Havre AC
 
2011 -2012
Ég ákvað að taka við Havre Athlétic club til reyna fyrir mér í frönsku deildinni, þar sem þeir eru í annarri deild og eru ekki með mikið fjármagn þá leit þetta út fyrir að vera erfitt verkefni.
 
Þar sem Cédric Daury, ákvað að hætta um sumarið vegna ýmissa ástæðna, ákvað stjórninn að reyna á óreyndan þjálfara í starfið og sjá til hvort hann gæti breytt stöðu mála þar sem metnaður félagsins var að komast upp í Ligue 1 þar sem flest lið í Frakklandi vildu vera og  kljást við Lyon og PSG og Lille í von um hagstæð úrslit.

Þann 28. Júlí 2011 var óreyndur Armenskur þjálfari ráðinn til starfa og taldi hann sig hafa þann metnað sem  Havre gerði kröfur til. Liðið sjálft var talsvert ungt og allir með franskan ríkisborgararétt og flestir ættaðir einnig frá Afríku eins og það á til að vera í Frakklandi.

Ég leit yfir hópinn til að sjá ef einhverjir virtust ekki vera í framtíðar plönum og setti þá á sölu lista til þess að reyna safna einhverju fjármagni til félagsins og fá nokkra inn, þar sem ég fékk engan pening til að byrja með, leitt út fyrir að ég myndi ekki geta styrkt hópinn. Ég seldi Yohann Rivière til AlbinoLeffe á 425.000 pund og svo seldi ég tvo aðra til Pescara og setti ég þennan pening allan í þau laun sem þyrftu að borga fyrir leikmennina sem ég átti, ég náði svo í tvö leikmenn frítt og voru það þeir Dzimtry Rekish og svo  eftir mikla baráttu við Marseille um samning  á  Malkhaz Asatiani náði ég honum. Nokkuð hissa að hann hafi ekki haldið til suður Frakklands í betra lið ,en ánægður með þessi kaup.

http://i.imgur.com/JMegd.jpg ( kaup og sölur)

 Báðir þessir leikmenn reyndust lykilleikmenn fyrir liðið, Asatiani, kom með mikla reynslu og yfirvegun í vörnina og einnig á miðjunni, og Rekish galdraði fram ýmislegt en í fyrstu þurfti ég að senda hann heim þar sem hann var með heimþrá enda hafði hann einungis spilað í Hvíta-Rússlandi og eitt tímabil í Póllandi og ekki vanur franska boltanum. Meðal aldur hópsins var einungis 21 árs þannig þetta er fremur ungt lið og ég spilaði t.d. með 17 ára gutta ( Benjamin Mendy ) í vinstri bakvörð sem var ekki svo slæmur bakvörður, vonandi  á hann eftir að gera vel í framtíðinni hann var meðal annars orðaður við Manchester City en ég vil helst ekki missa hann enda myndi hann ekki fá að spila mikið á þar sem hann er ennþá ungur ,fyrirfram voru lykilmennirnir Loïc Nestor varnarmaður og Ryan Mendès da Graca sem átti eftir að gera gæfumuninn þegar upp var staðið á tímabilinu.

Ég átti nokkra vináttu leiki til að sjá svona hvar liðið væri statt miða við önnur lið, það gékk svona upp og niður. En taldi og vonaði þegar leið á tíminn að liðið myndi finna jafnvægi og vera traustara í vörninni

http://i.imgur.com/0XuiY.jpg ( leik kerfið sem ég notaðist við)

Coupe de la Ligue ( Franski deildarbikarinn)
Havre AC hafði aldrei gert neitt mikið í deildarbikarnum enda ekki svo gamall bikar eða síðan 1995, þegar PSG unnu hann fyrst, ég drógst á móti Amiens SC í fyrstu umferð og tefldi fram mínu sterkasta liðið svona til að byrja með, þar sem Amiens voru í sömu deild, væri gott að sjá hvar liðið mitt væri statt á móti öðrum liðum, við unnum örugglega þá 3-0 og sáttur með gang mála í fyrsta leik. Því næst drógst ég móti Arles-Avignon á útivelli, eftir bragðdaufar 120 mínútur fór leikurinn í vítakeppni þar sem mínir menn  unnu 6-5 í bráðabana, ég tefldi fram aðeins veikari liði þá þar sem ég vildi einbeitta mér meir á deildina þegar hér var komið við sögu, eftir þennan sigur drógst ég mót Le Mans, þeir unnu 2-1 á mínum heimavelli eftir að Rivierez skoraði sjálfsmark í uppbótartíma, leiðinlegt að tapa leik með þessum hætti, en svona er fótboltinn. Þannig að það var ekki lengu haldið í deildarbikarnum.
 
Ligue 2 (franska önnur deildin)
Liði mínu var spáð sjötta sæti, athugið að það er ekki umspil í Frakklandi líkt og er á Englandi og  fleiri stöðum, þannig að þrjú efstu sætin fara beint upp í deild þeirra bestu.
Þeim sem voru spáð að komast upp, var RC Lens,  Monaco og Nantes.

Ég byrjaði leiktíðina gegn Angers á útivelli og gerði þar 1-1 jafntefli, ég taldi mikilvægt að tapa ekki fyrsta leik, þannig þetta voru ekki slæm úrslit ,svo mætti ég Stade Lavallois á heimavelli og marði 2-1 sigur þar, svo mættum við Amiens á útivelli, við höfðum spilað á móti þeim áður í  bikarnum, en í þetta skiptið bitu þeir frá sér og komust 2-0 yfir en við náðum svo að jafna með stuttu millibili 2-2 þar, svona gékk deildin fyrir sig jafntefli á útivelli og sigur á heimavelli þangað til að Tours gerðu jafntefli á heimavelli þá fóru hjólin að snúast og unnum við 6 næstu leiki og nokku jafntefli, í heildina litið töpuðum við ekki leik  fyrr enn í byrjun Febrúar á móti Tours sem hafði einmitt náð að krækja stig á mínum heimavelli fyrir, en skondna við það lið að þeir féllu úr deild þannig að þessi 4 stig sem þeir fengu frá mér hjálpuðu þeim ekki mikið. En lið mitt hélt samt bara áfram að sigra töpuðu tveim öðrum leikjum gegn Châteauroux og Istres, Istres kom nokkuð skemmtilega á óvart í deildinni ,þeim var spáð falli ( 20.sæti) þeirra helsti markaskorari var 37 ára gamall Alsír búi sem varð svo markakóngur með 25 mörk og enduðu þeir í fimmta sæti og ef þeir hefðu klárað sinn síðasta leik hefðu þeir komist upp um deild þar sem aðeins 2 stig skildu liðin í 3 -7 sæti. En eins og þið hafið kannski teki eftir þá var lið mitt nánast ósigrandi í deildinni og  unnum við deildinna nokkuð örugglega, með 15 stigum meira en liðið í öðru sæti.

http://i.imgur.com/tyIca.jpg ( fyrri hluti)

http://i.imgur.com/mVTmI.jpg ( seinni hluti)
 
Monaco gerðu aldeilis í buxurnar og stóðust engar af þeim væntingum sem til þeirra voru gerð og enduðu í neðsta sæti og féllu en neðar, greinilegt að mikið vandamál hafi verið þar á bæ. Lens enduðu um miðja deild,  Nantes voru nærri því en aðeins markatalan eyðilagði fyrir þeim. ég bjóst við Lens sterkari en greinilegt að erfitt er að spá um hvaða lið kæmist upp. Ég var mjög sáttur með liðið kom mér eigilega á óvart, því jafnvel ég var nánast búin að tryggja liðið upp og prófaði unga leikmenn síðustu leiki, hélt liðið áfram að vinna og stóðu strákarnir sig vel.

http://i.imgur.com/OKaOj.jpg ( Deildin)
 
Franski Bikarinn

Franski bikarinn byrjaði ekki fyrr en seint í Nóvember, liðið hafði einu sinni áður unnið bikarinn, eða árið 1959, þannig það var smá saga á bakvið þennan bikar fyrir liðið, við mættum Magenta, liði sem var frá Nýja-Kaledóníu sem er nær Nýja-Sjálands en er undir yfirráðum Frakka, og voru þeir ekki erfiðir til viðureignar unnum þá 3-0 og ég notaði unglingaliðið mitt gegn þeim. Því næst mætti ég AS Prix sem var eitthvað utandeildar lið og vann þá 3-0 einnig, svo mætti ég gegn Sochaux og þá var hægt að tala um erfiða andstæðinga ,ég marði 1-0 sigur gegn þeim, því næst mætti ég CS Louhans og vann þá 3-0 nokkuð auðvelt, svo mætti ég Orléans og vann þá einnig 3-0 auðvelt, því næst mætti ég Nantes og vann þá örugglega 2-0, hafði ekki átt erfitt með þá áður þó svo að þeir spiluðu vel. Því næst mætti ég Ajaccio úr ligue 1 í undanúrslitum og vann þá 1-0 í mjög jöfnum leik en Paul Alo‘o Efoulou skoraði eina mark leiksins. Svo var hin undanúrslitarleikurinn á milli Montpellier og Lyon, og báru Montpellier sigur 4-1 í þeim leik. Þannig úrslitaleikurinn sem fór fram á Stade de France var á milli Havre og Montpellier, ég var í raun alveg búin að sætta mig við ósigur í þeim leik þar sem Montpellier var með mjög sterkt lið og voru þeir betri aðilinn í leiknum áttu 15 skot á meðan Havre átti 6 skot, og vörnin hélt vel þó svo að að vinstri bakvörðurinn minn Mendy væri í leikbanni var ungur gutti Okinyi sem er regen og aðeins 14 ára gamall í vinstri bakverðinum og stóð sig ansi vel á móti Montpellier  og staðan var 0-0 í fyrri hálfleik svo á 50 mínútu dróg til tíðinda, Havre á aukaspyrnu á miðjunni og Rekish sendi til Asatiani, sem er felldur af Mbiwa í vítateignum og aðstoðardómarinn dæmir víti ,eftir mikil mótmæli hjá Montpellier, en Rekish steig á vítapunktinn hann hafði tekið þrjár spyrnur áður og skorað úr þeim öllum og skoraði hann örugglega í bláhornið og ánægður og vonaði að við gætum haldið út 40 mínútur í viðbót, það var beitt þungum og löngum sóknum en varnarmennirnir börðust hetjulega og á 72 mínútu dróg til tíðinda að Garry Bocaly sem hafði fengið gult spjald áður gerði sig sekan um annað brot og annað gult spjald og var þar að leiðandi rekinn í sturtu, þá létti aðeins yfir mínum mönnum og við unnum að lokum 1-0 gegn Montpellier og fyrsti bikarinn minn sem stjóri Havre kominn. Þar af leiðandi í sæti í evrópukeppninni. Þannig að ég hélt hreinu í öllum bikarleikjunum
 
http://i.imgur.com/JuH9s.jpg ( úrslitarleikurinn í tölum)
 
 
 
http://i.imgur.com/DdiVA.jpg ( bikarleikirnir)
 
 
 
Leikmenn sem stóðu upp úr

Nestor varnarmaður hann var traustur og vonast ég til að halda honum, hann skoraði 7 mörk eftir föst leikatriði og stóð sig heilt yfir vel. Hann lagði meðal annars upp 4 mörk mögulega í gegnum föst leikatriði.

Jean-Pascal Fontaine miðjumaður og getur spilað hægri kant: það er alveg greinilegt að þetta er einhver aukaspyrnusérfræðingur, skoraði þrjú mörk öll beint úr aukaspyrnu og lagði upp 15 mörk upp úr aukaspyrnum og hornspyrnum, var gríðarlega vinnusamur, en spilaði samt framar en hinir miðjumennirnir en stóð fyrir sínu.

Dzimtry Rekish vinstri kantmaður getur einnig spilað á miðjunni, ég fékk þennan kauða frítt og sé ekki eftir því, þó svo að hann átti erfitt með að stimpla sig inn í byrjun og þurfti smá frí en þegar hann kom til baka, þá var allur gangur á honum, skoraði 11 mörk 4 úr vítaspyrnu og lagði upp 9 mörk, nokkuð gott og ásættanlegt frá honum en hann var nú svo hetjan á bak við Franska bikarinn, þar sem hann skoraði sigurmarkið gegn Montpellier, að vísu úr umdeildri vítaspyrnu en, sigurmark og kom okkur líka í evrópukeppnina, þannig ég vonast eftir að fá eitthvað fé út úr þessu til að styrkja liðið ef það ætlar sér eitthvað í  frönsku deildinni.

Ryan Mendès da Graca markahæsti leikmaðurinn minn og jafnframt leikmaður ársins í ligue 2 hann var hreint út ótrúlegur, og eignaði sér hægri kantinn, Novillo sem var á láni þurfti að sætta sig við bekkjarsetu mestmegnis en fékk að spreyta sig af og til, en Graca, gull af manni, skoraði 16 mörk í deildinni og lagði upp 8 og var 7 sinnum maður leiksins og hann er hægri kantmaður, ekki slæmt og aðeins 21-22 ára og frá Grænhöfðaeyjum ( Cape Verde Islands) hann  á bara eftir að vera betri en sjáum til hvernig Ligue 1 hentar honum.

http://i.imgur.com/6AsAR.jpg ( leikmaður deildarinnar)


Fleiri sem stóðu sig var  til að mynda  Asatiani, sem byrjaði sem varnarmaður en ég færði hann yfir á miðjunna þar sem ég taldi það henta liðinu betur, svo stóð Pierrick Rakotoharisoa sig vel sem djúpur miðjumaður, og lagði upp 7 mörk og flest með flottum löngum sendingum  og  skoraði svo í síðasta leiknum sitt fyrsta mark og ekki ósvipaður leikmaður og  Xabi Alonso, hann er ættaður allaleið frá Madagaskar sem er ekki beint frægt fyrir frækna fótboltamenn frekar en tölvuteiknuðumyndirnar um dýrin frá dýragarðinum í New York ferðast þangað, en nóg um það.
 
http://i.imgur.com/23Z0m.jpg ( liðið)
 
 
http://i.imgur.com/UN1fk.jpg (  lið Ligue 2) fannst  nokkuð skrítið að leikmaður  deildarinnar var ekki einu sinni þarna


http://i.imgur.com/29B1D.jpg ( tölfræði leikmanna í  Frönsku annarri deildinni)

Heilt yfir var ég mjög ánægður með tímabilið, bikarmeistari og komast upp um deild með svona ungan hóp tel ég vera góðan árangur. svo sjá hvernig liðinu gengur á frönsku deildinni, markmiðið er að halda  sér vonast eftir kannski svona 15 sæti eða ofar.
May the force be with you, always.