Jóla og nýárspistill. Mig langar að byrja á því að óska ykkur öllum Gleðilegra jóla.

Á þessum tíma árs er oft horft til baka til þess helsta sem gerðist á árinu. Ég ætla hér að minnast á það helsta sem gerðist í cm heiminum hérna heima og á cm áhugamálinu hérna á huga á árinu 2001.

Það er erfitt að segja frá því sem gerðist í byrjun árs því að þá fóru mest allar cm umræður á Íslandi fram á cm spjallborði <a href=\"http://www.manutd.is\“>manutd.is</a> sem hefur nú verið lokað.

En ég man að í Janúar fengum við þá hugmyndin að það væri snilld að fá íslensku deildina í cm. Við vissum reyndar ekkert hvernig við ættum að fara að því að gera það svo þetta var eiginlega bara svona draumur. Síðan komst ég í samband við breta sem var að vinna að update-i og ég fékk hann á endanum til að segjast ætla að gera íslensku deildina ef ég myndi senda honum allar upplýsingar sem þyrfti. Ég treysti mér engann veginn til að gera þetta allt sjálfur svo og vissi ekki hvernig form ég ætti að setja þetta í, svo að umræðurnar á manutd.is um þetta mál fóru á fullt. Það voru svo geðveikar umræður um þetta á spjallborðinu að það þyrfti að skipta um þræði bara því það var orðið svo rosalega tímafrekt að skrolla niður að nýjustu svörunum. Við fundum það út að það væri réttast að gera bara úrvalsdeildina og að það væri góð lausn að skella þessu í exel skjal. Einhver einn þyrfti að taka að sér hvert lið og það var gífurlegur áhugi fyrir því og fljótlega voru öll liðin í umsjá hjá einhverjum. Eftir 2-3 mánuði var ég kominn með 7 lið en þeir sem vou með hin liðin sögðu að þetta væri allt að koma. Í lok apríl gerði ég <a href=\”http:://www.hamstur.is/mac2/cmmain2.html\“>þessa</a> síðu í von um að fara að fá fleiri lið ég fékk held ég 1 lið eftir það en ég var alltaf að bíða eftir hinum 2. Meðan á þessu öllu stóð hélt ég sambandi við þennan breta en síðan svona ábyggilega 4 mánuðum eftir að ég talaði við hann fyrst þá hætti hann að svara frá mér e-mailum. Ef allir hefðu staðið við það sem þeir sögðu og sent inn liðin þá væri þetta löngu tilbúið en fyrst þetta fór svona þá hætti ég bara við þetta því ekki vissi ég um neinn á Íslandi sem gæti gert svona update.

Einhvern tímann snemma á árinu skráði ég mig á þessa síðu hérna hugi.is. Ég var strax hissa á að cm væri ekki áhugamál hér og spurði vefstjora með e-maili og einnig var ég ásamt nokkrum örðum að tala um þetta á forsíðunni að cm ætti að sjálfsögðu að vera áhugamál. Það rættist 9. apríl og umræður fóru svona ágætlega af stað. Á þessum tíma var ég ekki allveg viss hvað admin var en þegar ég komst að því fór ég að spá hver væri admin hér, því ég hafði ákveðnar hugmyndir um hvað hann gæti gert hér. Menn voru t.d að senda skjáskot inná myndakubbinn sem er allveg fáránlegt eða þeir voru að klippa þessar stóru myndir niðúr í einhverja búta o.s.fr. Ég spurði þess vegna forritarann hérna einn daginn hver væri admin á cm. Hann var nú ekkert viss um að það væri neinn admin, það væru bara ofuradminar sem samþykktu efni. Ég sagði honum því frá ýmsum humgmyndum sem ég hafði um þetta áhugamál og sðurði hvort ég gæti fengið að vera admin. Á þessum tíma var ég ekki með nema ca. 900 stig sem er ekki mikið hér á huga og örugglega eitt lægsta stigaskor sem admin hér hefur haft. Hann sagði að ég gæti fengið að vera admin til reynslu. Ég veit ekki hvort ég er enná í reynslunni eða hvort þeir treysti mér orðið til að sjá um þetta ;)
Þið þekkið flest þá hluti sem ég hef gert hér, ef ekki skoðið þá áhugamálið aðeins betur.
Þetta gerðist 26.júní.

Á sama tíma byrjuðu umræður um að gera aðra tilraun til þess að koma íslensku deildinni í leikinn. Þið skuluð skoða greinarnar og korkana betur ef þið þekkið þá sögu ekki.
Núna er verið að vinna að því að koma þeim upplýsingum sem safnast hafa í nothæft form.


Þann 10.júlí opnaði ný cm heimasíða formlega <a href=\\\”http://cm.simnet.is\\\“>cm.seimnet.is</a>, spjallinu á manutd.is var lokaað fáeinum dögum seinna.

Í sumar byrjaði ég að fara á #cm.is alltaf þegar ég fór á irkið. Stundum var ég 1 og stundum vorum við kannski 3-4. Í dag er þessi rás allan sólarhringinn með 20-50 gesti sem er frábær árángur. Ég hvet alla til að halda áfram að stunda hana og þakka fyrir skemmtilegar umræður og netleiki þar.

14. september kom út demo-ið af cm 01/02 sem er leikurinn sem við erum flest að spila núna.
Mánuði síðar kom síðan leikurinn sjálfur út og seldist í ég veit ekki hvað mörgum eintökum og sló öll fyrri met.
Nú er búið að gera final patch fyrir þann leik sem þið getið sótt ykkur á <a href=\”http://www.sigames.com\">sigames.com</a>.
Það er ekki ólíklegt að einhverjir hafa fengið hann í jólagjöf og ég segi bara við ykkur, skemmtið ykkur vel.

Nú í Desember kom síðan nýr leikur sem nefnist cm quiz og eflasut hafa einhverjir fengið hann í jólagjöf. Mér finnst þessi leikur reyndar hundleiðinlegur en þið megið hafa ykkar skoðanir.

Ég vil þakka ykkur kærlega fyrir allt spjallið, hjálpina við að rífa þetta áhugamál upp og allt skemmtilega efnið sem þið hafið sent hingað á árinu sem er að líða, skemmtið ykkur vel um jólin og áramótin og eigiði gott nýtt cm ár.

mac2
maggi@hamstur.is