Mér gengur svo geðveikt vel núna að ég verð eiginlega að deila aðeins með ykkur hvað er að gerast hjá mér. Ég hef spilað cm í mörg ár en sjaldan gengið jafn vel og nú. Ég er með Man.uni og er á 8 tímabili, er búinn að vinna 7 englandsmeistaratitla í röð, tvisvar orðið FA meistari en að vísu þrisvar tapað í úrslitum, þrisvar unnið league cup og tvisvar tapað úrslitum, svo er ég með 3 meistaradeildartitla og eitt tap í úrslitum, ég er líka búinn að vinna 6 sinnum í góðgerðarskyldinum. Og svo sótti ég um hjá Enska landsliðinu og fékk starfið og komst þá að þeirri snilld að ég get verið áfram hjá Man og stjórnað landsliðinu með. Það er ekki slæm fjárhagsstaðan heldur því að ég er með 142 milljónir punda. Endilega deilið einhverjum sögum ef vel gengur!!