Jæja, eftir 7 góð á með Forest Green og slatta af tiltlum og persónulegum verðlaunum (samtals 40 sinnum þjálfari mánaðarsins og 2 þjálfari ársins í Englandi) ákvað ég að þetta lið færi ekki lengra (ég bara nennti ekki að berjast lengur við meistaradeildina, ég er búinn að tapa of oft í úrslitaleiknum).
Svo ég ákvað að segja bara upp og sjá hvaða störf væru á lausu. Nú ég fann Lens í frönsku deildinni, en franska deildin einhvernvegin hefur aldrei heillað mig (alltof lítið af pening og líkur á góður gengi í Evrópukeppninni eru litlar). En það voru nokkur lið á Ítalíu sem vildu endilega fá mig, og á endanum þá fann ég hið glæsilega Neriaca (eða eitthvað svoleiðis, ég er ekki með saveið fyrir framan mig) sem voru nokkurnvegin nýliðar í Ítölsku Serie C/2 (Gerist ekki minna en það :) ) og það fyrsta sem ég þurfti að gera var að free transfera 8 leikmenn (langaði að losna við fleiri en ákvað að vera ekkert að gera stjórnina fúlari) einmitt um leið og ég skrifaði undir þá keypti liðið 7 nýja leikmenn, og einn af þeim var svona nokkuð þolanlegur. Fullt af leikmönnum voru settir á sölulista og það gekk nokkuð greiðlega að losna við þá (flestir fóru nú fyrir lítið sem ekkert reyndar) En það skemmtilega var þegar ég kíkti í bókhaldið, 1 milljón pund til að kaupa leikmenn.

Minn hoppaði nú af kæti og fór að leita og leita. 3 DC-ar voru snöggir að hlaupa inn, einn vinstri kantur kom fljótlega, einn sem var M/LRC og 2 sóknarmenn. Og svo einn smákall, svona til að hafa meðalnöfnin nógu stutt. Ég fékk Figo frítt. :D Hann er reyndar orðinn 34 ára og með 14 í stamina, en samt, Figo er alltaf Figo.

Er búinn að eyða tæpri milljón og á hálfa eftir enn (náði að selja einn aumingjann fyrir hálfa milljón, enn meiri kætishoppanir) og spilaði einn æfingaleik, eitthvað Ítalskt smálið, og vann 5-1. Ég vona bara að afgangurinn af tímabilinu eigi eftir að ganga jafn vel :)

Jæja, besti þjálfri í heimi (skv. leiknum, ekki mín orð ;) ) farinn aftur í neðri deildirnar. Hvað eru líkurnar á því að mér takist að vinna ítalska tiltilinn á 4 árum? :D