Ég er búinn að vera að velta því fyrir mér í svolítinn tíma afhverju ég er að spila CM (championship manager). Oft fæ ég leið á honum, en alltaf byrja ég að spila hann aftur og alltaf spilar maður hann alveg ógurlega lengi (mitt met í save er eitthvað í kringum 14 dagar(13 tímabil)). En afhverju er ég að eyða öllum þessum tíma í leik, fyrir utan svo tíman sem ég eyða í eitthvað tengt leiknum eins og að reyna að hafa einhvern hemill á ykkur hinum CM-urunum hérna á Huga.
Ég áttaði mig á því í gær hvað það er sem dregur mig alltaf aftur. Það er ánægjutilfinningin sem ég fæ alltaf þegar mér tekst að láta þetta ímyndaða lið sem ég er að stjórna gera eitthvað sem að mann myndi ekki einusinni dreyma um að gæti gerst í raunveruleikanum. Það getur nefnilega verið alveg ógurlegt drama í þessum leik, og það kemur sko hjartanu af stað þegar að maður nær að skora jöfnunarmark á 90 mínútu í mikilvægasta leik sem liðið hefur spilað. CM er líklega eini tölvuleikurinn þar sem ég raunverulega fagna því þegar mér gengur vel og lem í borðið þegar mér gengur illa. Því að þrátt fyrir að viðmótið sé ekki uppá marga fiska og að ekki sjái maður nokkurntíman bolta (nema sem “busy icon” og ég sé nóg af því :/ ) þá er CM einn af fáum leikjum þar sem spilarinn getur lifað sig inn í leikinn.

En segið mér, afhverju spilið ÞIÐ leikinn, og hvernig byrjaði fíknin?