Ekki hægt að hætta í fótboltanum: Metnaðurinn Vex Ekki hægt að hætta í fótboltanum: Metnaðurinn Vex
Eftir mjög góða byrjun hjá KR á fyrsta tímabili fann ég að metnaðurinn varð meiri og meiri, enn var byrjað að spá okkur titlinum og var sagt að við værum með langbesta liðið (sem var í raun ekki rétt því að Fylkir og ÍBV voru með ótrúlega breiðan mannskap). Ég vildi því ekki gefa fylgismönnum KR of miklar vonir, og sagðist því aðeins vonast eftir 3 efstu sætunum, og næla þannig aftur í evrópusæti.

Þar sem við unnum Bikarkeppnina (Irish Cup) þá byrjuðum við tímabilið á Charity Shield leiknum. Ég ákvað að gera aðeins smávægilegar breytingar á hópnum, spila enn með sömu uppstillingu. Gunnar Einars var meiddur en það kom bara maður í manns stað, ég tók Sigga Örn niður í vörnina og gaf Sissa Júl tækifæri í Defensive Midfieldernum, en hann fékk aðeins nokkur tækifæri tímabilið áður vegna þess að vörnin var að standa sig með stakri prýði.

Andstæðingar okkar í C.Shield leiknum voru meistararnir frá eyjunum, við áttum því harma að hefna, en við höfðum allt í okkar hendi í deildinni nokkrum mánuðum áður, en klúðruðum því og urðum að láta okkur bikartitilinn nægja.
Leikurinn byrjaði vel, Sissi kom okkur yfir á 21. mínútu og var staðan þannig í hálfleik. En þeir komu tvíefldir til leiks í seinni hálfleik og unnu leikinn með 2 mörkum gegn 1.

Ekki var nóg að við töpuðum leiknum gegn þeim í góðgerðarskildinum, heldur fórum við þangað viku seinna í fyrsta leiknum í deildinni, töpuðum honum einnig, við komumst yfir en þeir voru seigir Vestmanneyjingarnir, og unnu 2-1.
Ég stóð upp á fæturna, settist aftur upp á hestinn, þrátt fyrir að hann væri búinn að henda mér tvisvar af baki, neitaði að gefast upp. Aðdáendur KR voru farnir að kvarta, á spjallsíðum KR á netinu voru menn farnir að efast um hæfileika mína sem framkvæmdastjóri, sögðu m.a.: “hann var frábær leikmaður, en í guðs bænum, hann getur ekkert sem þjálfari! Hvað er þetta? Hann er bara enn einn leikmaðurinn sem reynir fyrir sér sem þjálfari en hann ætti að gera það annars staðar, ekki láta hann rífa þetta félag niður! Í guðanna bænum” .
Já, menn voru fljótir að gleyma því að ég reif liðið upp í 2. sætið á síðustu leiktíð, vann bikarkeppnina og var kosinn “manager of the year 01/02”.
Ég leiddi allt neikvæða talið um mig fram hjá mér og gekk með miklum undirbúning í leik gegn Keflavík, leik sem gæti verið minn síðasti!
Ég breytti liðinu ekkert og við náðum forystu með marki Veigars Páls, en keflvíkingar svöruðu fljótt. Áhorfendurnir voru farnir að púa á liðið enda miklar væntingar, við á heimavelli á móti liði sem var spáð fallbaráttu. En á 89 mínútu fengum við víti og tók Móði vítið, hann skoraði og tryggði mér (a.m.k.) nokkra daga í viðbót í starfinu.
Við töðuðum ekki í deildinni í næstu 10 leikjum. Duttum út úr EUFA Cup á móti Newcastle (unnum annan leikinn!!) duttum út úr league cup á móti ÍBV (það gekk bara ekkert á móti þeim). En við vorum stutt fyrir aftan þá í deildinni.
Okkur gekk ótrúlega vel á seinni hlutanum og enduðum með 84 stig, en Fylkir endaði í 2. sæti með 68 stig, töluvert fyrir aftan okkur. En það sem meira er, að markatalan okkar var sko alveg ásættanleg: 116 – 45 !!!
Við komumst í úrslit bikarkeppninnar annað árið í röð, og unnum töluvert öruggan sigur á spútnikliðinu Völsungi, 6-3.
Gagnrýnisraddirnar á vefsíðunum þöggnuðu og ekkert heyrðist í þeim, sem töluðu illa um mig í byrjun sumars. Ég velti því oft fyrir mér hvað hefði gerst, ef Móði hefði brennt af vítinu í Frostaskjólinu á móti Keflvíkingum.

Árangur nokkurra leikmanna:
Tó Madeira
48 leikir, 40 mörk, 17 stoðsendingar, 12 MoM, 8,46 í meðaleinkunn.
Venni (Sigurvin)
45 leikir, 22 mörk, 15 stoðsendingar, 3 MoM, 7,80 í meðaleinkunn.
Veigar Páll
45 leikir, 33 mörk, 14 stoðsendingar, 11 MoM, 8,60 í meðaleinkunn.
Tryggvi Bjarna
36 leikir, 1 stoðsending, 1 MoM, 86% passes completed. 7,50 í meðaleinkunn.

Ég fékk fyrirspurnir frá liðum í Noregi, Svíþjóð og einu liði í Skotlandi, um hvort ég væri til í að færa mig til, en ég sagðist vilja klára samning minn við KR, en ég átti eitt ár eftir. Forráðamenn KR voru ekki til í að láta mig fara þegar mér gekk svona vel, en þeir buðu mér samning upp á eitt auka ár, ég tók því og sá fram á bjartari tíma hjá KR.

En ég hef heyrt um að það sé erfiðara að verja titil en að vinna hann í fyrsta skipti, því það vilja allir vinna meistarana! Þessvegna þarf ég að styrkja mannskapinn aðeins fyrir næsta tímabil, en það verður erfitt, því aðmargir manna minna voru farnir að verða mjög eftirsóttarverðir.

Víst er að metnaðurinn vex sífellst, og einn ósigur á vitlausum tíma gæti verið örlagaríkt, ég verð að hafa einbeitinguna á fullu, allan tímann!!
I