Ég ákvað að prófa að vera Middlesborough, hef spilað cm mörg ár en aldrei verið þeir. Það er skemmst frá því að segja að það gekk dúndurvel, varð í 2 sæti á fyrsta tímabili, var lengi vel efstur en Man Utd tók mig í síðustu umferðinni, þeir eru með ágætislið.
Þeir eru með ágætis markmann (Schwarzer) og mjög góða miðverði - Ugo Ehiogu og Southgate, Greening er góður á miðjunni og svo er Boksic mjög góður frammi. Ince er líka traustur á miðjunni.
Svo keypti í bakverði, þá Abel Xavier (2,8 M) og Taribo West (frítt) síðan Kennedy Bakircioglü (snillingur) og Djibril Cisse (ungur, bráðefnilegur, skoraði 24 og var með 14 stoðsendingar á fyrsta tímabili og meðaleinkun 8,09) samtals kostuðu þessir leikmenn mig ekki nema 8 miljónir og eru núna 19 M króna virði.
En eins og ég sagði áðan er þetta skemmtilegt lið með ágætis leikmenn og munið bara að prófa sem flesta því það voru menn sem voru vægast sagt með ömurlegar tölur að brillera hjá mér, t.d. Wilson.