TSG 1899 Hoffenheim Eftir að hafa prufað að vera þeir í 08 langaði mig að prufa þá í 09. Gengi Hoffenheims í alvöru hefur vakið athygli flest allra og m.a mína og það var ein af þeim ástæðum að ég tók við þeim. Ég sagði við stjórnina í byrjun að ég myndi enda um miðja deild en ég ætlaði mér stærri árangur en það. Ég fékk rúmlega 6 millur til að kaupa og þurfti að styrkja liðið talsvert.

Kaup og Sölur:
Keyptir:
Vincent Enyeama 325K - Mig vantaði einhvern markmann þar sem ég treysti ekki á hina tvo og þá ákvað ég að fá mér Vincent
Fabio Aurelio 2.2 - Mig vantaði reynslu í liðið og bakvörð og sá að Aurelio var listed á gjafaverði og ég greip tækifærið
Jaroslav Plasil 2.5 - Mig vantaði góðan og sterkan miðjumann og Plasil byrjar listed og þá ákvað ég að fá mér hann
André-Pierre Gignac 4.9 - Hann skorar fáranlega mikið í 08 og ég bjóst ekki við neinu öðru frá honum í þessum nýja leik
Marvin Angulo Borbón 400K - Mig vantaði breidd í liðið og ég fékk mér Angulo í janúar
Samtals: 10.25 M

Seldir:
Tobias Weis 2.2 - Wolfsburg
Daniel Haas 825K - Saint-Etienne
Ramazan Özcan 2M - Blackburn
Dennis Ruiz-Maile 2.5 - Bielefeld
Samtals: 7.5 M

Deildin:
Minn fyrsti leikur í deildinni var á móti Köln, ég vann hann örugglega 2-0. Fyrsta alvöru áskorunin sem ég fékk var leikur númer 2 á móti Schalke, en viti minn, mínir menn burstuðu þá 5-2. Ég tapaði ekki fyrstu 16 leikjum í deildinni en í 17 leik á móti Leverkusen tapaði ég fyrsta leiknum, 2-1. En mínir menn voru fljótir að jafna sig og vann ég næstu 3 en svo vann ég ekki næstu 4 leiki. Fyrir það var ég flakkandi milli 1-3 sætis en núna var ég að missa Bayern á undan mér. Þegar það voru 5 leikir eftir munaði 10 stigum á mér og Bayern og þá var draumurinn um að vinna deildina nánast búinn. Ég vann aðeins 1 leik af síðustu 5 og lenti þar með í 3 sæti, en ég var mjög sáttur með mína menn sem og stjórnin og það bjóst enginn við þessum árangri hjá mínum mönnum, ekki einu sinni ég.

Lokastaðan í deildinni:

1. Bayern Munchen | 34 PLD | 25 Won | 7 Drn | 2 Lst | 76 For | 23 Ag | +53 | 82 PTS |
2. Leverkusen | 34 PLD | 21 Won | 6 Drn | 7 Lst | 57 For | 31 Ag | +53 GD | 69 PTS
3. Hoffenhaim | 34 PLD | 19 Won | 8 Drn | 7 Lst | 67 For | 46 Ag | +21 GD | 65 PTS
4. HSV | 34 PLD | 19 Won | 5 Drn | 10 Lst | 54 For | 43 Ag | +11 GD | 62 PTS

German Cup:
Í fyrstu lotu fékk ég utandeildarliðið Neustrelitz og vann ég þá örugglega 5-0. Næst fékk ég Wolfsburg og sá leikur fór 1-1 í venjulegum leiktíma og sigraði ég þá 0-3 í vítaspyrnukeppni þar sem Enyeama varði öll þeirra víti. Í næstu lotu fékk ég erfiðasta liðið hingað til, það voru Stuttgart á útivelli. Ég burstaði þá 1-4 þar sem Gignac setti 2. Næst fékk ég Bochum í Qtr final þar sem ég marði þá 3-2 í erfiðum leik. Þá var komið að semi final á móti Schalke, þetta var einn ótrúlegasti leikur sem ég hef spilað. Á 42 mín fær miðvörðurinn minn Nilsson rautt, og var ég orðinn talsvert stressaður. Staðan var 0-0 í hálfleik, Rafinha kom Schalke yfir á 47 min úr víti og ég hélt þetta væri búið. En á 61 mín jafnaði ég 1-1, þar var það Ibisevic. En útlitið varð slæmt á 75 min þegar varamaðurinn minn og miðvörður Janker fékk að lýta rauða spjaldið og var ég orðinn tveimur mönnum færri. Grípa þurfti til framlengingar. Þeir voru ekki lengi að komast yfir því á 93 min komust þeir í 2-1, þar var að verkum Grossmöller fyrir þá. En ævintýrið var ekki búið fyrir mína menn því að varamaðurinn minn Demba Ba jafnaði á 117 min í 2-2 og þá hélt ég að þetta væri að fara í vítaspyrnukeppni, en á 122 min þá skorar Luiz Gustavo sigurmarkið fyrir mig og allt fór úr böndunum. Í final fékk ég enga aðra en Bayern þar sem Luca Toni var of stór biti fyrir mína menn og skoraði þrennu þar sem ég tapaði 1-4 en ég var sáttur með árangurinn.

Markahæstir:
Vedad Ibisevic - 39 Leikir - 20 mörk
André-Pierre Gignac - 39 leikir - 15 mörk
Chinedu Obasi
- 39 leikir - 14 mörk

Flestar stóðsendingar:
Vedad Ibisevic - 12

Oftast Man of the match:
André-Pierre Gignac - 6 sinnum

Besta einkunn:
André-Pierre Gignac

Þetta var liðið mitt og takík (4-3-3) - lét Eduardo hlaupa upp.


GK: Enyeama
DR: Andreas Beck DC: Nilsson DC: Compper DL: Fabio Aurelio
MC: Plasil MC: Carlos Eduaro MC: Salihovic
FC: Gignac FC: Ibisevic FC: Obasi

Fans player of the year: Vedad Ibisevic

Stjórnin var mjög sátt með árangurinn sem og ég. Vona að þið hafið haft gaman af þessu en þetta er mín fyrsta grein.