Fiorentina 2012 -2013 Fiorentina 2012-2013

Já eftir að bæði tímabilin hjá mér hafi einkennst af baráttu í bikar,evrópu og deildarkeppnum, en tapað á öllum vígvöllum, með naumindum, ætlaði ég að nota sama hópinn keypti aðeins einn leikmann sem var ungur frakki (regen), og seldi nokkra.

http://img191.imageshack.us/i/transfersq.jpg/ ( frakkinn er sýndur efstur , veit ekki alveg afhverju leikmannakaupsglugginn sé svona undarlegur í ítölsku deildinni)

En hélt mig við þá sterkustu, og Paulo Henrique meiddist ekki mikið á þessu keppnistímabili, en hann er lykil leikmaður liðsins. Gilardino er byrjaður að dragast úr lestinni, þar sem Ahmed Khalil var búin að spila mjög vel bæði sem byrjunarliðsmaður og sem varamaður. Khalil mjög gott tímabil.
Ég notaði enn og aftur við 4-1-2-2-1 ( AML ~ AMR)

http://img23.imageshack.us/i/tacticsj.jpg/ ( taktík)

Bikarinn
Þar sem ég lenti aftur í öðru sæti á síðasta keppnistímabili, þá spilaðist fyrsti leikurinn í Janúar, og drógst mitt lið á móti Roma á heimavelli. Þar sem ég marði 1-0 sigur með marki Gilardino‘s og var þar kominn áfram í 8 liða úrslit og vann ég 3-1 sigur á Bologna á heimaveli, þar sem Ninis, Mutu og Khalil skoruðu mörkin, þægilegur sigur þar, ég var samt ekki að tefla fram mínu albesta liði,en svo átti ég tvo leiki gegn Palermo í undanúrslitum, en ég tapaði gegn þeim í bikarúrslitum á mínu fyrsta tímabili, og vann ég fyrri leikinn 2-0 á útivelli og 0-0 jafntefli á heimavelli og komst samanlagt 2-0 áfram. Þar beið mín Udinese, áður höfðum við skipst sigra á milli og unnið 3 leiki og tapað 3 í gegn hvor öðru, en þeir seinast völtuðu yfir mína menn 3-0 í deildinni, en í Olimpico í Róm, voru mínir menn ekki á þeim buxunum að fara tapa enn og aftur úrslitaleik. Eftir mikla baráttu á miðjunni, í 90 mínutur og steindautt 0-0 í hefðbundnum leiktíma. Ákað ég að setja Ljajic framar í framherja og auka á sóknarleikinn, það skilaði sínu á á 98 mínútu skoraði einmitt Ljajic markið mikilvæga. Udinese sóttu sem eftir var leiks en án árangurs og 1-0 sigur niðurstaðan og fyrsti bikarinn minn var kominn í hús.

http://img828.imageshack.us/i/italiancuprounds.jpg/ ( bikarleikirnir )

http://img21.imageshack.us/i/italiancup.jpg/ ( Bikar úrslitaleikurinn í tölum )

Deildin

Eftir að hafa lent í öðru sæti eins ég heg áður nefnt, einungis vegna markatölu á síðasta keppnistímabili. Ætlaði ég mér að vinna Serie A. Byrjunnin lofaði mjög góðu og sigraði 10 leik í röð, og svo jafntefli og á Inter virtist ganga illa, þannig að ég hélt áfram að vegna vel í deildinni ,og gerði einungis 3 jafntefli í 18 leikjum fyrir áramót . og kom svo með tvo stórsigra á botnliðin Lecce og Grosseto, hjálpaði til með marka tölu, og hélt áfram á sigurbraut, en svo um miðjan febrúar tapaði ég fyrsta leiknum á tímabilinu gegn Inter á heimavelli var eins og köld vatnsgusa í andlitið þar sem liðið tapaði þrem leikjum í viðbót ( með meistaradeildinni) og 3-0 tap gegn Udinese fór illa í mitt lið, og AC Milan var að nálgast mig, þó ég var enn á toppnum, en, eftir tapið gegn Udinese, má eigilega segja að að Sotiris Ninis hafi bjargað þessu með marki sínu gegn Juventus og leiðin lá þá bara meira uppá við. Khalil skoraði grimmt, og tapaði aðeins tveim leikjum í viðbót gegn AC Milan og Bari voru aðeins tveir leikir eftir gegn einmitt lélegustu liðunum Lecce og Grosseto, og með sigri á Lecce gat ég gulltryggt titillinn. Drengirnir stóðu við sitt og unnu sannfærandi 5-0 sigur gegn Lecce þar sem Khalil setti 2, Jovetic, Ljajic og Gilardino hin, og þar með orðin ítalskur meistari með Fiorentina og leikur eftir af deildinni og vann síðasta leikinn 2-0 með mörkum frá Khalil. Þetta var annar titillinn sem ég fékk á örfáum dögum og vill ég meina að Adem Ljajic hafi blómstrað á þessari leiktíð með mikilvæg mörk og sí ógnandi. Enda var Vargas ( mögulega bara fastamaður í liði ársins) Adem Ljajic og svo Ahmed Khalil, valnir í lið ársins.

http://img713.imageshack.us/i/teamoftheyear.jpg/ ( lið ársins Serie A 2012-2013 )

http://img814.imageshack.us/i/serieafyrri.jpg/ ( fyrri hluti Serie A úrslit )

http://img821.imageshack.us/i/serieaseinni.jpg/ ( Seinni hluti Serie A úrslit )

http://img196.imageshack.us/i/serieac.jpg/ ( Serie A taflan )

Svo var Ahmed Khalil markakóngur þessa tímabils þar sem Edinson Cavani hafði farið yfir til Chelsea og gat því ekk unnið gullskóinn þriðja árið í röð.

http://img26.imageshack.us/i/goalscorerw.jpg/ ( markahæstu leikmennirnir)

Meistaradeildin

Ég drógst í riðli með Twente, Chelsea og Rangers. Þar sem varnarleikurinn var magnaður ég hélt hreinu í öllum leikjunum og vann alla nema einn gegn Twente , en óvænt vann ég báða leikina gegn Chelsea þar sem Babacar skoraði á fyrstu sekúndunum á Brúnni og ríghélt liðið forustuna, svo í 16-liða úrslitunum lenti ég gegn Atletico Madrid. Tapaði ég fyrri leiknum 2-1 á Spáni( þetta var í kringum tap tímaskeiðið) en í seinni leiknum dugði að skora eitt mark og Ganso sjálfur skoraði á fjórðu mínutu og liðið rétt komst áfram með mörkum skoruð á útivelli 2-2 Samanlagt. Vann þá líka á seinasta tímabili mjög tæpt. Lenti ég gegn Manchester City og vann 2-1 á heimavelli, með smá heppni, þeir voru leikmanni færi í cirka hálftíma og hefði alveg getað endað jafntefli. Svo í seinni leiknum gerðist ég aftur heppinn þegar Boyata fauk útaf eftir aðeins 6 mínútur og eftirleikurinn ekki svo erfiður og vann á útivelli 1-3. Í undanúrslitum drógst ég aftur gegn Bayern München, en lenti á móti þeim á sama tíma á síðasta tímabili og komst áfram. Fyrri leikurinn fór fram í Flórens og vann 3-2, eftir að hafa lent 1-2 undir, og ansi tæp forusta og þjóðverjarnir mun betri. Svo í seinni leiknum lendi ég 0-2 yfir í hálfleik og og bæði mörkinn úr hornum. Náðu þeir að skora eitt og vann frekar ósanngjarnt 1-2 sigur þar sem þeir áttu 26 skot og ég átti 5 skot, þeir voru 67 % með boltann og markvörðurinn minn valinn maður leiksins. En nóg um það. Það var komið að úrslitaleiknum á Esádío do Dragao í Porto, gegn Barcelona, en þeir höfðu unnið Sunderland ( undarlegt að þeir séu þarna) Paris SG, og slátrað Real Madrid 3-0. Ég hreinlega vissi ekki við hverju mátti búast. En ég tefldi fram mínu sterkasta liði. Þessi leikur var hreint út sagt magnaður. Leikurinn byrjaði fjörlega þar sem bæði lið sóktu af krafti en svo á 22 mínutu kom fyrsta markið og ekki af ódýrari gerðinni, Zdravko Kuzmanovic, sem hafði ekki skorað eitt einasta mark á tímabilinu ákvað að negla boltanum langt frá vítateig og kom mínum mönum yfir 1-0 og ég hæst ánægður.

http://img826.imageshack.us/i/10barcazdravko.jpg/ ( mark Kuzmanovic )

Eftir þetta sóttu Börsungar af miklum krafti og ég varðist, og staðan í hálfleik 1-0 og þeir voru meira með boltann allan tímann. Eftir miklar og langar sóknir Börsunga. Skiptingarnar sem ég gerði með því að setja Mutu og Babacar inná eftir cirka klukkutíma leik skiluðu sér á endanum. liðið náði góðri sókn og á 71 mínútu gaf Ganso góða sendingu á Montolivo og skoraði hann fallegt mark í vítateignum með skoti í fjærstöng.

http://img8.imageshack.us/i/20barcamontolivo.jpg/ ( mark Montolivo )

Barcelona var ekkert að fara hætta, en ég var samt hæstánægður með liðið, 2-0 forystu gegn sterku liði Barcelona, en á 84 mínútu má segja að liðið þeirra sprakk. Þegar Montolivo átti stungusendingu inná Mutu og hann skoraði gott mark.

http://img3.imageshack.us/i/30barcamutu.jpg/ ( mark Mutu )

Sigurinn eigilega kominn, en mínir minn hættu ekkert og bætti Babacar við enn öðru marki eftir fyrirgjöf frá Vargas og staðan orðin 4-0, alveg ótrúlegt!

http://img84.imageshack.us/i/40barcababacar.jpg/ ( mark Babacar )

svo skoraði Mutu annað markið sitt á 90 mínútu, með því að vippa yfir markvörð Barcelona. Var það síðasta markið í þessum ótrúlega leik.

http://img191.imageshack.us/i/50barcamutu2.jpg/ ( mark 2 hjá
Mutu, mikil varnarvinna hjá Barca ? )

Hef bara aldrei lent í því að eitthvað lið vinna Barcelona 5-0 og hvað þá í úrslitaleik. Ég var vitaskuld hæstánægður með þessar niðurstöður. Þá sérstaklega með Adrian Mutu þar sem hann setti 2 mörk gegn Barcelona og sannaði fyrir mig að hann eigi ennþá erindi í lið mitt.

http://img217.imageshack.us/i/50fiorentinavsbarca.jpg/ ( leikurinn í tölum )

http://img38.imageshack.us/i/teamstatse.jpg/ ( einkunnir leikmanna í úrslitaleiknum )

http://img843.imageshack.us/i/championsleagueh.jpg/ ( Meistardeildin úrslit leikja )

Þetta var alveg ótrúlegt tímabil að vinna Bikar, Deild og Meistardeildina á einni leiktíð með Fiorentina, það verður seint hægt að toppa þetta tímabil, ég ætla reyna mér að verja Deildartitilinn minn á næsta tímabili og reyna komast langt í meistaradeildinni. Liðið er mjög gott, mjög lítið um kvartanir hjá liðinu og ætla örugglega ekki að breyta mikið. Spurning að fá einhvern pening fyrir Gilardino þar sem hann er kominn yfir þrítugt og var ekki að spila ótrúlega vel.

En hérna er svo liðið eftir tímabilið

http://img860.imageshack.us/i/fiorentinaateam.jpg/ ( liðið 2012 -2013 )
May the force be with you, always.