Eftir vonbrigðin á síðustu leiktíð þar sem ég endaði í 4 sæti í deildinni og tapaði í umspili 2-4 fyrir Sunderland um að komast upp í úrvalsdeildina (var yfir 2-0 í hálfleik). Eini ljósi punkturinn var þó að ég komst í úrslit FA cup með ótrúlegri heppni t.d. var Chelsea – Arsenal og Birmingham – Millwall í undanúrslitum. En þar tapaði ég 0-2 fyrir Chelsea í úrslitum og komast því í Euro cup á næsta tímabili.

Nú lagði ég allt undir stjórnin bauð mér 3 ára samning en ég heimtaði að hann yrði aðeins til 1 árs ennda kærði ég mig ekki um að halda áfram hjá félaginu ef það kæmist ekki upp í Úrvalsdeildina á þessu tímabili.

Hérna kemur smá yfirferð yfir síðasta tímabil (06/07) til að koma ykkur inn hvernig liðið mitt er orðið en ég mun fjalla um tímabil 07/08 í greininni

Leikmenn keyptir (06/07):

Erick Delgado – free frá Sporting Cristal
Sigurður Dony Sigurðsson – 65k frá Huginn (á timabili tvö er hann með 7 leiki 4 mörk og 7.43)
Robbie Fowler – 350k frá Liverpool (Var hræðilegur mín verstu kaup)
Carlos Vela – 4.2M frá Arsenal (stjórnin vildi stórstjörnur en ég vissi hvað ég vildi)
Birkir Bjarnason – 350k frá Viking (7.42, frábær kaup)
Kristoffer Hæstad – free frá Start (Minn besti maður á tímabili tvö)
Vyacheslav Hleb – 275k frá MTZ-Ripo
Nicholás Millán – free frá Colo Colo

Leikmenn seldir (06/07):

Mathew Birley – 8k til Hereford
Bruno N´Gotty – 2k til Derby
David Dunn – 160k til West Brom
Martin Taylor – 60k til Watford
Mikael Forssell – 3M til Sunderland

Þá var það bara að reyna aftur, leit þó út fyrir að verða erfið barátta þar sem mér til mikillar furðu féllu Man city með hörku sterkt lið ásamt þeim komu Watford og Charlton.

Ég ákvað að losa mig við nokkra einstaklinga sem stóðu sig ekki í stykkinu á síðasta tímabili og fjárfesta í nokkrum fyrir framtíðina.

Leikmenn keyptir (07/08)

Brynjar Benediktsson – 4k frá FH
Nacer Barazite – 425k frá Arsenal
Kevin Larsen – 650k frá Lyn
Salvatore Aurelio – 210k frá Genoa
Stefan Monberg – 75k frá FC Kobenhavn
Marc Elston – free frá Arsenal
Lee Butcher – free frá Arsenal
Rene Steer – free frá Arsenal
Scott Mason – 24k frá West brom
Vincent Degre – 14k frá Metz
Phillip Christensen – 65k frá FC Kobenhavn
Charlie Sheringham – 180k frá Crystal Palace

Leikmenn seldir (07/08)

Mathew Sadler – 150k til Leicester
Maik Taylor – 18k til Leeds
Julian Gray – 900k til Ipswich
Marcos Painter – 85k til Stoke

Liðið fyrir timabilið var stillt upp svona (þegar hægt var):

Carlos Vela – Cameron Jerome

Birkir Bjarnason – Kristoffer Hæstad – Medhi Nafti - Vyacheslav Hleb

Kevin Larsen – Matthew Upson – Radhi Jaidi – Stephen Kelly

Delgado

En þá er það að snúa sér að tímabilinu það byrjaði með leik gegn Rotherham sem endaði 7-0 og Vela stimplaði sig inn með 5 mörk og síðan sigurleik móti Oldham 4-0 en þá fór liðið mitt að lenda í meiðsla vandræðum og miklu basli með að sigra leiki eftir það, þá sérstaklega þegar stjörnurnar mínar Carlos Vela og Hleb meiddust báðir. Ég vann mig þó gegnum þessa erfiðleika og endaði í 3 sæti í deildinni einu stigi á eftir Charlton mér til mikillar gremju en Manchester City rústaði deildinni ef frá er talið 0-0 jafntefli við mig.

Í umspilinu komu leikmenn liðsins míns brjálaðir til leiks og í fyrsti leikurinn móti Plymouth fór 4-1 mér í hag á útivelli. Þá var komið að heimaleikinum, ég setti sama lið og í síðast og endaði leikurinn 1-1 eða samanlagt: 5-2 mér í hag

Þá var aftur komið að úrslitarleiknum um að komast upp, þeim sem ég tapaði fyrir Sunderland 2-4 árið áður. Ég lét leikmennina vita að það væri ekki möguleiki í þetta skiptið og skipaði þeim að klára dæmið. Þakið ætlaði að springa af höllinni þegar Jerome skoraði með “overhead kick” þori ekki alveg að fara með íslenska nafnið og Erick Delgado varði svo eins og berserkur milli stangana svo 1-0 sigur var staðreynd og Birmingham var á leiðinni upp.

Euro cup
Þetta var ævintyri leiktíðarinnar. Byrjaði létt með tveimur leikjum móti Rijeka sem endaði samanlagt 3-0. Þá komst ég í group D ásamt PSV, Spartak Moscow, Mallorca og Slavia Prague. Byrjaði illa með 0-2 tapi á útivelli móti Spartak Moscow en bætti þó um betur með því að pakka PSV saman 4-2 á heimavelli og fylgja því eftir með 5-0 sigri á Slavia Prague. Þá varð spennan svo sannarlega í loftinu því ég kæmist áfram á jafntefli gegn Mallorca. Ég þurfti samt ekki að pæla í því og auðveldur 3-0 sigur var staðreynd og fyrsta sæti í riðlinum.

Þá mætti ég Besiktas í fyrsta útslætti og útileikurinn endaði 2-2 jafn og spennandi. En þegar komið heim var komið var önnur saga. Besiktas tjúlluðust eitthvað elskunar og þrír fengu beint rautt spjald í fyrri hálfleik og þá valtaði ég yfir þá 3-0.

Dinamo Kiev voru næstir og sigraði ég heimaleikinn örugglega 3-1 og hafði góða tilfinningu fyrir framhaldinu. En þar skjátlaðist mér hrapalega en þeir pökkuðu mínum mönnum saman á útivelli og við töpuðum 1-5 og þar með samanlagt 4-6 og endir kominn á Euro cup ævintýrið.

League Cup
Þrátt fyrir að vera mikið betri aðilinn í 3 round móti Hull þurfti ég að bíta í það súra epli að framherjarnir mínir sem höfðu möguleika á að taka þátt í leiknum

FA Cup
Fékk Arsenal og þeir léku sér að mér 1-3 tap þrátt fyrir að þeir væru einum færri

Lykilmennirnir yfir leiktíðina:

Carlos Vela: 47 leikir – 37 mörk – 14 assist – 6 MoM – 7.45
Cameron Jerome: 52 leikir – 33 mörk – 12 assist – 5 MoM – 7.25
Vyacheslav Hleb: 52 leikir – 13 mörk – 8 assist – 4 MoM – 7.27
Birkir Bjarnason: 47 leikir – 10 mörk – 14 assist – 3 MoM – 7.47
Kristoffer Hæstad: 43 leikir – 4 mörk – 12 assist – 7 MoM – 7.51

Fans Player of the Year:
Carlos Vela

Fyrir næstu leiktíð hef ég nú þegar reddað samingum við eftirtalda leikmenn:

Jermanie Pennat – free frá Liverpool
Alessandro Tuia – 1.9m frá Lazio
Jonas Elmer – 800k frá Chelsea
Corrie Evans – 750k frá Man utd
Sherman Cardenas er með samning í höndunum
Elvar