Nú loksins skrifa ég mín fyrstu orð á huga.is

Eftir að hafa spilað CM í nokkra mánuði þá hefur mér tekist flest sem mig hefur langað til, fengið alla helstu framherja í heimi á bosman til Liverpool, og gat í raun spilað með tvö heimsklassa lið á móti hvoru öðru ásamt varamannabekk. Þá þurfti ég að losa mig við leikmenn og hvað gerðist, ekkert. Það er alveg ótrúlegt hvað gengur illa losna við leikmenn í CM. T.d. set ég alltaf Hauk Inga á sölulista í byrjun og það vill hann nákvæmlega enginn þó ég reyni að selja hann á 0. Það finnst mér frekar fúllt.

Með meiðsli þá er alveg ótrúlegt hvað sumir leikmenn tábrotna oft yfir tímabilið, alveg ótrúlegt. Fowler tábrotnaði þrisvar fyrir áramót hjá mér eitt sinn.

Og svo er þetta snúna hné, eða “twisted knee” sem allir leikmenn lenda í svona einu sinni á leiktíð þó sumir oftar.

En nóg af væli. Hér eru nokkrar tillögur sem mig langar að sjá í CM4:

Senda njósnara í leit að t.d. AM C. Ekki bara að stinga uppá öllum hugsanlegum AM C heldur einhverjum sem virkilega bæta liðið.

Geta sett staff á sér short-lista

Fá tillögur frá aðstoðarstjóra hverjir eigi að vera í liðinu og hvaða leikkerfi eigi að spila miðað við andstæðinginn hverju sinni. Væri gaman að sjá hvernig tölvan inni úr þessu.

Geta tekið lán fyrir leikmanna kaupum. Vera þannig ábyrgari fyrir fjárhag klúbbsins.