan þannig að ég ákvað bara að kaupa hinn magnaða Djibril Cisse á 4mill næsti leikur var á móti Blackburn á heimavelli og ég fór létt með hann 3:0 og Cisse með eitt og Defoe með tvö. Eg hafði ekkert að gera með Shaka Hislop sem komst ekki á bekkin út af hinum unga Stephen Bywater sem gat vel sannað að hann væri betri svo ég seldi Hislop til Millvall á 2mill.
næsti leikur var á móti Newcastle á heimavelli og leikurinn fór 3:2 mér í hag og Cisse,Defoe og Repka(pen) með sitthvor mörkin og Shearer með tvö mörk. Þar sem ég var komin nokkuð í plús í peningamálum ákvað ég að skella mér á markaðin og ég keypti David Prutton frá Nott'm Forrest á 5mill og hafði hann sem hægri kant í stað Titi Camara sem var ekki að standa sig nógu vel. Núna var é ég að fara að keppa á móti sterku liði Middlesbrough á útivelli sem var búin að vinna alla leiki sína fram að þessu og ég vann 1:0 og það Cisse sem skoraði enn og aftur ég var nú í 3 sæti á eftir Man Utd og Arsenal. Eg ákvað að laga aðeins til í liði mínu og seldi Nigel Winterbourn til Burnley fyrir 300k og Titi Camara til Southampton fyrir 3.2 og eitthverja “No Name” henti ég úr liði mínu og ákvað að kaupa Isaak Oroknowo(eitthvað svoleiðis) frá Shakthar fyrir 950k og þurfti reyndar að bíða og sjá hvort að hann fengi Work Permit. Það var verið að draga Deildarbikarnum og ég lenti á móti Cardiff City. En núna var ég bara að einbeita mér í næsta leik og það var á móti gömlu félögum Barry's Aston Villa á heimavelli það var reyndar ekkert spennandi leikur því þeir náðu bara einu skoti að marki og það var útaf þannig að ég vann örugglega 4:0 og Barry með eitt og Defoe með þrennu.
Nú var ég komin í 2 sætið því Arsenal tapaði á móti Man Utd 1:0 og var fyrir aftan Man Utd sem var með 1 stig fyrir framan mig. Núna var ég að fara að keppa á móti botnliðinu Derby ég hélt að það var alltof létt og viti menn ég tapaði 4:3 og Malcom Cristie með þrennu og Ravanelli með eitt. Sem betur fer gerði Man Utd jafntefli við Chelsea og var bara með 2 stigum fyrir neðan mig.
Svona hélt þetta áfram þangað til það voru 5 leikir eftir og það var við Chelsea (úti),Arsenal(úti),Leeds(heima),Derby(úti) og Sunderland(heima). Eg var í 2 sæti á eftir Man Utd með 4 stigum á eftir þeim og þurfti mikið til að vinna deildina. Eg var búin að gera nokkur transfer var búin að kaupa hinn unga Eldar Hadzimehmedovic,Enrique Esterbaranz,Geremi og Franco Costanzo á 10.5mill samtals og selja David James á 4mill til Ac Milan. Núna var ég að fara að keppa við Chelsea og ég skipaði lið mitt svona Gk-Franco Costanzo,Dl-Gareth Barry Dr-David Prutton,Dc-Isaak Oroknowo,Dc-Ragnvald Soma,Mr-Eldar Hadzimehmedovic,Ml-Joe Cole,Mc-Enrique Esterbaranz,Mc-Geremi,Fc-Djibril Cisse,Fc-Jermaine Defoe.
Leikurinn fór 1:0 mér í hag og Joe Cole skoraði úr vítarspyrnu á 79 mínótu og Man Utd gerði jafntefli við Arsenal 1:1 og þá voru bara 2 stig á milli okkur. Síðan leikurinn á móti Arsenal hann fór 1:1 og Cisse og Pires með mörkin og sem betur fer tapaði Man Utd á móti Middlesbrough 1:0 svo það munaði aðeins einu stigi á milli okkar. Það má segja að við vorum búnir að stinga af við Manchester.
En við ötluðum okkur að vinna deildina svo við gerðum okkur lítið fyrir og unnum Leedsaranna 3:0 og Defoe með þrennu og Man Utd vann Ipswich 1:0 og þá var Cisse að fara í bann vegnra nokkra gulra spjalda svo ég dreif mig og keypti Joao Paiva á Free Transfer og lét hann beint í byrjunarliðið. Nú var leikurin að byrja ég var mjög spenntur því ég tapaði fyrir þeim seinast og viti menn ég var 1:0 undir í fyrri hálfleik og það var hinn magnaði Cristie sem skoraði þrennu á móti mér búin að skora og í seinni hálfleik lét ég mína menn fara meira fram og lét Hadzimehmedovic í frammlínuna og spilaði 4-3-3 og síðan var vítarspyrna og Carboni fékk að líta rauða spjaldið og Joe Cole jafnaði metin og síðan kom Geremi og innsiglaði sigur með marki sínu. Man Utd tapaði sínum leik á móti Leeds 3:0. Eg var komin á toppin og Man Utd 2 stigum fyrir aftan mig ég þurfti bara að gera jafntefli eða vinna til að hampa enska meistara titilnum því ég var með betri markatölu.
Eg var að fara að keppa við 12 sætið Sunderland og United á móti Derby. Leikurinn á móti Sunderland var að byrja ég komst strax yfir á 3 mínótu með marki frá Cisse og það hélts alveg til 89.mínótu þar sem Costanzo fékk rautt spjald og vítarspyrna sem betur fer var ég ekki búin með allar skiptingarnarsvo ég lét Bywater inná og hann gerði sér lítið fyrir og varði vítið frá Paul Ince. Þarna var ég búin að vinna enska meistaratitilin frá United-mönnum sem unnu Derby 6:1.
Þetta var reyndar eini titilinn sem ég vann á tímabilinu.

Kveðja Cisse