Forest Green Rovers 07/08 Ég tók við Forest Green Rovers í FM 2008, en þeir byrja í Blue Square Premier. Ég man nú ekki alveg hverjar væntingarnar voru í upphafi, því að það er dáldið síðan að ég spilaði þessa fyrstu leiktíð. Þær voru samt sem áður mjög hógværar, enda hafði liðið verið í neðri hluta deildarinnar árin á undan. Ég fékk ekki krónu til að fjárfesta í leikmönnum, og tók því til þess ráðs að fá nokkra leikmenn til mín að láni eða frítt. Skiljanlega var mismunandi mikill áhugi hjá mönnum fyrir því að koma til mín í þetta smálið. Á endanum komu þó eftirtaldir leikmenn til mín:
Peter Bore kantmaður frá Grimsby að Láni
James Coutts kantmaður frá Weymouth að Láni
Francisco Durán miðjumaður frá Liverpool að Láni
Paul Black vinstri bakvörður frá Oldham að Láni

Gábór Kozma markvörður Frítt
Magnus Svensson hægri bakvörður frítt 1.jan '08

Ég lét þetta gott heita á leikmannamarkaðnum fyrir tímabilið og hófst spenntur við að gera leikmenn tilbúna fyrir fyrsta deildarleik tímabilsins á móti Burton á heimavelli. Hann vannst líka 3-0 þannig að liðið fékk svo sannarlega gott start, ekki var næsti leikur síðri þar sem við unnum Rushden á útivelli, 3-1, en þeim var spáð góð gengi í deildinni.

Í stuttu máli sagt gekk tímabilið alveg vonum framar og var ég öruggur með umspilssæti fyrir lokaumferðina þar sem ég gerði 0-0 jafntefli við Torquay, sem unnu deildina. Ég endaði í 4.sæti í deildinni með 85 stig, en til samanburðar hafði liðið fengið samanlagt 95 stig úr síðustu tveimur tímabilum. Árangurinn á útivelli var sérstaklega góður, þar sem ég náði í 36 stig, sem var annar besti árangurinn í deildinni.

Við tók því undanúrslit í umspilinu á móti Stevenage, sem enduðu í 3.sæti deildarinnar með stigi meira en ég. Þegar þarna var komið við sögu var ég löngu búinn að setja takmarkið á að koma liðinu uppúr deildinni, þó svo að ljóst væri að það yrði ekki auðvelt verk. Ég hafði spilað þrisvar sinnum við Stevenage á tímabilinu, gert tvö jafntefli við þá í deildinni og unnið þá svo 2-1 í Setanta Sheild. Það var því ljóst að framundan yrðu tveir hörkuleikir. Fyrri leikurinn var á heimavelli mínum, The New Lawn í Nailsworth, og fór hann 2-1 fyrir mínum mönnum og því var ljóst að ekki myndi duga að spila mikin varnarleik í útileiknum sem fór fram fjórum dögum seinna.
Þar kom enn einu sinni styrkleiki liðsins í ljós á útivelli þar sem við unnum 2-0, og því 4-1 samanlagt. Sæti í úrslitum um sæti í League 2 var því öruggt.

Þar biðu mín síðan Rushden, sterkasta sóknarlið deildarinnar. Leikurinn fór fram á Britannia-vellinu í Stoke 18. Maí 2008, og í þeim leik var betra að vera með stáltaugar. Eftir stórskemmtilegar 90 mínútur var staðan 2-2 og því þurfti að framlengja leikinn. Þar gerðist aftur á móti ekkert markvert og því varð að útkljá sætið í League 2 með vítaspyrnukeppni, sem Forest Green vann sem betur fer.

Árangurinn í bikarkeppnunum á tímabilinu var síðan ekkert sérstakur svo sem:

FA Cup
4th Rnd Qualifying: Merthyr Tydfil (H) 3-1
1st Round: Aldershot (H) 1-2

FA Trophy
1st Round: Northwich (H) 3-0
2nd Round: Salisbury (A) 2-0
3rd Round: Woking (A) 1-2

Setanta Shield
4th Round: Stevenage (A) 2-1
5th Round: Kidderminster (H) 2-4

Fyrsta tímabilinu var þar með lokið og ekki hægt að segja annað en að það hafi endað vel með sæti í Coca-Cola League 2. Ég spilaði mest leikkerfið 4-1-2-2-1 og var liðið mitt oftast svona:
GK: Ryan Robinson 32 leikir 6,84 AvRat
DR: Ales Lawless 37 leikir 6,95 AvRat
DL: Anthony Tonkin 48 leikir 6,94 AvRat
DC: Mark Preece 43 leikir 8 mörk 7,19 AvRat
DC: Darren Jones 48 leikir 6 mörk 7,15 AvRat
DM: Adriano Rigoglioso 46 leikir 6 mörk 7,00 AvRat
MC: Michael Brough 47 leikir 7 mörk 7,17 AvRat
MC: Francisco Durán 43 leikir 1 mark 6,93 AvRat
AMR: Peter Bore 51 leikur 13 mörk 7,12 AvRat
AML: Paul Stonehouse 53 leikir 9 mörk 7,23 AvRat
FC: Danny Carey-Bertram 50 leikir 28 mörk 7,14 AvRat
Bekkurinn:
Terry Burton GK
Chris Giles DC
James Coutts AMR
Magnus Svensson DR
Stuart Fleetwood FC 15 mörk

Eins og þið sjáið var Danny Carey-Bertram markahæstur hjá mér með 28 mörk, þar af 23 í deild. Hann var svo valinn leikmaður ársins af stuðningsmönnunum.
Stuart Fleetwood lagði upp flest mörkin eða 12 stykki, sem er góður árangur þar sem hann byrjaði bara inná í 12 leikjum á tímabilinu.

En svona var semsagt fyrsta tímabilið hjá mér með Forest Green, ég var að klára annað tímabilið í gær þannig að það er spurning hvort maður smelli því ekki hérna inn við tækifæri.