Austurlönd nær - Tyrkneska landsliðið Þetta er mín fyrsta grein inn á /manager svo endilega komið með gagnrýni, en ekki of harkalega! :D


Eftir undankeppni EM 2004 lentu Tyrkir í umspili við Letta um það hvort þjóðin færi áfram og höfðu Lettar betur. Tyrkir voru ekkert alltof ánægðir en fyrirsagnir í dagblöðum þar í landi voru einhvern vegin svona, “11 látnir, 70 milljónir særðar.”

Næsti þjálfari náði engum árangri og liðið komst ekki á HM 2006 en var samt í kringum 30. sæti á heimslistanum. Knattspyrnusambandið lagðist undir feld og eftir langa umhugsun réð það Hossam al-Mosstafan, óreyndan þjálfara sem hafði verið atvinnumaður áður en hann sneri sér að þjálfun.

Það fyrsta sem ég gerði var að fara í National Pool og henda þar út um tuttugu leikmönnum sem áttu ekkert að vera þarna, einn þeirra var fyrrum landsliðsfyrirliði og hetja Tyrkja, Hakan Sükur, en mér fannst hann bara ekki vera nógu góður. Í stað þessara leikmanna komu einhverjir nýjir sem höfðu verið að standa sig með félagsliðum sínum.

Ég var í C-Riðli í Undankeppni EM 2008 ásamt Grikkjum, Bosníu og Herzegóvínu, Noregi, Ungverjalandi, Möltu og Moldavíu. Fyrsti leikurinn minn var vináttuleikur sem ég setti á við Hollensku-Antilleseyjar svona til að koma strákunum í rétta gírinn. Leikurinn vannst auðveldlega 6-1 þar sem 19 ára gamall leikmaður að nafni Gulehk Gökhan skoraði þrennu í sínum fyrsta landsleik. Hann spilar með Beskitas, er með 20 í Finishing og 18 í First Touch.

Fyrsti leikurinn var á móti Möltu, skildusigur hjá mínum mönnum, leikurinn endaði 4-0 og aftur var Gökhan á ferðinni. Hann hefði orðið minn aðalframherji ef hann hefði ekki meiðst svona oft.

Næst lentu Ungverjar í Tyrkjum og töpuðu, 2-1. Svo Moldóva og Grikkland. Síðan var það vináttuleikur við Argentínu sem tapaðist 3-1 en ég var samt ágætlega sáttur. Liðið var í efsta sæti riðilsins og aðeins Norðmenn sem veittu smá samkeppni, með jafnmörg stig en einum leik meira. Næsti leikur var einmitt á móti þeim. Sá leikur vannst 2-1 og staðan fyrir okkur í riðlinum mjög góð. Þegar hér var komið við sögu var liðið í 12. sæti heimslistans.

En nú fór aðeins að síga á ógæfuhliðina hjá okkur, 1-1 jafntefli við Bosníu, 3-2 tap á móti Íslandi í vináttuleik sem átti að vera “peppöpp” 2-2 við Möltu og 1-1 við Ungverjaland þýddi það að Noregur var kominn uppað okkur á toppi riðilsins og Grikkir ekki langt undan. Næst var það skyldusigur á Moldóvum og tæpur sigur á Grikkjum 3-2 en við vorum enn efstir. Tveir leikir voru eftir og liðið var svotil öruggt áfram ef Grikkir myndu missa stig.

Næst var það leikur á móti Noregi, úrslitaleikurinn um efsta sætið. Norðmenn komust í 1-0 strax á 10. mín og svo í 2-0 snemma í seinni hálfleik og ég var ekki ánægður. Þegar korter var eftir minnkuðu mínir menn muninn eftir stanslausa sókn en aðeins mínútu síðar skoraði John Carew sitt þriðja mark eftir markmannsmistök. Við náðum síðan að minnka muninn undir lok leiksins. 3-2 lokastaðan en það var “allt í lagi” því Grikkir töpuðu á meðan á móti Möltu svo Tyrkland komst á EM 2008. Lokaleikurinn á móti Bosníu var bara að reyna að ná efsta sætinu af Norðmönnum en leikurinn endaði 1-1 jafntefli meðan Norðmenn unnu Möltu 6-1.


Riðillinn endaði þannig að við vorum í öðru sæti, fimm stigum eftir Norðmönnum en fjórum stigum á undan Grikkjum sem voru í þriðja sæti.

Önnur lið sem komust á EM voru mörg en það sem mér fannst skrítnast var það að hvorki Þjóðverjar né Frakkar komust þangað!

Byrjunarliðið var oftast skipað þessum mönnum:

4-4-2 Attacking
GK: Rüstu Recber/Tuncay Fevzi
DR/DL: Hamit Altintop/B. Sekrar/Akan Urkun
DC: Alpay/Gungör/Umit/Ibrahim
MR/ML: Emre/Tuncay/Mehmet/Hasan Sas
MC: Nuri Sahin/Aurelío/Basturk/Serkan
FC: Gökhan/Nihat/Halil Altintop

Ég tók eftir því að mikið var um það að leikmenn hefðu sama ættarnafn og var nafnið Cumhur nokkuð algengt!

En þetta er fyrri hlutinn af þessu ævintýri, seinni hlutinn mun eingöngu fjalla um Evrópumótið!