Ég var staddur í Skífuni í dag þegar ég rak augun í þennan leik. Það hefur verið mikið rætt um það mál hvort að ætti að setja inn í CM að þegar maður hefur lokið farsælum knattspyrnustjóraferli þá geti maður orðið chairman. Well, hérna er leikurinn nánast komin fyrir utan það að hann er ekki frá SI.

Viðfangsefni þitt í leiknum er það að þú ert í starfi Director of football. Þú ert líka að managera liðinu. Þú þarft t.d. að setja upp takTÍK [:)] og kaupa menn og öll svoleiðis venjuleg manager störf. En þú þarft líka að sjá um að völlurinn sé nógu stór, þarft að taka ákvarðanir um hversu mörg bílastæði þú vilt hafa fyrir utan völlinn, hversu hátt miðaverðið á að vera ofl. Þú þarft að hafa séð fyrir því að liðið hafi ,,sponsora´´ og allt svoleiðis. Sem sagt áttu að stjórna liði og vera þinn eigin boss.

Þetta hljómar allt saman vel en samt sem áður leist mér ekkert allt of vel á leikinn. Þessi fræga 3D sýningarvél er til staðar og mér fannst menu-inn ljótari en í CM. Ally Mcoist mæli með honum (hver í fj**** er það? Kannast samt við nafnið) eins og frægt er orðið um þessa player-manager leiki, að einhver mæli með þeim. Ég ætla mér ekki að kaupa hann en fyrir þá sem hafa áhuga kostar hann 3990 í Skífunni í Smáralind.

Kveðja,
Pires
Anyway the wind blows…