Eftir að hafa rústað spænska seivinu mínu sjá hér:
http://www.hugi.is/manager/threads.php?page=view&contentId=5838131

Ákvað ég þá að búa til nýtt save, Skotland! Hakaði þó einnig við ítölsku og þýsku svona fyrir seinni tíma þegar maður fær ógeð af skosku. Allavega…

Ég tók við Rangers, allir hund óánægðir með að óreyndur þjálfari væri að fara að þjálfa þetta
DC: Kirk Broadfoot
MC/DMC: Barry Ferguson
AMR: Chris Burke / Torje
AMC: Charlie Adam
AML: DaMarcus Beasley
ST: Nacho Novo
ST: Scott Sinclair / Jean-Claude Darcheville / Steven Fletcher

Ég spilaði 6 vináttuleiki á undirbúningstímabilinu og vann ég 4, gerði 1 jafntefli og tapaði 1 (Móti Chelsa)

Fékk Sheriff í annari umferð meistaradeildarinnar og fór nokkuð auðveldlega með þá samtals 4-0, þar á eftir fékk ég FC Toulouse og áttií talsvert litlum vandræðum með þá fór samanlagt áfram 4-1.
Ég vissi mín markmið, vinna allt sem ég gæti í skotlandi og voru það nokkuð raunsæ markmið að mér fannst, ég var bjartsýnn fyrir meistaradeildina og bað til guðs um að gefa mér léttan riðil, svo var aldeilis ekki ég dróst með
Real Madrid - Porto - Lazio
Endaði í neðsta sæti í riðlinum mínum 1 stigi á eftir Lazio, lítið markvert gerðist þó ber að nefna 7-0 tap gegn Real madrid :).

Deildin var aldrei í neinni hættu, ég tók toppsætið í fyrsta leik og í rauninni skildi aldrei við það, þó liðið sem kom mest á óvart í deildinni, Falkirk voru að stríða mér nánast allann tímann og komu þeir mjög á óvart. Lokastaðan fór svo þannig að:
1st Rangers 26 sigrar 7 jafntefli og 5 töp 84 mörk skoruð og 30 fengin á sig 85stig í hús
2nd Celtic 78 stig
3rd Falkirk 76 stig

Skoski deildarbikarinn var einnig mjög léttur og vann ég Aberdeen 5-4 í vítaspyrnu.

Þá var komið að skoska bikarnum, einnig var hann frekar léttur og vann ég Falkirk þar í úrslitum 4-2.

Semsagt þrennan í höfn á fyrstu leiktíð og er ég mjög sáttur með að hafa valið þýsku og ítölsku deildina með því að ég á örugglega ekki eftir að “meika” mikið fleiri tímabil í Skotlandi, þó að ég sé að byggja upp framtíðarlið, langar að vinna Eufa eða meistaradeildina þó með Rangers og sjáum til hvað ég endist lengi þarna!

Fotball Writer's Player of the year DaMarcus Beasley
Manager of the year KJEEEEEEEEELLINNNNN
Player's player of the year Nacho Novo
Átti 5 í team of the year: Cuéllar, B Ferguson, DaMarcus, Charlie Adam og nacho novo

Er núna byrjaður á næsta tímabili, búinn að kaupa Vincent Enyeama og Eric Bicfalvi.. 2 leikir búnir í deildinni 2 sigrar og er að bíða eftir að sjá með hverjum ég lendi í riðli í meistaradeildinni.

Veit ekki hvort þetta sé góð grein eða ekki, finnst bara alltof lítið af greinum koma hingað inn og alltaf gaman að lesa manager greinar, sjáum til hvort það komi inn önnur grein frá næsta tímabili eigum við ekki bara að sjá hvernig dóma þessi fær ;).
,,,,