Í Championship Manager 01-02 eru nokkrir góðir markmenn:Oliver Kahn, Fabien Bartez, Buffon og nokkrir efnilegir markmenn:Sebastien Frey, Ruslan Nigmutallin. Ég var að finna góðan markmann ( ég get stundum verið svolítið sljór) sem er ungur en ekki efnilegur, því hann er orðinn alveg frábær nú þegar. Hann heitir Franco Costanzo og er 21 árs gamall, hann er með 5 tuttugur, 1 nítján og flest annað í kringum 15-16 í hæfileikum sem er alveg frábært fyrir markmann. Hann er mjög ódýr í byrjun leiks og keypti ég hann frá Dortmud fyrir aðeins 2milljónir( punda ). Hann var fyrst ætlaður að vera annar markmaður liðsins á eftir Buffon. Síðan meiddist Buffon og ekkert annað kom til greina en að prufa þennan unga markmann, að minnsat kosti þar til Buffon varð heill aftur. Svo kom það á daginn að Franco Castanzo brilleraði hreinlega í liðinu og hélt hreinu í 7leikjum í röð(nokkuð góð frammistaða). Þegar Buffon kom aftur hafði hann ekki haldið sæti sínu í marki Chelsea þar sem Costanzo var að brillera og vinna leiktíðina. Chelsea endaði með bestu markatöluna í deildinni, fékk á sig 12mörk og skoraði 83mörk sem er góður árangur.

P.S. Kaupið þennann!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Enjoy

kv. BSK17