Mér finnst þetta annars frábæra áhugamál okkar champara vera að leka hálfpartinn niður! Kubbar einsog leikmenn og sögur, mér finnst þetta ekki vera að virka sem skildi. Ég var ekki bjartsýnn í fyrstu þegar þetta var rætt, en ég vildi sjá hvernig þetta mundi ganga. Illa, það er eitt orð. Það hafa örfáir sent inn sögur eða leikmenn inná þessa kubba og ég held að við ættum að hætta með þetta aftur og sameina “leikmenn” og “sögur” í greinar.

Með þessari breytingu þá held ég að fleiri muni frekar senda inn sögur og leikmenn. Ef menn vilja segja frá leikmanni þá er hægt að gera það á tvo vegu. Annars vegar að segja “Hey ég fannn einn góðann hann heitir Henry og er í Arsenal, tékkiði á honum” og pósta þessu á korkinn. Eða taka sér tíma og gera alvöru grein úr þessu, einsog við höfum séð inná leikmannakubbnum og pósta þessu þá sem grein.

Með þessari breytingu þá geta líka allir sent inn sitt efni á viðeigandi stað. Í stað þess að þurfa aðgang frá stjórnendum.


Hvað finnst mönnum um þetta? Erum við ekki almennt sammála um að þetta áhugamál hafi dalað svolítið undanfarið?