Team Bath 2009/2010 Hér kemur annað seasonið mitt með Team Bath. Í fyrsta seasoninu vann ég Conference League Cup og endaði í 1 sæti í Blue Square South. Þar að leiðandi á þessu seasoni er ég í Blue Sqaure Premier. Ég vissi ekkert fyrirfram hvar ég vonaðist til þess að enda en allavega að halda mér í deildinni.
Það gekk bara helvíti vel og hérna kemur árangur minn þetta tímabil.
Mér var spáð 19 sæti.

Ég vildi sjá hvort að önnur félög en Bristol City hefðu áhuga á því að hafa liðið mitt sem feeder club og það vildi Aston Villa. Bjóst við því að Bristol City myndi þá slíta samningnum við Team Bath en þeir gerðu það ekki og þar að leiðandi var ég með tvö parent club eða Bristol City og Aston Villa.
Vissi að ég þyrfti að styrkja hópinn til þess að eiga eitthvern möguleika á að vera í efrihluta deildarinnar.


Leikmenn inn frítt:
http://i43.tinypic.com/2e5uv03.jpg

Jimmy Derbyshire (MC) Frítt.
Samningur Jimmy rann út hjá Manchester United og ég ákvað að fá þennan gullmola frítt.

Ryan Beswick (ML) Frítt.
Fékk Ryan frítt en hann hafði áður verið hjá Leicester. Þessi leikmaður varð einn af lykilmönnum liðsins.

Adnen Ahmed (MC) Frítt.
Adnen Ahmed kom til mín frítt en hann hafði verið áður hjá Tranmere. Leikmaðurinn er einn af þeim bestu í félaginu.

Mark Carrington (MC/R) Frítt.
Mark hafði verið hjá Crewe Alexandra en var leystur undan samningi. Fékk hann því frítt og hann átti eftir að reynast mjög góður leikmaður bæði inn á miðri miðjunni og hægri kantinum.

Richard Martin (GK) Frítt.
Leikmaður sem hafði verið hjá Manchester City í 2 ár eða frá 2007-2009. Hann spilaði reyndar ekkert með þeim og endaði síðan á því að koma til mín frítt fyrir tímabilið. Hann er langbesti markmaðurinn í liðinu og var eini leikmaðurinn sem spilaði alla leiki liðsins.

Tomi Ameobi (ST) Frítt.
Þessi leikmaður hafði verið hjá Doncaster í Coca-Cola Championship en var síðan leystur undan samningi. Fékk hann því frítt og það áttu eftir að reynast ein af mínu bestu kaupum í leiknum. Hann meiddist reyndar tvisvar sinnum á tímabilinu og þá gekk liðinu ekkert alltof vel að skora en það sýnir hversu leikmaðurinn var góður.


Leikmenn á láni frá Aston Villa:
http://i43.tinypic.com/2e5uv03.jpg

Harry Forrester (ML/ST) End of season lán.
Harry kom á láni í byrjun tímabils og var alveg til loka.
Góður leikmaður til þess að stækka breiddina, en hann spilaði sem hægri og vinstri kantari og einnig framherji.

Robert Cleary (MC) 3 mánaða lán.
Ég fann Cleary í u18 ára liði Aston Villa en þetta er regen. Það voru mikil meiðsla vandræði á þessum tíma þannig ég ákvað að fá hann á láni. Hann kom með frábæra innkomu í byrjunarliðið og spilaði 7 leiki og var með 7.06 í meðaleinkunn.


Leikmenn á láni frá Bristol City:
http://i43.tinypic.com/2e5uv03.jpg

Daniel Ball (DL) End of season lán.
Hafði fengið Ball á láni á fyrsta seasoninu og ákvað að fá hann aftur. Ball stóð sig frábærlega þetta seasonið og styrkti vörnina mjög svo.

John Akinde (ST) End of season lán.
Hafði einnig fengið Akinde á láni seinasta seasoni og þá stóð hann sig mjög vel með Jennison Myrie-Williams í frammlínunni. Nú spilaði hann með Tomi Ameobi og saman mynduðu þeir frábært framherja par. Akinde skoraði 24 mörk í 54 leikjum og lagði upp 14.

Jordan Walker (DC/R) End of season lán.
Walker kom inn í liðið í byrjun tímabils og varð lykilleikmaður í vörninni, bæði í miðverði og hægri bakverði. Þó notaði ég hann meira í miðverðinum. Hann spilaði 49 leiki.

Ross Stern (ST) 3 mánaða lán.
Fékk Stern í janúar glugganum til þess að vera backup fyrir strikerana. Hann spilaði 4 leiki, skoraði 2 mörk og lagði upp 2 ásamt því að vera valinn einu sinni MoM.

Marlon Jackson (ST) 1 mánuð í láni.
Sama með Jackson og Stern, en Jackson náði þó ekki að spila jafn vel og Stern í þeim 3 leikjum sem hann spilaði. Skoraði ekkert mark og var með 6.35 í meðaleinkunn.

James Cope (GK) 3 mánuða lán.
Fékk hann til þess að vera backup fyrir Martin en því miður fyrir Cope þá átti hann gjörsamlega markið. Martin spilaði alla leikina á seasoninu og þar að leiðandi spilaði Cope engann.

Frankie Artus (MC) 3 mánaða lán.
Kom í mars vegna meiðsla vandræða og fór í byrjunarliðið. Spilaði samtals 11 leiki og var með 6.93 í meðaleinkunn.


Leikmenn leystir undan samningi:
http://i43.tinypic.com/2e5uv03.jpg

Þessir leikmenn voru allir leystir undan samningi 1 janúar 2009.
Tom Could
Matt Thorne
Owen Dunn
Max Coleman
Ian Parkes
Seamus Kelleher


Allir þessir leikmenn nema Seamus Kelleher eru hættir. Seamus Kelleher er í varaliði King's Lynn.


Liðsuppstilling 4-4-2 attacking:
http://i42.tinypic.com/24v371u.jpg

Richard Martin (GK)
Matt Lock/Andy Caton (DR)
Andy Warren/Adam Green (DC)
Jason Walker/Matt Lock (DC)
Daniel Ball/Andy Caton/Sami El-Abd/ Jimmy Derbyshire (DL)

Mark Carrington/Harry Forrester/Jimmy Derbyshire (MR)
Adnan Ahmed/Mark Carrington/Tom Piotrowski (MC)
Jimmy Derbyshire/Frank Artus/Robert Cleary/Marc Canham (MC)
Ryan Beswick/Harry Forrester/Takumi Ake (ML)

John Akinde/Tom Piotrowski (ST)
Tomi Ameobi/Harry Forrester (ST)


Margir leikmenn koma fyrir í nokkrum stöðum en þeir leikmenn voru kannski t.d kantur og gátu líka spilað inn á miðjunni.
Það vantar suma leikmenn þarna inn. Mætti bæta Ross Stern og Marlon Jackson þarna inn en þeir spiluðu bara svo fáa leiki.
Ég notaði samtals 31 leikmann á tímabilinu.


Conference League Cup:
http://i41.tinypic.com/2yv5m5u.jpg

Gekk ekki jafnvel núna í þessari keppni og í fyrra en þá vann ég hana. Ég var fyrst og fremst að einbeita mér að deildinni þess vegna gekk mér ekkert alltof vel í öllum bikarkeppnunum.

Önnur umferð: Maidstone 1 - 2 Team Bath
Þriðja umferð: Forest Green 2 - 1 Team Bath

Luton unnu keppnina.


FA Cup:
http://i44.tinypic.com/a6tnd.jpg

Fékk Forest Green aftur í þessari keppni og aftur slógu þeir mig út en nú í endurteknum leik þar sem fyrri leikurinn fór jafntefli.

Fjórða umferð Qualifying: Team Bath 1 - Forest Green
Endurtekinn leikur í sömu umferð: Forest Green 2 - 1 Team Bath

Chelsea unnu keppnina.


FA Trophy:
http://i42.tinypic.com/azj6te.jpg

Gekk best í þessari bikarkeppni af þeim þremur en datt þó út í 8-liða úrslitum.

Fyrsta umferð: Team Bath 2 - 2 Harrogate
Endurtekinn leikur í sömu umferð: Harrogate 1 - 2 Team Bath
Önnur umferð: Salisbury 0 - 2 Team Bath
Þriðja umferð: Newport Co 0 - 3 Team Bath
Fjórða umferð: Luton 1 - 1 Team Bath
Endurtekinn leikur í sömu umferð: Team Bath 0 - 1 Luton

Luton unnu keppnina.


Blue Square Premier - Deildin:
http://i39.tinypic.com/fcjgw2.jpg

1-10 umferð: 6 sigrar, 4 jafntefli.
11-20 umferð: 6 sigrar, 2 jafntefli og 2 tapleikir.
21-30 umferð: 7 sigrar, 3 jafntefli.
31-46 umferð: 6 sigrar, 6 jafntefli og 4 tapleikir.

Byrjaði tímabilið frábærlega og var taplaus í fyrstu 16 umferðunum eða í tæpa 2 mánuði.
Tapaði þá tveimur leikjum, vann einn og gerði eitt jafntefli.
Eftir það varð ég aftur óstöðvandi og tapaði ekki leik næstu 14 umferðirnar.
Í lokin gaf ég smá eftir en þá hafði ég lent í gríðarlegum meiðslavandræðum og mest voru 9 leikmenn meiddir.
Tapaði 4 leikjum í síðustu 12 umferðunum, gerði 4 jafntefli og vann 4.


1st. Team Bath - Sigrar: 25 . Jafntefli: 15 . Töp: 6 . Markatala: 42+ . Stig: 90
_________________________________________________________________

2nd. Chester - Sigrar: 26 . Jafntefli: 8 . Töp: 12 . Markatala: 24+ . Stig: 86
3rd. York - Sigrar: 26 . Jafntefli: 7 . Töp: 13 . Markatala: 26+ . Stig: 85
4th. Torquay - Sigrar: 24 . Jafntefli: 13 . Töp: 9 . Markatala: 24+ . Stig: 85
5th. Luton - Sigrar: 24 . Jafntefli: 11 . Töp: 11 . Markatala: 28+ . Stig: 83
__________________________________________________________________

21st. Harrogate - Sigrar: 10 . Jafntefli: 12 . Töp: 24 . Markatala: -34 . Stig: 42
22nd. Forest Green - Sigrar: 11 . Jafntefli: 8 . Töp: 27 . Markatala: -30 . Stig: 41
23rd. Bath - Sigrar: 4 . Jafntefli: 13 . Töp: 33 . Markatala: -52 . Stig: 25
24th. Altrincham - Sigrar: 6 . Jafntefli: 7 . Töp: 33 . Markatala: -62 . Stig: 25
__________________________________________________________________

Bath féll með 25 stig eða í 23. sæti en þeir komust upp með mér upp úr Blue Square South.
Luton og Torquay spiluðu til úrslita í umspilinu en Torquay vann 1 - 2 og komst þar að leiðandi með mér upp í Coca-Cola League 2.


Verðlaun

Top Goalscorer of the Season:
1st. Craig Westcarr - 26 mörk (44 leikir)
2nd. Tomi Ameobi - 22 mörk (32 leikir)
3rd. Stephen Thompson - 21 mark (41 leikur)

Manager of the Season:
1st. Kristján Svanur Eymundsson (Team Bath)
2nd. Paul Backle (Torquay)
3rd. Martin Foyle (York)

Overachievers:
Team Bath

Signing of the Season:
Tomi Ameobi

Leikmaður ársins valinn af stuðningsmönnum:
Adnan Ahmed


Tölfræði

Markahæstu leikmenn:
1st. John Akinde - leikir 54 - Mörk 24
2nd. Tomi Ameobi - leikir 39(2) - 21 Mark
3rd. Harry Forrester - leikir 28(20) - 7 Mörk

Flestar stoðsendingar:
1st. Adnan Ahmed - leikir 38(2) - Stoðsendingar 16
2nd. John Akinde - leikir 54 - Stoðsendingar 14
3rd. Ryan Beswick - leikir 45(1) - Stoðsendingar 12

Oftast maður leiksins:
John Akinde - leikir 54 - MoM 6
Tomi Ameobi - leikir 39(2) - MoM 4
Harry Forrester - leikir 28(20) - MoM 3

Hæsta meðaleinkunn:
Adnan Ahmed - leikir 38(2) - 7.10 meðaleinkunn
Daniel Ball - leikir 37(3) - 7.09 meðaleinkunn
Ryan Beswick - leikir 45(1) - 7.06 meðaleinkunn

Svona var þetta seasonið 2009/2010. Nú er ég kominn í Coca-Cola League 2 sem þýðir að félagið er orðið ‘Professional’. Nú er það bara að fá réttu leikmenn til mín á láni og kaupa.

Fékk góð viðbrögð við fyrri grein minni og er til í að halda áfram ef þau verða jafn góð við þessari. :)

Ekki vera hræddir við að gagnrýna greinina, segja mér frá hverju ég gæti breytt eða gert betur.
luckeR