Um daginn var ég að hugsa hvernig stjórar þið væruð.

Ég er t.d. stjóri sem er alveg kaupóður en kaupi ekkert svakalega góða menn heldur bara menn sem eru á bilinu 20-22 ára leikmenn frá Slóveníu, Tékklandi og mörgum þannig löndum en eru það menn sem ég þekki ekki neitt.

Oftast er ég með lið sem eru í næst efstu deild eins og til dæmis þegar ég er í Englandi stjórna ég kannski Crewe eða eitthvað þannig en ég er líka duglegur að kaupa þá menn úr neðri deidunum.

Stundum kemst ég ekkert upp og er bara um miðja deild en skiptir engu þegar maður tekur kannski deildarbikarinn eða bikarkeppnina sjálfa.
Þegar ég er kannski búinn að ljúkja tveimur tímabilum tekur maður kannski við liðum sem standa sig aðeins betur í deildunum og kemur þeim upp.

En oftast er það bara kannski fyrsta tímabilið sem maður kaupir 5-8 menn og selur eitthvað svipað.

Reyndar þegar maður er búinn að stjórna félagsliði í 6-8 ár þá tekur maður við landsliði.
Reyndar stundum þegar ég byrja save þá byrja ég kannski með AC milan og vinnur allt sem hægt er að vinna og næsta tímabil tekur maður kannski við liðum eins og Lecce.

Þetta skrifaði ég bara til að segja ykkur hvernig stjóri ég er en það er reyndar misjafnt hvað ég geri.
Annars væri fínt að heyra hvernig þið eruð og segjið nú satt!