Mér langar að sjá núna hvort Football Manager 2008 spilarar vilji prófa að spila aðeins öðruvísi leik. Þessi áskorun virkar þannig að þú býrð til eigin leikmann eftir þeim reglum sem fyrir neðan eru settar, ég mun láta leikinn spila hjá mér 10 tímabil í gegnum holiday(þannig að AI er eingöngu að spila) og höfundur þess leikmanns sem er sigursælastur á þeim tíma verður sigurvegarinn.

Leikurinn mun spilast í gegnum Serie A og B á ítalíu, Úrvalsdeild, Championship Division, 1. og 2. deild á Englandi og La Liga og 2. deild á spáni. Í lok hvers tímabil mun ég koma með screenshot og tölfræði allra leikmannana og hversu nákvæmt það verður fer eftir því hve margir þáttakendur verða(mun varla geta sýnt of mikla tölfræði ef það eru margir þáttakendur).

Reglur:

* Hver einasti leikmaður byrjar leikinn án félags.
* Leikmenn mega ekki vera jafnfættir, það verður að velja á milli hægri og vinstri fótar.
* Þú mátt velja velja eitt aðal þjóðerni ásamt auka þjóðerni, en það er frjálst val hvort það veði notað og þjóðerni má vera hvað sem þér sýnist.
* Það er eingöngu leyft að hafa tvö reiprennandi tungumál ásamt einu basic, en það er frjálst val.
* Reynið að hafa nöfn leikmannana raunveruleg, notið nöfn sem eru ekki eitthvað bull. Ef þið hafið ekki hugmynd um hvað þið eigið að skýra leikmann ykkar notið þá http://www.fakenamegenerator.com :)

Hér fyrir neðan eru reglur um eiginleika leikmanna og hvað þú getur valið.

Byrjunaraldur:

* Þú getur valið að byrja leikinn 16 eða 17 ára, og þá mun hann hafa 85 í current ability og potential ability fær gildið -10. Reputation mun byrja sem 60.
* Þú getur valið að byrja leikinn 18 eða 19 ára, og þá mun hann hafa 90 í current ability og potential ability fær gildið -9. Reputation mun byrja sem 70.
* Þú getur valið að byrja leikinn 20 eða 21 árs, og þá mun hann hafa 100 í current ability og potentital ability fær gildið -8. Reputation mun svo byrja sem 90.

Aðal upplýsingar:

Name:
DOB:
City of birth:
Nation:
Languages:
Height:
Weight:
Foot:

Mentality:

Þú munt hafa 110 stig samtals til að eyða í þessar breytur. Hver breyta hefur að hámarki 20 stig.

Adapatability:
Ambition:
Controversy:
Determination:
Loyalty:
Pressure:
Professionalism:
Sportsmanship:
Temperament:

Hæfileikar:

Þú færð að velja eftirfarandi frjálsar stöður sem fá 20 eða 18 sem fast gildi.

1 Physical staða með gildi 20:
1 Mental staða með gildi 20:
1 Technical staða með gildi 20:
1 Physical staða með gildi 18:
1 Mental staða með gildi 18:
1 Technical staða með gildi 18:

Prefered player moves:

Það er frjálst val en má ekki vera fleiri en tvö.

Og að lokum, þá hefurðu 55 stig frjáls til að setja í position. Hver staða hefur 20 sem hámarks stig.
Dæmi:

20: Attacker
20: AMR
15: AMC

Skráning mun vera opin þangað til á Mánudaginn 18 ágúst. Eftir það verður ekki litið á umsóknir og fljótlega eftir það mun ég finna tíma til að keyra leikinn og mun ég svo eins og ég get senda inn tölfræði milli tímabila. Ef þú skráir leikmann sem uppfyllir þessar kröfur þá mun hann ekki fá að taka þátt.

Ég ætla sjálfur að skrá fyrsta leikmanninn í leikinn fyrir neðan, þá sjáiði dæmi um hvernig skráning fer fram. Skráningar skulu allar vera sem svar við þessari grein.