Ég ákvað að taka við spænska landsliðinu og sjá hvernig mér gengi á EM. Ég var óþekktur íslenskur þjálfari og fólk var byrjað að efast um gengi liðsins í framtíðinni. Í undankeppni EM var ég í riðli með Svíþjóð, Íslandi, Danmörku, Norður Írlandi, Lettlandi og Liechtenstein. Fyrsti leikurinn var á móti Liechtenstein sem ég vann auðveldlega 7-0. Næsti leikur var við Norður Írland en ég vann hann 1-0. Í næstu leikjum vann ég Svíþjóð 4-1, Danmörku 2-0 og Ísland 2-0.

Riðillinn endaði svona(hvert lið spilaði 12 leiki):

1. Spánn 11 1 0 +30 34
2. Danmörk 8 0 4 +10 24
3. Ísland(!!) 7 3 2 +8 24
4. Svíþjóð 6 2 4 +5 20
5. Lettland -14 8
6. Norður Írland - 11 6
7. Liechtenstein -28 4

Ég vann alla mína leiki í riðlinum nema einn, það var 1-1 jafntefli á móti Íslandi. Ótrúlegt en satt voru Íslendingar næstum því allan tímann í 2. sæti og enduðu riðilinn með 24 stig! Í síðustu umferðinni voru Íslendingar í 2. sæti með 24 stig og Danir í 3. sæti með 21 stig. Síðasti leikurinn var Ísland-Danmörk og fór hann 4-0 fyrir Dönum! Danir komust á EM útaf markatölu. Dálítið niðurdrepandi fyrir Íslendinga.

Liðið mitt fyrir EM 2008 var svona:

Ég var með 4-2-3-1.

Iker Casillas


S.Ramos/A.Iraola—C.Puyol—G.Pique—A.Del Horno/Melli


Xavi/D.Albelda—F.Fabregas/A.Zapater



<—Joaquin/L.García—Raúl/Raúl García—Vincente/Reyes/Silva—>


D.Villa/F.Torres


Ég dróst í riðil með Portúgal, Ítalíu og Sviss. Frekar erfiður riðill. Fyrsti leikurinn var á móti Portúgal og fór hann 2-0 fyrir mér. Næsti leikur var á móti Ítalíu og ég vissi að það yrði erfiður leikur. Hann fór 1-1 og Ítalir voru betri næstum því allan leikinn. Síðasti leikurinn var á móti Sviss og fór hann 6-0 fyrir mér.

Riðilinn fór svona:

1. Spánn +8 7
2. Ítalía +1 4
3. Portúgal -1 4
4. Sviss -8 1

Ég var kominn áfram upp í 8 liða úrslit. Þar keppti ég á móti Hollandi. Ég vann þá 2-1 og var kominn í undanúrslit. Þar keppti ég á móti Rússlandi og vann þá 2-1, Ítalía vann England í vítaspyrnukeppni þannig að Spánn og Ítalía voru komin í úrslit. 61000 manns voru mættir á völlinn fyrir úrslitaleikinn og margir af mínum leikmönnum voru í banni eftir mörg gul spjöld. Leikurinn byrjaði og Raúl skoraði strax á 10. mínútu. Ítalir voru brjálaðir en náðu ekki að skora í fyrri hálfleik. Ítalir byrjuðu seinni hálfleik á því að De Rossi skoraði á 50. mínútu. Ég var orðinn dálítið stressaður sérstaklega eftir að Raúl meiddist á 55. mínútu. Ítalir voru í sókn næstum því allan tímann en ég náði að halda þetta út. 90 mínútur voru búnar og framlengingin að hefjast. Hún var frekar jöfn og á 118 mín skaut Luis García rétt yfir markið. Það var greinilega síðasta færið mitt í leiknum og það var komið að vítaspyrnukeppni. David Villa tók fyrsta vítið og skoraði örugglega enda er hann með 20 í penalty taking. Pazzini tók fyrsta vítið fyrir Ítalíu og skaut í miðjuna á markinu en Iker Casillas stóð kyrr í markinu og varði skotið. Næstu þrír leikmenn Spánar og Ítalíu skoruðu og Zambrotta átti að taka síðasta vítið fyrir Ítalíu. Hann skoraði og Jesús Navas tók síðasta vítið fyrir Spán. Ef hann myndi skora þá yrðu spánverjar Evrópumeistarar. Hann skorar örugglega og Spánn eru Evrópumeistarar 2008. Þeir voru síðast meistarar 1964.

David Villa var markahæstur á EM og skoraði 7 mörk. Stærsti sigurinn minn var 6-0 á móti Sviss. Ég tapaði ekki einum einasta leik í þessu save-i. Núna er næsta skref að vinna HM.

Endilega koma með smá gagnrýni því þetta er fyrsta greinin sem ég skrifa.