Fiorentina 07/08 Fiorentina 07/08

Ég ákvað að taka við liði sem ég hafði aldrei áður verið í Fm sögunni minni, ég ætla að segja frá tímabilinu mínu sem var svona upp og niður.

Sumarkaup:

Kewell 2,9 M

Ég fékk Kewell í þeim tilgangi að verða backup á kanntinn á inn á miðju. Hann kom inn á á skoraði stundum og lagði upp nokkur mörk. Þegar byrja leið á tímabilið þá vann hann sér inn sæti og varð fastamaður í liðinu mínu en lenti í meiðslum og kom enn sterkari til baka. Kewell var allra peningana virði og ég mæli eindregið með honum. Kewell kom við sögu í 31 leik í deildinni þar sem hann skoarði 13 mörk, lagði 10 mörk upp, 4 sinnum maður leiksins og með 7,13 í meðaleinkunn

Dessena 14,5 M

Hann var fenginn sem Key Player og stóð sig hreint frábærlega, hann spilaði 37 leiki í deildinni, skoraði 2 mörk og lgaði upp sex og var með 6,89 í meðaleinkunn, hann var kletturinn í miðjunni minni. Dessena var allra peningana virði og mæli ég með honum

Makinwa 12,25 M

Var fenginn sem aðalsendir en stóð ekki undir væntingum, hann lenti reyndar í slæmum meiðslum og jafnaði sig aldrei almennilega , svo fór hann á afríkumótið og meiddist aldrei en hann kom samt við sögu á 16 deildarleikjum skoraði 3 mörk og lagði 2 upp með meðaleinkunnina 6,65. Makinwa var alls ekki peningana virði en ég mæli með honum hann varð bara óheppninn með meiðsli

Flamini Lán

Flamini var fenginn sem fimmti miðjumaðurinn enn sagan varð önnur, hann varð fljótt aðal miðjumaðurinn minn ásamt Dessena og spilaði hann 34 leikji með 2 mörk og lagði upp 4 með meðaleinkunn 6,88. Flamini er einn besti miðjumarinn í þessum leik og mæli ég með honum og keypti ég hann á næsta tímabili á 2,5 milljónir.

Janúarkaup:

Cacia 3,4 M.

Stjórnin var búinn að kaupa hann áður en ég tók við. Hann spilaði engan leik hjá mér enda mikklu lélegri en hinir strikeranir, Livorno á á næsta tímabili helmingin í honum.

Rafael Van Der Vaart 12 M
Rafael er einn sá besti í þessum leik hann komst strax í byrjunarliðið, hann spilaði 20 leiki skoraði 10 mörk og lagði upp 7, 5 sinnum maður leiksins og með 7,20 í meðaleinkunn. Þennan mann eiga allir að kaupa í hvaða lið sem er.

Karl Svensson 7,5 M

Hann var fenginn í vörnina vegna meiðslavandræða hann spilaði 18 deildarleiki með 6,83 í meðlaeinkunn.

Sumarsölur:

Mutu 20 M
Di Camine 70 k
Tomas Ujfalusi 4,6 M


Janúarsölur:

Montilivo 20 M
Gamberini 10 M

Besta liðið:


——————————–Frey———————————–

Vanden Borre—-Kroldrup—Gamberini/Svenson—PAsqual


—————————Flamini—-Dessena———————–

—————————-Montilivo/Kewell———————–

Jorgensen———————Lupoli———————Kewell/Montilivo

Deildin:

Ég og stjórnin stefndum á því að vera á topp 10, mér var spáð í 6 sæti og ég fékk 10m til að kaupa. Ég vann ekki útileik fyrr en seinasta leikinn á árinu eða í desember en hrökk þá í gang á seinni hlutanum. Ég byrjaði gegn Siena og Ac Milan bæði heima, ég vann siena 2-1 en Ac 3-1. Næsti leikur var gegn Atlanta úti hann fór 0-0. Næstu þrír leikir voru gegn Parma úti, Catania heima og Empoli úti, ég tapaði 3-0 gegn Parma, vann Catania 2-1 og tapaði 2-1 gegn Empoli. Næstu fjórir leikir enduðu 2-0 sigur heima gegn Sampdoria, 2-1 tap heima gegn Juventus, 2-2 jafntefli gegn Inter úti og 4-2 sigur gegn Reggina. Næstu fjórir leikir töpuðust 2-0 gegn Palermo úti, 2-0 gegn Cagliari heima, 1-0 gegn Livorno úti og 3-1 gegn Napoli úti. Næstu tveir fóru jafntefli 5-5 gegn Catania úti í hörkuspennandi leik og Udinese 3-3 heima. Ég vann svo fyrsta útileikinn minn gegn Genoa ég lenti 1-0 undir en kom til baka og vann 6-1. þá komst ég í gang á útivelli í deildinn, ég vann 7 leiki, 2 jafntefli og tapaði tveimur á útivelli eftir leikinn gegn genoa. Næsti var gegn Roma úti og vannst hann 4-2, næsti leikur var gegn Lazio heima og vannst hann 3-2, næstu tveir voru gegn Torino og Ac Milan báðir úti ég vann torino 1-0 og tapaði gegn Ac Milan 3-0. Næstu þrír leikor voru gegn Atlanta heima, siena úti og Prama heima, ég vann Atlanta 1-0, jafntefli gegn Siena 0-0 og 3-2 tap gegn Parma. Ég gerði 2-2 jafntefli gegn Catania úti. Ég vann næstu tvo Empoli 4-2 heima og Sampdoria 4-1 úti. Gerði 1-1 jafntefli við Roma heima, vann Juventus 2-1 úti. Ég tapaði næstu tveimur leikjum báðum heima, Inter 1-0 og Palermo 3-1. Næstu þrír leikir voru úti ég vann fyrstu tvo Reggina 4-0 og Cagliari 2-1, ég tapaði svo á móti Udinese 4-0 sem var þriðji útileikurinn minn í röð. Ég tapaði svo á móti Livorno 3-1 heima, Vann svo Napoli 3-0 og Genoa 1-0 báðir heima. Ég átti útileik gegn Lazio og heimaleik gegn Torino eftir þeir unnust báðir, ég vann Lazio 4-2 og Torino 3-1.

Ég endaði í 6 sæti í deildinni, ég var með 9 besta heimaárangurinn en 4 besta útivallar árangurinn vegnar góðrar seinni hlutar. Ég vann 19 leiki gerði 6 jafntefli og tapaði 13 leikjum. Ég skoraði 70 mörk og fékk 58 mörk á mig.

Deildin endaði svona

1. Juventus stig 75
2. Roma stig 73
3. Palermo stig 71
4. Ac. Milan stig 64
5. Inter stig 64
6. Fiorentina stig 63
—————————-
18. Reggina stig 30
19. Siena stig 28
20. Catania stig 24


Uefa cup:

Ég byrjaði í seinustu undakeppninni til ða koast í riðlana, ég dróst gegn liði sem heitir Panionios sem er frá Grikklandi. Ég byrjaði á útivelli ég vann þann leik 5-0 þar sem Vanden borre, Martin Jorgensen, Flamini, Lupoli og Kewell skorðuð mörkin. Seinni leikurinn fór 1-1 þar sem ég spilaði með varaliðið. Þar sem Lupoli kom inn á og skoraði eina markið hjá mínu liði. Ég dróst með Dinamo Bucarest, Panathinsikos, club brugge og Spartak Moscow. Fyrsti leikurinn var gegn Dinamo Bucarest ég tapaði honum 1-0 þar sem Kroldrup skoraði sjálfsmark, ég var mikklu betri en náði ekki að koma boltanum yfir línuna nema í mitt eigið mark. Næsti var gegn Panathinaikos heima þar vann ég 1-0 með marki frá Flamini. Club Brugge voru næsti úti en tapaði ég honum 2-1, ég var einnig betri í þeim leik en náði ekki að koma boltanum yfir línuna, Pasqual skoraði markið mitt. Seinasti leikurinn var gegn Spartak Moscow þar sem ég laut í grasi fyrir þeim 1-0 en ég átti 23 skot á móti fjórum, það var alveg ótrúlegt hvað ég klúðraði mörgum færum í þessair keppni. Við duttum út úr riðlunum með einn sigur og þrjú töp en við vorum okkur sjálum verstir með því að klúðra trekk í trekk.

Ítalski Bikarinn:

Ég mætti Catania í fyrstu umferð, fyrri leikurinn var á heimavelli Catania, þetta var hörkuleikur sem endaði með 5-5 jafntefli. Lupoli skoraði þrennu, Notilivo eitt og Kewell eitt. Seinni leikurinn var á heimavellinum mínum þar sem ég vann 4-1 eða 9-5 samanlagt, í þeim leik skoraði donadel, Jorgensen og Lupoli tvö. Ég mætti Inter í átta liða úrslitum fyrri leikurinn var heima en seinni úti. Fyrri leikurinn fór 2-2 þar sem Santana og Jorgensen skoruðu. Seinni leikurinn tapaðist 3-1 þar sem Dessena skoraði eina markið mitt.

Uppgjör eftir tímabilið hjá Liðinu:

Deildin: 6 sæti – stjórnin sátt með árangurinn

UEFA cup – stjórnin “okey” með árangurinn en hefði viljað fara upp úr riðlinum

Bikarinn – Sátt með baraáttuna hjá liðinu á móti Inter sátt með árangurinn meðað við mótherja

Stjórnin var sátt með árangurinn minn með liðið á tímabilinu og glöð með kaupin.

Uppgjör leikmanna:

Markahæstur: Lupoli 25 mörk

Flest mörk í leik: Lupoli 3

Flestar stoðsendingar: Lupoli 15

Hæsta Meðaleinkunn: Lupoli – 7,04 (44 leikir)

Oftast maður leiksins: Frey 6 sinnum

Grófastur: Flamini 12 gul spjöld

“Fan Player of the Year”:Lupoli

Foreign Player of the Year: Kewell var í öðru sæti(Kaka sem vann var með lærri meðaleinkunn, skoraði færri mörk og lagði upp einum fleiri mörk en spilaði fimm leikjum meira, Plús það að Kewell kom oft inn á, þannig ða það var ósanngjart að Kaka vann en ekki Kewell.)

Player of the Year: Van Der Vaart í öðru sæti.

Team Of The Year: Kewell og Van der Vaart voru í liðinu.

Young Player of the Year: Lupoli vann það.

Það var skandall að Lupoli var ekki í liði ársins.
"An eye for an eye makes the whole world blind." - Ghandi