Eins og er þá er ég Glasgow Rangers og á fyrsta tímabilinu bauðst mér Anelka á góðu verði þar sem að hann var ósáttur hjá PSG. Ég ákvað að kaupa hann afþví að hann er mjög góður. Hann stóð sig mjög vel og tölurnar hans urðu betri og hann skorar og skorar fyrir mig. Svo einn daginn ákveður hann að sleppa því að mæta á æfingu!! og ég gaf honum official warning fyrir unprofessional behavior. Hann var mjög ósáttur við það og fór fram á sölu. Ekkert mál. Ég skellti honum á sölulistann því að ég hef ekkert að gera með menn sem vilja ekki vera hjá mér.
Ég hafði hann þó alltaf með í liðinu afþví að hann skoraði alltaf mikið. Svo einhverjum mánuði seinna vill hann endilega vera áfram hjá félaginu og ekkert mál. Svo líður tíminn og allir að chilla. Þar til að Anelka sleppir því að mæta á æfingu, ég gaf honum aftur viðvörun og hann vill á sölulista. Það sama gerðist, eftir nokkrar vikur vill hann ekki fara.
Allt gengur eins og smurt og Anelka heldur áfram að skora. Svo einn daginn þegar ég er að spila í deildinni við eitthvað skíta lið og er að vinna 4-0 og á 60 og eitthvað mínútu ákveð ég að taka nokkra af mínum bestu mönnum útaf, afþví að ég var að fara að spila í Champ. League nokkrum dögum seinna. Þar á meðal var Anelka.
Eftir leikinn kemur það á daginn að hann hafði sagt við fréttamenn að hann væri mjög fúll með það að vera tekinn útaf! og ég spurður að því hvort að það væri eitthvað ósætti milli okkar!
Svo seinna tekur hann upp á því í þriðja skiptið að mæta ekki á æfingu þá er þetta að verða svolítið pirrandi andskoti, ég sekta hann um laun í 1. viku, hann var að venju ósáttur við þetta og vill fara. Ekkert mál.
En hann skorar og skorar og loksins býður Leeds 10.mill í hann og ég tek því. (losna við þessi leiðindi í honum)
Svo daginn sem að ég get gengið frá sölunni á honum kemur þetta litla grey og vill endilega vera áfram hjá mér, og ég hætti við söluna afþví að hann er helvítis markamaskína og sífellt verið að hrósa honum í leiknum.
Núna er svolítið langt síðan að hann kvartaði eitthvað. Vonanadi er hann eitthvað að skána greyið en ég er nokkuð viss um að þetta eigi að koma upp aftur.
Ég veit að Anelka og Djalminha (held ég að það sé skrifað) eru svona… Alltaf eitthvað vælandi og sleppa því að mæta á æfingar. En þegar að aðrir leikmenn sleppa því að mæta á æfingar og ég gef þeim aðvörun þá í 99% tilvika taka þeir því eins og menn og segjast ætla að bæta sig!

Kannist þið við svona leiðinda vandamál og hvernig bregðist þið við þeim??

bragif