Newcastle United 07-08 Jæja ég vildi senda hérna inn grein um gengi mitt á 1. tímabili í Fm 2008, sem mér finnst mjög vel gerður og flottar nýjungar í honum, en nokkrir veel pirrandi gallar sem eru að gera mann brjálaðann stundum.

En allavega, ég tók við mínu uppáhaldsliði, Newcastle United og fékk ég 8 milljónir punda til leikmannakaupa. Ég sagðist ætla að enda í efri hluta deildarinnar og var stjórnin sátt við það.

Leikmenn keyptir fyrir tímabilið:

- Henri Saivet frá Bordeaux á 325k – keyptur fyrir framtíðina, spilaði samt nokkra aðalliðsleiki og stóð sig mjög vel.
- Sergey Ignashevich frá CSKA Moscow frítt – hann var lykilmaður í vörninni hjá mér og fyrirliði liðsins.
- Mika Aaritalo frá Turun Palloseura á 100k – Var keyptur fyrir framtíðina en endaði svo að spila reglulega fyrir aðalliðið og var mikið hrósað honum, assistant managerinn minn sagði hann sterkasta vinstri kantmanninn minn strax í byrjun, betri en td Duff og N’Zogbia
- Marek Sapara frá Rosenborg á 1,2M – Mörg stórlið voru á eftir þessum snjalla leikmanni sem scoutarnir mínir kepptust við að hrósa. Að lokum valdi hann að koma til mín og varð fastamaður í aðalliðinu og stóð sig með prýði.
- Axel Witsel frá Standard á 400k - keyptur fyrir framtíðina, spilaði samt nokkra aðalliðsleiki og stóð sig mjög vel.
- Género Zeefuik frá PSV á 1,3M – Mjög efnilegur striker sem ég fékk fyrir framtíðina. Markahæsti leikmaður varaliðsins.
- Steven Defour frá Standard á 2,7M – Mjög efnilegur miðjumaður sem var fastamaður í aðalliðinu og stóð sig miklu betur en ég átti von á.
- Marco Materazzi frá Inter í láni – Sá að þessi reynslubolti var á sölulista hjá Inter svo ég fékk hann lánaðann sem traustann back up. Spilaði aðallega mikilvægustu leikina mína og stóð sig með prýði þrátt fyrir að vera kominn á aldur.
- Collins John frá Fulham á láni – átti að vera back up ef ég mundi lenda í meiðslavandræðum en það var ekki svo hann spilaði ekki mikið fyrir mig.

Stjórnin gaf mér svo meiri pening til að versla í janúar.

Leikmenn keyptir í janúarglugganum:

Kristján Örn Sigurðsson frá Brann frítt – Keyptur aðallega sem back up, fékk rautt í sínum öðrum leik og klúðraði möguleikum mínum á að komast áfram í bikarnum og var ég brjálaður útí hann og hann fékk að dúsa í varaliðinu það sem eftir var.

Eggert Jónsson frá Hearts á 900k – Keyptur sem back up, spilaði örfáa leiki og stóð sig ágætlega í þeim, var aðallega í varaliðinu,

Georginio Wijnaldum frá Feyenoord á 1,2M - keyptur fyrir framtíðina, spilaði samt nokkra aðalliðsleiki og stóð sig mjög vel.

Mark Wilson frá Celtic á 8.M – Keyptur til að leysa hægri bakvarðarstöðuna fyrir mig og stóð sig með prýði.

Leikmenn seldir á tímabilinu:

- Fraser Forster til Yeovil á 95k – hafði engin not fyrir hann.
- James Troisi til Leeds á 300k – eftir kaupin mín þá var framtíð hans í liðinu engin. Stóð sig vel hjá Leeds.

Svo núna eftir tímabilið þegar leikmannaglugginn opnar aftur þá eru þegar búið ákveða nokkuð.

Leikmenn inn (staðfest)
Vagner Love frá CSKA Moscow á 3,8M
Alex frá Vasco á 1,9M

Leikmenn út (staðfest)
José Enrique til Valencia á 8.M

Helstu record í deildinni:

Flest mörk skoruð: Michael Owen – 16 mörk í 26 leikjum.
Flestar stoðsendingar: Michael Owen – 11 stoðsendingar í 26 leikjum.
Maður leiksins: Shay Given – 7 sinnum maður leiksins í 33 leikjum.
Hæsta meðaleinkunn: Shay Given – 7,11 í meðaleinkunn í 36 leikjum
Flest spjöld: Marek Sapara – 11 gul spjöld og 1 rautt spjald í 25 leikjum.
Leikmaður ársins valinn af stuðningsmönnum: Michael Owen.

Lið ársins valið af stuðningsmönnum:
GK. Shay Given
DR. Geremi
DL. José Enrique
DC. Sergey Ignashevich
DC. Abdoulaye Faye
MR. Alan Smith
ML. Charles N’Zogbia
MC. Steven Defour
MC. Marek Sapara
FC. Michael Owen
FC. Mark Viduka

Bekkurinn:
Steve Harper
James Milner
Obafemi Martins
Joey Barton
Mika Aaritalo

Ég byrjaði hörmulega í deildinni og tapaði fyrstu 3 leikjunum á móti Man Utd, Aston Villa og Birmingham. Var ég mjög svekktur með þessa byrjun enda hafði ég miklar vonir fyrir tímabilið.
Næstu leikir gengu aðeins betur en samt var ég í neðri hluta deildarinnar fram eftir vetri og voru jafntefli tíð, sérstaklega þegar mótherjarnir jafna seint í leiknum sama hvað ég er búinn að hafa mikla yfirburði.
Stóð mig ágætlega í jólatörninni og var kominn í 3. sæti áður en langt um leið. Ég var þarna í kringum 3. sætið það sem eftir var af tímabilinu ásamt Man City, Portsmouth, Arsenal, Bolton Liverpool og fleirum, en Man Utd og Chelsea voru stungin af.
Ég var orðinn áhyggjufullur þegar ég átti um það bil 5 umferðir eftir, og var farinn að óttast að ég næði ekki í evrópukeppni með þessu áframhaldi. En ég vann síðustu 5 leikina í deildinni á móti Sunderland, West Ham, Middlesbrough, Derby, og svo dramatískur sigur á Man City í lokaumferðinni. Í lokaumferðinni mætti ég Man City en Arsenal, sem var í baráttu um 4. sætið við mig, kepptu við Wigan. Ég varð að treysta á að Wigan stæðu sig gegn Arsenal og að ég mundi vinna City sem höfðu átt gott tímabil. Ég komst fljótlega yfir í leiknum og var kominn í 4. sætið af því að Arsenal voru að gera jafntefli við Wigan. Ég var orðinn mjög stressaður á lokamínútunum þar sem City gerðu harða atlögu að marki mínu og ég varð að vona að Arsenal næðu ekki að skora á Wigan. Það gekk eftir, ég vann en Arsenal gerði markalaust jafntefli svo 4. sætið var mitt, og var ég auðvitað allsvakalega ánægður með það.

Það gekk ekki eins vel í bikarkeppnunum, vann Millwall 3-1 í 2. umferð Deildarbikarsins en tapaði í 3. umferð á móti Birmingham.
Í FA bikarnum vann ég Coventry 4-1 í 3. umferð en tapaði í 4. umferð gegn Tottenham í tveimur leikjum, eftir jafntefli í fyrri leiknum. Svo bikardraumur minn og eini raunhæfi möguleiki minn á titli var úti.

Lokastaðan í deildinni:
http://img148.imageshack.us/my.php?image=staadeildqd8.jpg

Leikir tímabilið 07-08

1/3 http://img148.imageshack.us/my.php?image=leikir1il0.jpg

2/3
http://img513.imageshack.us/my.php?image=leikir2wh5.jpg

3/3
http://img141.imageshack.us/my.php?image=leikir3os2.jpg

Svo endilega segja ykkar álit á þessari grein, og hvort þið viljið framhald þegar ég er búinn með 2. tímabil :)