Mér finnst þessi leikur sá erfiðasti sem hefur komið frá þeim. Ég hef verið með mörg lið en ekki ennþá unnið deildina þótt að ég noti 4-3-3 sem á að vera nánast öruggt kerfi. Eina sem ég myndi vilja sjá í þessum leikjum er það að hafa stjóranna á launum og þeir séu að svoldið að skoða launin þegar þeir skipta um lið. Einnig myndi ég vilja skoða það að hafa líf eftir stjórann, þ.e.s. að sjá þá vera formann í liði eða eitthvað þannig. Hann tekur við að ráða stjóra og gæti haft áhrif á kaup og sölu og setur markmið fyrir hvert ár. Þú þyrftir samt að hafa náð einhverjum árangri til að komast að sem Formaður t.d. vinna eitthvað eða ná ákveðnum stigum eða eitthvað svoleiðis. Hvað finnst ykkur, er þetta raunhæft?