Sælir allir cm aðdáendur og aðrir lesndur huga.

Ég ætla að byrja á að segja ykkur smá sögu.

Einhvern tímann snemma á árinu 2001 skráði ég mig á þessa síðu hérna hugi.is. Ég var strax hissa á að cm væri ekki áhugamál hér og spurði vefstjora með e-maili og einnig var ég ásamt nokkrum örðum að tala um þetta á forsíðunni að cm ætti að sjálfsögðu að vera áhugamál. Það rættist 9. apríl og umræður fóru svona ágætlega af stað. Á þessum tíma var ég ekki allveg viss hvað admin var en þegar ég komst að því fór ég að spá hver væri admin hér, því ég hafði ákveðnar hugmyndir um hvað hann gæti gert hér. Menn voru t.d að senda skjáskot inná myndakubbinn sem er allveg fáránlegt eða þeir voru að klippa þessar stóru myndir niðúr í einhverja búta o.s.fr. Ég spurði þess vegna forritarann hérna einn daginn hver væri admin á cm. Hann var nú ekkert viss um að það væri neinn admin, það væru bara ofuradminar sem samþykktu efni. Ég sagði honum því frá ýmsum humgmyndum sem ég hafði um þetta áhugamál og sðurði hvort ég gæti fengið að vera admin. Á þessum tíma var ég ekki með nema ca. 900 stig sem er ekki mikið hér á huga og örugglega eitt lægsta stigaskor sem admin hér hefur haft. Hann sagði að ég gæti fengið að vera admin til reynslu. Ég veit ekki hvort ég er enná í reynslunni eða hvort þeir treysti mér orðið til að sjá um þetta ;)
Þið þekkið flest þá hluti sem ég hef gert hér, ef ekki skoðið þá áhugamálið aðeins betur.
Þetta gerðist 26.júní 2001

Á morgunn er ég semsagt búinn að vera admin hér í heila 8 mánuði sem er nokkuð mikill tími. Ég verð að segja að ég tel mig hafa gert þetta áhugamál betra en það var og það sem enn betra er að ég gerði það í góðri samvinnu við ykkur notendur og lesendur áhugamálsins. Ef þið vitið ekki hvaða breytingar þetta eru farið þá í back og lítið yfir síðuna. Ég var reyndar ekki allveg 1 í þessu því Slay hjálpaði mér svolítið framan af.

Þetta var rosalega gaman allt saman en núna er það bara orðið þannig að ég hef ekki jafn gaman að þessu og ég hafði fyrst. Þess vegna hef ég ákveðið að hætta sem umsjónarmaður áhugamálsins. Einhverjir ykkar hafa eflasust búið við þessu í einhvern tíma og kannski tekið eftir því að ég hef verið að gera voða litla hluti hérna síðasta mánuð.

Nú þegar ég er hættur taka wbdaz og Hvati væntanlega að mestu leyti við öllu hérna og þeir eru báðir með ágætis reynslu af stjórnun hérna. Mig langar að þakka þeim báðum fyrir ágætis samstarf, þó ég hafi verið MJÖG óánægður þegar Hvati sótti um admin rétt án þess að láta mig vita:(
Ef að áhugi verður fyrir nýjum admin hérna þá vil ég sjá pires koma í minn stað. Hann á það svo sannarlega skilið. Ég talaði líka um það við vefstjora í bréfi sem ég sendi honum í gær.

Ég ætla samt ekkert að fara að pakka niður í tösku og setjast í helgan stein á eyju í Karabíahafinu.
Ég ætla að sjálfsögðu að halda áfram að senda inn og lesa efnið hérna og vona að þið haldið öll áfram að senda góðar greinar, myndir, skjáskot, tactics o.s.fr.

Ég vil þakka
Aquatopia - fyrir að leyfa mér að vera admin
Slay - Fyrir að hjálpa mér hérna
Wbdaz - Þú verður góður admin ef þú leggur þig fram.
Hvati - Fyrir frábært efni. Og þú verður líka góður admin þó að þú hafir beðið um admin rétt án þess að tala við mig.
<b>Notendur áhugmálsins</b>(JohnnyB, sexygaur, Beer, Rain, pires og <b>allir</b> hinir) - Fyrir að hjálpa mér að byggja þetta upp, senda inn allt þetta efni og einfaldlega gera þetta áhugamál að því sem það er.

Takk fyrir mig

mac2