Ég ætla skrifa dálitla óhefðbundna grein. Hún mun aðeins fjalla um kaup og sölur sem ég hef gert þessi fimm tímabil sem ég hef spilað með Juventus auk sumargluggann fyrir það 6.

Verður samt meira en bara nöfn á blaði og vondandi getur einhver nýtt sér þetta þegar hann er að leyta að leikmönnum.
Í lokin mun ég svo segja mitt álit á bestu og verstu kaupunum mínum.



2006/2007

Kaup:

Tranquillo Barnetta (AMRL) á 8,75m frá Leverkusen
Okaka á 2m (ST) (co-own) frá Roma
Dennis Boskailo (DRC) á 180k + 15% af næstu sölu frá Djurgården
Fredrik Holster (AMRC) á 30k frá Häcken

Samtals: 11m

Sölur:

David Trezeguet (ST) á 15,25m til Lyon
Mauro Camoranesi (AMR) á 7m til Bayern München
Giuliano Giannichedda (D/DM) á 2,6m til Chievo *í janúar
Sebastian Giovinco (AM/FC) á 40k (co-own) til Reggina
Orlando Urbano (DC) á 10k + 40% til Arezzo

Samtals: 25m

Lán inn/út:

Bara einhverjir ungir ómerkilegir lánaðir.

Eins og væntanlega flestir vita þá byrjar Juventus í Seria B. Þrátt fyrir mínusstigin þá var ég langsigurstranglegastur enda með sterkan hóp þó hann hafi ekki verið breiður. Hinsvegar voru nokkrir menn ekki tilbúnir að spila í Seria B og því þurfti ég að selja þá. Áttaði mig seinna á því að ég hefði átt að meira fyrir Camoranesi en salan sat hinsvegar ekki í mér.
Það reyndist erfitt að að fá staðgengil fyrir Trezeguet af sama klassa þannig að ég ákvað að fá Okaka. Ástæðan fyrir því að ég fékk hann á co-own var einföld. Hann vildi ekki fara frá Roma en hinsvegar tilbúinn að koma á láni eða co-own. Ég ætlaði mér ekki að fá einhvern 17 ára gæja sem lánsmenn en hann var hin fullkomnu framtíðarkaup að þessu sinni.
Barnetta fyllti mjög vel í skarðið þó hann reyndist dýrari.
Ég legg alltaf mjög mikið uppúr að scouta og reyndist það mér vel þar sem einn scoutinn minn fann þessa tvo ungu leikmenn í Svíþjóð. Boskailo skilst mér vera nokkuð þekktur núna en þá var hann nýtt nafn fyrir mér.
Hann varð í lok tímabilsins valinn bestu kaup tímabilsins. Allir fjórir voru hinsvegar góð kaup að því leyti til að þeir eru ennþá allir hjá mér í Juve.



2007/2008

Kaup:

Carlos Diogo (D/WBR) á 8,75m frá Real Madrid
Enzo Maresca (DM) á 5,75m frá Sevilla
Anthony Vanden Borre (DRC/WBR/DM/MRC) á 3,4m + 10% frá Anderlecht
Marcelo Grohe (GK) á 1,9m frá Gremio
Hasan Salihamidzic (WBR/MRL) frítt frá Bayern München

Samtals: 19,75m

Sölur:

Manuele Blasi (DM) á 3,1m til Udinese
Alessio Tacchinardi (DM) á 3m til Parma

Samtals: 6,1m

Lán inn/út:

Claudio Marchisio (MC) til Perugia
Domenico Criscito (DC) til Piacenza
Rey Volpato (ST) til Monza
Fredrik Holster (AMRC) til Nantes í janúar
auk fleirri ungra leikmanna

Vantaði aðeins uppá hópinn til þess að geta keppt við þá bestu almenninlega. Diogo var fenginn því það vantaði algjörlega hægri bak og Borre og Maresca til þess að keppast um DM stöðuna. Auk þess gefur Borre breidd næstum alls staðar annars staðar enda líklegast algengustu og ein bestu kaup sem hægt er að gera snemma í þessum leik. Grohe var fenginn til að vera varamarkvörður því það var enginn fyrir og Salihamidzic átti nú þegar að koma og ég fékk ekkert um það ráðið. Samt góður varamaður á kantinum og janfvel bakverðinum þannig að ég kvarta ekki.
Blasi og Tacchinardi fóru því ég sá ekki fram á að þeir kæmust í hópinn en þeir eru samt báðir fínir leikmenn.
Holster fékk sína sénsa í Seria B og stóð sig ágætlega en þegar ég var kominn í janúar sá ég að hann hefði betri not af tækifæri til að bæta sig annars staðar.



2008/2009

Kaup:

Sergio Agüero (AM/FC) á 13m frá Atl. Madrid *í janúar
Nani (AMRLC) á 12m frá Sporting CP
Jaques Faty (DC) á 3,3m frá Atl. Madrid
Aleesandro Tuia (DC) á 1,3m frá Lazio *í janúar
Valeri Boijnov (AMR/ST) á 100k (co-own) frá Fiorentina
Okaka (ST) á 100k (co-own) frá Roma
Lassana Diarra (DM) frítt frá Chelsea
Sebastian Kehl (DM) frítt frá Dortmund
Ívar Ingimarsson (DC) frítt frá Reading
Carlos Javier Cuéllar (DC) frítt frá Osasuna
Souza (ST) frítt frá Portuguesa

Samtals: 29,8m

Sölur:

Antonio Mirante (GK) á 2,1m til Chievo *í janúar
Abdoulay Konko (WB/AMR)á 925k (co-own) til Siena
Cristian Molinaro (D/WB/AML) á 425k (co-own)til Siena
Victor Budyanski (MC) á 130k (co-own) til Ascoli
Nicola Legrottaglie (SW/DC) frítt til Lecce
Olivier Kapo (AMLC) frítt til Bolton
Giuseppe Sculli (AML/ST) frítt til Crotone
Marco Brighi (MRC) samningslaus
ásamt 24 öðrum leikmönnum sem samningur var ekki endurnýjaður.

Samtals: 3,6m

Lán inn/út

Souza (ST) til Real Sociedad
Federico Balzaretti (D/WBRL)til Ascoli
Claudio Marchisio (MC) til Chievo
Fredrik Holster (AMRC) til Mainz
ásamt fleiri ungum leikmönnum

Ástæðan fyrir að ég fékk Agüero er sú að hann er Agüero. Ástæðan fyrir því að hann var ódýr var því Atl. Madrid féllu. Þess vegna kostaði Faty líka svona lítið en ég hafði reyndar kepy hann tímabilið áður. Hann fór á lán áður en hann skrifaði undir hjá mér og þess vegna kom hann ekki fyrr.
Svo fékk ég líka Boijnov og Okaka á bullverði. Ég hef lært það á reynslunni að þegar tölvan á helminginn í leikmönnum þá býður hún ekkert í þá þegar þeir eru hjá hinu liðinu. Með restina af leikmönnunum bauð ég 0 og enduðu því langflestir frítt í hinum liðunum nema þessir þrír sem ég seldi ódýrt.
Ég missti mig aðeins í fríum DC og DMC en scoutinn og aðstoðarþjálfarinn sagði samt um alla að þeir væru good signings þannig að ég treysti þeim. Auk þess ekki um launahæstu mennina að ræða.
Ég mæli mjög mikið með Diarra, Cuellar og Tuia. Cuellar er góður og ódyr miðvörður. Diarra getur verið byrjunarliðsmaður í hvaða liði sem er og ekki láta því technical tölurnar blekkja ykkur. Hann hefur alltaf haldið öðrum úr liðinu hjá mér með góðri frammistöðu. Tuia er unglingur í Lazio sem verður besti ítalski DC í leiknum. Alveg pottþétt.
Souza er afrakstur feeder club hjá mér. Það er vaninn hjá mér að eignast marga feeder clubs um allan heim og svo kaupi ég alltaf unga leikmenn í liðinu ef ég sé annað stórt lið bjóða í þá. Þannig scoutar tölvan fyrir mig. Í öðru save-i hjá mér fann ég t.d. besta markmann sem ég hef séð í manager og var hann regen sem kom upp í gegnum Sturm Graz. Hafið því augun opin.
Nani kom í vinstri kantinn því Nedved var orðinn of gamall. Flest kaupin voru samt fyrir framtíðina.
Þá sem ég lánaði, lánaði ég því ég vildi að þeir fengu reynslu auk þess að ég vildi ekki að sumir þeirra fari ekki að væla fyrir að fá ekki að vera í byrjunarliðinu.


2009/2010

Kaup:

Daniel Alves (D/WBR) á 40m frá Barcelona
Vincenct Kompany (DC) á 11m frá Fulham
Giovanni dos Santos (AMC) frítt frá Barcelona
Bojan (ST) frítt frá Barcelona
Sergio Tejera (AMRLC) frítt frá Chelsea
Michael Mancienne (DC) frítt frá Chelsea

Samtals: 41m

Sölur:

Marcelo Zalayeta (ST) á 425k til Getafe
Andrea Pisani (DC) á 120k (co-own) til Udinese
Jonathan Zebina (DRC/WBR) frítt til Espanyol
Rey Volpato (ST) frítt til Catania
Rubén Olivera (AMRLC) frítt til Atl. Madrid
Matteo Paro (MC) frítt til Roma

Samtals: 550k

Lán inn/út:

Cristiano Zanetti (DM) til Derby
Igor Tudor (DC/DM) til Dinamo
Claudio Marchisio (MC) til Vicenza
Micahel Mancienne (DC) til Celtic
Felice Piccolo (DRC) til Watford
Marco Marchionno (AMR) til Watford
Domenico Criscito (DC) til Siena
Alessandro Tuia (DC) tl Vicenza
Souza (ST) til Avellino
Dennis Boskailo (DRC) til Torino
Fredrik Holster (AMRC) til Verona
Sergio Tejera (AMRLC) til Vicenza
Bojan (ST) til Vicenza
Federico Balzaretti (D/WBRL) til Paris St. German


Ég keypti Daniel Alves og Kompany því mig langaði mikið í þá báða þar sem ég hef aldrei keypt þá áður. Diogo meiddist líka í undirbúningstímabilinu í 4mánuði þannig að annað kom ekki til greina en að fá Alves. Þrátt fyrir alla nýju DC fékk ég mér Kompany vegna ofangreindra ástæðu og mig vantaði world class leikmann í þessa stöðu við hlið Faty. Allir hinir voru ungir og nokkuð kunnulegir. Fékk þá því ég veit þeir eru efnilegir og ef ég kem ekki til með að hafa not fyrir þá þá fengi ég a.m.k. góðan pening fyrir þá.
Dos Santos komst í hópinn því hann spilaði vel á undirbúningstímabilinu en hina lánaði ég. Aldrei hef ég lánað svona marga menn sem gætu auðveldlega verið fínir backup-menn fyrir byrjunarliðið og segir það nokkuð um breiddina.
Ég var meira í lán- en sölupakkanaum og seldi því enga merkilega. Sárt samt að missa Paro því hann var byrjunarliðsmaður og spilaði vel en hann vildi nýtt challenge.



2010/2011

Kaup:

Lionel Messi (AMRLC/FC) á 65m + 10% frá Barcelona *í janúar
Royston Drenthe (D/AML) á 7m frá Udinese
Vincent Degré (GK) á 2m frá Betis
Ibai Bilbao (DLC/DM/MLC) frá Real Sociedad
David Beckham (MRC) frítt frá Real Madrid
Júlio Baptista (AM/FC) frítt frá Arsenal
Lucas Biglia (DM) frítt frá Anderlecht
Guy Asulin (AMRLC) frítt frá Barcelona
Antonio Cassano (AMR/FC) frítt frá Real Madrid
Chritian Benavente (AMRC) frítt frá Real Madrid
Sean Batty (DC) frítt frá Watford

Samtals: 64m

Sölur:

Claudio Marchisio (MC) á 8m til Real Madrid
Domenico Criscito (DC) á 1,4m (co-own) til Napoli
Federico Balzaretti (D/WBRL) til Paris
Ívar Ingimarsson (DC) frítt til Xerez
Felice Piccolo (DRC) frítt til Lecce
Jean-Alain Boumsong (DC) frítt til Derby

Samtals: 10,5m

Lán inn/út:

Souza (ST) til Sampdoria
Guy Asulin (AMRLC) til Recreativo
Fredrik Holster (AMRC) til Watford
Marco Marchionni (AMR) til Watford
Dennis Boskailo (DRC) til Watford
Andrea Gasbarroni (AMRLC) til Strasbourg *í janúar
Michael Mancienne (DC) til Strasbourg *í janúar
Sean Batty (DC) til Celtic *í janúar
Cristian Benavente (AMRC) til Udinese *í janúar

Lionel Messi er langdýrasti maðurinn sem ég hef nokkurn tímann keypt í manager. Ástæðan fyrir því að ég leyfði mér að kaupa hann var sú að ég hafði eytt svo litlu þetta tímabil og átti 100m til að kaupa. Auk þess vantaði mig e-ð risanafn og geðveikan knattspyrnumann í AMR stöðuna þar sem það voru bara semi world class leikmenn og menn aðeins accomplished til að spila þá stöðu fyrir. Boijnov hafði spilað mikið þar en ég vil frekar hafa hann frammi.
Nýtt samband myndaðist við Watford og vil ég gjarnan hjálpa þeim aftur upp í úrvalsdeildina. Sérstaklega þar sem ég fékk ungan DC, Sean Batty að nafni, frítt frá þeim en hann er góður og mjög efnilegur. Tuia og Batty eru núna eftirsóttustu DC í heiminum.
Fyrir tímabilið var Baptista sá eini sem var fenginn með byrjunarliðssæti í huga en restin varamenn. Beckham og Cassano aðallega fengnir uppá djókið þó Cassano væri ekkert gamall neitt.
Bilbao er einnig afrakstur feeder clubs og fékk ég mér hann því hann er 17 ára með góðar tölur, sama fjölhæfni og Borre og auk þess ætlaði Valencia að kaupa hann og var það bara enn fremur sönnun að mikið efni væri þar á ferð.
Degré var fenginn því Buffon og Grohe líkaði ekki lengur vel viðhvorn annan eftir misheppnaða kennslu Buffon. Ætlaði því að losna við Grohe og fékk mér Degré snemma til að vera öruggur með varamarkvörð. Auk þess er hann betri en Grohe.
Benavente er ungur leikmaður sem ég mæli með.



2011-sumarglugginn

Kaup:

Martin Raschnig (MC) á 1,9m frá Salzburg
Andrea Pirlo (DM) frítt frá AC Milan
Pasquale Foggia (AMRL) frítt frá Sevilla
Domenico Diano (AMR) frítt frá Reggina

Samtals: 1,9m

Sölur:

Carlos Diogo (D/WBR) á 10m til Man Utd
Marcelo Grohe (GK) á 2,2m + 10% til Hamburg
Domenic Criscito (DC) á 500k (hinn helmingurinn) til Napoli
Enzo Maresca (DM) frítt til Villarreal
Sebastian Kehl (DM) frítt til Vicenza
Andrea Gasbarroni (AMRLC) frítt til Chievo
Fabrizio Miccoli (FC) samningslaus
David Beckham hætti

Samtals: 12,75m

Lán inn/út:

Cristian Benavente (AMRC) til Bayern München
Fredrik Holster (AMRC) til Watford
Michael Mancienne (DC) til Watford
Martin Ratschnig (MC) til Watford
Marco Marchionni (AMR) til Strasbourg
Souza (ST) til Standard
Carlos Javier Cuéllar (DC) til Standard
Guy Asulin (AMRLC) til Recreativo
Ibai Bilbao (DLC/DM/MLC) til Xerez

Gætu orðið mín bestu kaup til þessa, Andrea Pirlo. Einn besti miðjumaðurinn í leiknum. Einn af þremur nýju Ítölum sem komu til mín en manager fannst ég ekki vera með nóg af þeim þannig að ég sanka þeim nú að mér. Með 7 landsliðsmenn:)
Einn á tímabili er orðið venja. Tottenham ætluðu að kaupa Martin Ratschnig þannig að þeir fundu hann fyrir mig og ég hirti hann. Senti hann ásamt tveimur öðrum til að hjálpa félögum mínum í Watford að vinna Championship á Englandi. Lánaði svo Souza og Cuéllar til Standard því þeir eru í Meistaradeildinni og langaði mig að hjálpa þeim líka.
Annars þurfti ég ekki að bæta fleirum leikmönnum við mig en þetta enda algjör óþarfi. Losnaði líka við tvo menn sem mig langaði að losna við. Diogo sem ég fékk góðan pening fyrir og Grohe sem var fúll. Nokkrir gamlingjar fóru líka frítt en þeir áttu ekki lengur pláss í liðinu.

Núna mínu bestu og verstu kaup. Segjum topp 5 bara.

Topp 5 bestu

1. Sergio Agüero
2. Jacques Faty
3. Andrea Pirlo
4. Lassana Diarra
5. Lionel Messi

Topp 5 verstu

1. Royston Drenthe
2. Enzo Maresca
3. Antonio Cassano

Bara hef ekki gert fleiri slöpp kaup. Allir hinir sem spiluðu stóðu sig vel. Ástæðan fyrir því að Cassano er þarna er því hann er með einhvern pening í laun en hinir sem voru ókeypis ekki með neitt spes. Meira segja Grohe var ekki lélegur. Þurfti einu sinni að vera e-ð í markinu í það skiptið sem Buffon meiddist og hélt hreinu í helming leikjanna með 7,39 í meðaleinkunn.

Þeir sem lásu þessar grein eiga von á yfirliti yfir öll tímabilin sem ég hef spilað í þessu save-i. Coming soon!
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”